Home / Fréttir / Bandarískir herforingjar árétta ógn af Rússum

Bandarískir herforingjar árétta ógn af Rússum

Mark Milley
Mark Milley

Bandarískir herforingjar sitja nú fyrir svörum í hermálanefnd öldungadeildar Banadríkjaþings vegna mannabreytinga í yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Joseph Dunford, hersföfðingi og yfirmaður landgönguliðsins, verður formaður herráðs Bandaríkjanna og Mark Milley hershöfðingi verður yfirmaður landhersins. Í þingnefndinni hafa þeir báðir bent á Rússland þegar rætt er um það ríki sem ógni helst öryggi Bandaríkjanna.

Mark Milley sagði þriðjudaginn 21. júlí að Rússland væri „eina landið á jörðinni sem [byggi] yfir kjarnorkumætti til að eyða Bandaríkjunum, það [ógnaði] því tilvist Bandaríkjanna“.

Miley sagðist vilja fjölga bandarískum hermönnum í Evrópu með því að senda sveitir þangað til tímabundinnar dvalar hverju sinni. Það vekti öryggiskennd meðal bandamanna Bandaríkjanna og héldi Rússum í skefjum. Bandaríkjaher hefur þegar flutt hergögn til Evrópu í því skyni að auðvelda slíka liðsflutninga.

Hann taldi einnig rétt að láta Úkraínumönnum í té vopn en ekki aðeins tæki sem ekki nýttust beint í hernaði.

Að óbreyttum fjárveitingum mun liðsmönnum í landher Bandaríkjanna fækka á næstu árum. Þeir voru flestir 570.000, fara í 490.000 á þessu ári í 450.000 á næstu tveimur árum og síðan í 420.000 ef áætlun um niðurskurð gildir áfram.

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Milley sem næsta yfirmann landhersins í maí. Verði hann samþykktur af þinginu tekur hann við af Ray Odierno hershöfðingja,

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …