Home / Fréttir / Bandarískar eldneytisvélar æfa með finnska flughernum

Bandarískar eldneytisvélar æfa með finnska flughernum

Bandarísk KC-135 Stratotanker – eldsneytisflugvél og F/A-18 Hornet-orrustuþota.
Bandarísk KC-135 Stratotanker – eldsneytisflugvél og F/A-18 Hornet-orrustuþota.

Bandarískum KC-135 Stratotanker-eldsneytisflugvélum ­ verður flogið frá bresku flugherstöðinni í Mildenhall til æfinga með finnskum F/A-18 Hornet-orrustuþotum frá þremur flugvöllum í Rovaniemi, Rissala og Pirkkala.

Eldsneytistaka á lofti er hluti alþjóðlegs æfingakerfis finnska flughersins sem stofnað er til í samstarfi við aðrar þjóðir segir í tilkynningu finnska hersins. Markmiðið er að finnskir flugmenn standist alþjóðlegar kröfur á þessu sviði.

Æfingarnar fara fram 9. til 10. febrúar á í nágrenni finnsku bæjanna Rovaniemi, Oulu, Kuusamo og Kajaani,

Finnar og Bandaríkjamenn rituðu árið 2016 undir samning um tvíhliða varnarsamstarf þar sem gert er fyrir að samvinna herja landanna aukist. Í nokkur ár hafa flugherir landanna efnt til sameiginlegra æfinga í norðri, einnig í samstarfi við Svía og Norðmenn.

Náið og víðtækt samstarf Finna við Bandaríkjamenn hefur ekki leitt til aðildar Finna að NATO. Finnar eiga hins vegar náið samstarf við NATO og hafa til dæmis sent herlið til Afganistan og Balkanskaga undir foyrstu bandalagsins.

Bandarískir landgönguliðar hafa æft að vetrarlagi með finnskum hermönnum nyrst í Finnlandi.

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …