Home / Fréttir / Bandaríski kjarnorkuheraflinn í Þýskalandi stórefldur

Bandaríski kjarnorkuheraflinn í Þýskalandi stórefldur

 

 

 

 

 

 

Bandarískar kjarnorkusprengjur
Bandarískar kjarnorkusprengjur

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur samþykkt að Bandaríkjaher komi fyrir 20 nýjum kjarnorkusprengjum í Þýskalandi. Hver þeirra er fjórum sinnum öflugri en sprengjan sem varpað var á Hiroshima.

Frá þessu er skýrt í þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF og sagt að þetta sé liður í auknum viðbúnaði NATO-ríkjanna vegna yfirgangs Rússa.

Þýski flugherinn undirbýr að taka á móti sprengjunum í Büchel-herstöðinni í Rheinland-Pfalz.

Sprengjurnar eru ekki aðeins fjórum sinnum öflugri hver en sprengjan í Hiroshima heldur má skjóta þeim af meiri nákvæmni á markið. Verði gripið til þess að nota sprengjurnar verða þær settar um borð í þýskar Tornado-orrustuflugvélar á grundvelli NATO-samstarfsins.

„Þessi nýja árásarstaða gagnvart Rússlandi er vísvitandi ögrun við rússneska nágranna okkar,“ segir Willy Wimmer, fyrrverandi aðstoðar-varnarmálaráðherra Þýskalands.

Í þýska blaðinu Deutsche Wirtschafts Nachrichten segir að með því að geyma sprengjurnar í Þýskalandi sé brotið gegn samþykkt meirihluta þýska þingsisns frá 2009 og 2010 um að flytja eigi kjarnorkuvopn á þýsku landi á brott.

Hvað sem þessu líður hefur Angela Merkel samþykkt að taka á móti nýju sprengjunum.

 

Heimild: ABC nyheter

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …