Home / Fréttir / Bandarískar sprengjuvélar langt fyrir norðan Ísland

Bandarískar sprengjuvélar langt fyrir norðan Ísland

 Myndin er tekin 18. júní 2020 þegar B-2-vél tekur eldsneyti á lofti á leið sinni norður fyrir heimskautsbasug.
Myndin er tekin 18. júní 2020 þegar B-2-vél tekur eldsneyti á lofti á leið sinni norður fyrir heimskautsbaug.

Fimmtudaginn 18. júní flugu tvær langdrægar, torséðar, bandarískar B-2 Spirit-sprengjuvélar frá flugstöð í Missouri yfir Norður-Atlantshaf  í háloftin yfir nyrsta hluta Noregshafs.

Bandaríska Evrópuherstjórnin staðfesti að vélarnar væru frá 508 sprengjuflugdeildinni. Þegar þær nálguðust norska lofthelgi flugu tvær norskar F-35-orrustuþotur til móts við þær.

Á norsku vefsíðunni Barents Observer segir að á breskri netsíðu komi fram að bandarískum B-2-vélum hafi verið heimilað að fljúga í um 70 gráður norður um miðja vegu milli norðaustur strönd Grænlands og Norður-Noregs.

Á vefsíðunni segir að ferðir vélanna fimmtudaginn 18. júní beri að skoða í ljósi þess sem gerst hafi undanfarið og endurspegli geópóltískan trúnaðarbrest milli NATO og Rússa á norðurslóðum. Langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar hafa að minnsta kosti fimm sinnum flogið til móts við norskar orrustuþotur á norðurslóðum undanfarna sjö mánuði.

Á Barents Observer birtist þessi listi fimmfudaginn 18. júní:

  • September 2019: B-2-vélar fljúga í fyrsta sinn norður fyrir heimskautsbaug yfir Noregshafi.
  • Nóvember 2019: Þrjár B-52-sprengjuvélar og sex norskar F-16-orrustuþotur fljúga yfir Barentshaf.
  • Mars 2020: Norskar F-35-orrustuþotur æfa í fyrsts sinn með tveimur B-2-vélum skammt frá Íslandi.
  • Maí 2020: Norskar og sænskar orrustuþotur æfa með tveimur B-1-sprengjuvélum í lofthelgi Skandinavíu.
  • Júní 2020: Fjórar norskar F-35 og þrjár F-26 fljúga með B-52 yfir Barentshaf.
  • Júní 2020: Norskar F-35 æfa með tveimur B-2 handan heimsakutsbaugs á Noregshafi.

 

 

 

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …