Home / Fréttir / Bandarískir herforingjar árétta ógn af Rússum

Bandarískir herforingjar árétta ógn af Rússum

Mark Milley
Mark Milley

Bandarískir herforingjar sitja nú fyrir svörum í hermálanefnd öldungadeildar Banadríkjaþings vegna mannabreytinga í yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Joseph Dunford, hersföfðingi og yfirmaður landgönguliðsins, verður formaður herráðs Bandaríkjanna og Mark Milley hershöfðingi verður yfirmaður landhersins. Í þingnefndinni hafa þeir báðir bent á Rússland þegar rætt er um það ríki sem ógni helst öryggi Bandaríkjanna.

Mark Milley sagði þriðjudaginn 21. júlí að Rússland væri „eina landið á jörðinni sem [byggi] yfir kjarnorkumætti til að eyða Bandaríkjunum, það [ógnaði] því tilvist Bandaríkjanna“.

Miley sagðist vilja fjölga bandarískum hermönnum í Evrópu með því að senda sveitir þangað til tímabundinnar dvalar hverju sinni. Það vekti öryggiskennd meðal bandamanna Bandaríkjanna og héldi Rússum í skefjum. Bandaríkjaher hefur þegar flutt hergögn til Evrópu í því skyni að auðvelda slíka liðsflutninga.

Hann taldi einnig rétt að láta Úkraínumönnum í té vopn en ekki aðeins tæki sem ekki nýttust beint í hernaði.

Að óbreyttum fjárveitingum mun liðsmönnum í landher Bandaríkjanna fækka á næstu árum. Þeir voru flestir 570.000, fara í 490.000 á þessu ári í 450.000 á næstu tveimur árum og síðan í 420.000 ef áætlun um niðurskurð gildir áfram.

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Milley sem næsta yfirmann landhersins í maí. Verði hann samþykktur af þinginu tekur hann við af Ray Odierno hershöfðingja,

Skoða einnig

Úkraínumenn hafa þegar unnið sjálfstæðisstríðið

Riho Terras er eistlenskur stjórnmálamaður sem áður var hershöfðingi og æðsti yfirmaður hers Eistlands. Hann …