Home / Fréttir / Biden íhugar stöðu sína „alvarlega“ – gefur sér fjóra daga til að taka af skarið

Biden íhugar stöðu sína „alvarlega“ – gefur sér fjóra daga til að taka af skarið


Frá kappræðunum örlagaríku 27. júní 2024.

Fréttir herma að Joe Biden Bandaríkjaforseti (81 árs) íhugi alvarlega hvort hann eigi að hætta kosningabaráttunni og hann telji sig aðeins hafa fjóra daga til að bjarga því sem bjargað verði af sinni hálfu í baráttunni.

Bandamenn forsetans sögðu við The New York Times (NYT) að hann teldi að barátta sín yrði komin á „annan stað“ næsta sunnudag ef honum tækist ekki vel upp í sjónvarpsviðtali og á tveimur kosningafundum í Pennsylvaniu og Wisconsin.

Þá hefur CNN eftir öðrum „bandamanni“ að á fáeinum næstu dögum ráðist hvort forsetanum takist að koma baráttu sinni á réttan kjöl, misheppnist það verði Biden að sætta sig við „að þetta gangi einfaldlega ekki“.

„Hann áttar sig á hvað er í húfi. Honum er þetta fullljóst.“

Fréttaskýrendur segja að í þessum ummælum þeirra sem standa nærri Joe Biden sé að finna fyrstu viðurkenningu hans sjálfs á erfiðri stöðu hans. Þau þrýsti á að hann nái sér aftur á strik í sjónvarpsviðtalinu og á kosningafundunum.

Í ummælunum er einnig að finna viðbrögð þeirra sem njóta trúnaðar Bidens við gagnrýninni á að þeir látist ekki skynja gagnrýnina á framgöngu forsetans í sjónvarpskappræðunum við Donald Trump 27. júní.

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …