Home / Fréttir / Barack Obama: Norðurlöndin í hópi traustustu, virkustu og mikilvægustu samstarfsaðila okkar

Barack Obama: Norðurlöndin í hópi traustustu, virkustu og mikilvægustu samstarfsaðila okkar

 

 

Kvöldverður í Hvíta húsinu: Sindre Finnes, Erna Solberg, Ingibjörg Elva Ingjaldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Maichelle Obama, Barack Obama.
Kvöldverður í Hvíta húsinu: Sindre Finnes, Erna Solberg, Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Michelle Obama, Barack Obama.

Barack Obama Bandaríkjaforseti bauð forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Íslands, Noregs og Svíþjóðar í opinbera heimsókn föstudaginn 13. maí. Við upphaf fundar þeirra í Washington flutti forsetinn ávarp og sagði meðal annars:

„Nánustu bandamenn Bandaríkjanna um heim allan eru lýðræðisríki. Við þurfum ekki annað en líta til norrænna vina okkar til að átta okkur á ástæðunni. Hagsmunir okkar og gildi falla saman.

Við teljum að borgarar landa okkar eigi rétt á að búa við frelsi og öryggi – frjálsir undan hryðjuverkum og í Evrópu þar sem stór ríki beiti lítil ríki ekki ofbeldi. Við höfum trú á frjálsum mörkuðum og viðskiptum sem skapa störf, á mikilli vernd fyrir launþega og umhverfið og á öflugu öryggisneti sem tryggir grunnöryggi í lífinu. Við teljum að okkur beri siðferðileg skylda – í þágu núverandi og komandi kynslóða – til að horfast í augu við staðreyndir loftslagsbreytinga og til að vernda jarðarkringluna, þar með fagurt norðurskautssvæði okkar.

Við trúum á samfélög sem skapa tækifæri fyrir alla menn með menntun, heilsugæslu og jöfnum tækifærum – einnig fyrir konur. Raunar er staðreynd að í heimi þar sem efnahagslegur ójöfnuður eykst er hann eina minnstur á Norðurlöndunum – þetta kann að vera ein ástæðan fyrir því að þar búa sumar hamingjusömustu þjóðir heims, þótt þær njóti ekki mikillar sólar.

Þá trúum við á eðlislæga virðingu sérhvers einstaklings. Við trúum á fjölræði og umburðarlyndi og virðingu fyrir málfrelsi og trúfrelsi. Þess vegna fögnum við flóttamönnum í leit að betra lífi. Þess vegna berjumst við fyrir mannréttindum í heiminum. Þess vegna eru þjóðir okkar í hópi þeirra sem leggja mest af mörkum til mannúðar- og þróunaraðstoðar – til að bjarga barni jafnvel hinum megin á hnettinum, til að koma í veg fyrir sjúkdóma, til að veita stúlkum jafnvel hinum megin á hnettinum tækifæri til menntunar og til að binda enda á smán sárustu fátæktar.

Norðurlöndin eru til fyrirmyndar í eigin heimshluta vegna samvinnu sinnar og slagkraftur þeirra við úrlausn verkefna líðandi stundar er jafnan meiri en stærð þeirra gefur til kynna. Norrænar samstarfsþjóðir okkar eru ekki stórar en segja má að við glímum varla við nokkurt mál – hvort sem er á sviði öryggismála, efnahagsmála eða mannúðarmála – þar sem Norðurlöndin eru ekki

Af þessari ástæðu vildi ég bjóða forystumönnum þeirra hingað í dag, stundum hættir okkur til að líta á stuðning bestu vina okkar sem sjálfsagðan hlut, það er hins vegar mikilvægt að við gerum það ekki. Þeir hafa skipt okkur einstaklega miklu við að móta og viðhalda skipan alþjóðamála þar sem ríkir regla, sanngirni og réttlæti.“

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …