Home / Fréttir / Bandarískir sérsveitarmenn æfa varnir Svíþjóðar

Bandarískir sérsveitarmenn æfa varnir Svíþjóðar

Hér eru bandarískir sérsveitarmenn á æfingu við strönd Svíþjóðar.
Hér eru bandarískir sérsveitarmenn á æfingu við strönd Svíþjóðar.

Bandarískir sérsveitarmenn eru nú á æfingu með sænskum hermönnum við strönd Svíþjóðar. Um er að ræða liðsmenn út sveit sem Bandarikjamenn nefna Navy SEAL, Green Berets, það eru sérþjálfaðir bátahermenn sem ásamt sænskum hermönnum búa sig undir að snúast gegn óvini sem fyrirvaralaust ógnar sænsku strandlengjunni.

Yfirstjórn bandarískra sérsveitaraðgerða í Evrópu (SOCEUR) sendi frá sér tilkynningu um æfinguna föstudaginn 13. nóvember.

Um er að ræða tvíhliða æfingu með Svíum sem markar nýtt skref bandarískra sérsveitarmanna inn á Eystrasalt þar sem strandríki gera ráðstafanir vegna aukinnar ágengni Rússa.

SOCEUR og sænski varnarmálaháskólinn sendu árið 2019 frá sér stefnuskjal um hvernig snúist skyldi gegn stórum andstæðingi eins og Rússum.

Í formála skýrslunnar segir Kirk Smith hershöfðingi, þáv. yfirmaður SOCEUR: „Þegar ríki tapar stjórn á landsvæði ber að snúast til andspyrnu, hugsanlegum andstæðingum verður að vera ljóst að þeir nái ekki sínu fram; þeir verði hraktir á brott.“

Í æfingunni í Svíþjóð er lögð áhersla á andspyrnuþáttinn því að bandarísku sérsveitarmennirnir tengjast sænska heimavarnaliðinu og varaliðum innan þess. Þeir gegndu lykilhlutverki í skæruhernaði brytist erlendur her inn í landið.

Fyrir utan sérsveitarmennina tekur bandaríski tundurspillirinn USS Ross þátt í æfingunni og vélar úr bandarískum flughersveitum með aðsetur á Englandi.

Fulltrúi sérsveita sænska hersins sagði að æfingin sannaði mikilvægi samstarfs við Bandaríkjaher.

„Með því að sameina krafta sérsveita Svía og Bandaríkjamanna dugar venjulegur herafli til að vernda svæðið,“ sagði sænski foringinn.

 

 

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …