Home / Fréttir / Biden fær á baukinn frá N-Kóreumönnum

Biden fær á baukinn frá N-Kóreumönnum

 

Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu.

Stjórnvöld Norður-Kóreu sökuðu sunnudaginn 2. maí Joe Biden Bandaríkjaforseta um að sýna sér óvild, stefna hans einkenndist af undirferli og hótuðu þau gagnaðgerðum.

Í ræðu á Bandaríkjaþingi miðvikudaginn 28. apríl sagði Biden að stjórn sín mundi bregðast við ógninni sem stafaði af norður-kóreskum kjarnorkuáformum „á diplómatískan hátt og með öflugum fælingarmætti“.

Föstudaginn 30. apríl sögðu embættismenn Bidens að forsetinn væri fús til að ræða við Norður-Kóreumenn um upprætingu kjarnorkuvopna að lokinni stefnumótunarvinnu stjórnar sinnar. Frá Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, bárust þau boð að forsetinn hefði gerst sekur um „mikil mistök“.

Kwon Jung Gun, embættismaður n-kóreska utanríkisráðuneytisins, sagði í tilkynningu sem opinbera KCNA-fréttastofan birti að orð Bidens bæru merki um að hann ætlaði fylgja óvinveittri stefnu gagnvart DPRK, Lýðræðislega kóreska alþýðulýðveldinu, eins Bandaríkjamenn hefðu gert í meira en hálfa öld.

Nú þegar kjarni nýrrar bandarískrar DPRK-stefnu lægi fyrir yrðu Norður-Kóreumenn að grípa tril gagnaðgerða. Það væri blekking til að fela óvildina að tala um diplómatísk samskipti og tal um fælingarmátt jafngilti kjarnorkuhótun í garð DPRK, sagði Kwon.

Skoða einnig

Sænskir jafnaðarmenn viðurkenna mistök í útlendingamálum

Sænskir jafnaðarmenn hafa látið vinna skýrslu um útlendingamál innan flokks síns þar sem komist er …