Home / Fréttir / Bandarísk flotaumsvif í Norður-Noregi

Bandarísk flotaumsvif í Norður-Noregi

Myndin er tekin í ma+i 2021 þegar kfbáturinn USS New Mexico kom fyrstur bandarrískra kabáta til Grøtsund fyrir norðan Tromsø. Nú hafa níu slíkir kabátar að auki notað höfnina.

Mánudaginn 12. júní lagðist kjarnorkuknúinn kafbátur að bryggju í höfninni í Grøtsund fyrir norðan Tromsø í Norður-Noregi. Norska ríkisútvarpið, NRK, sagði yfirstjórn norska hersins staðfesti að um bandarískan kafbát væri að ræða án þess að upplýsa um gerð hans eða nafn.

Þetta var tíunda staðfesta heimsókn bandarísks kafbáts til Grøtsund. Árið 2020 var höfnin þar gerð að þjónustuhöfn kjarnorkuknúinna skipa NATO-ríkja í Noregi. Þar fá skipin kost, skipt er um áhafnir og unnið að öðrum rekstrarlegum verkefnum.

Samtímis og kafbáturinn kom til hafnar var bandaríski tundurspillirinn USS Thomas Hudner við lægi í Breivika í Tromsø en þangað kom herskipið miðvikudaginn 7. júní en hafði áður verið siglt norður með strönd Finnmerkur.

Tundurspillirinn er eitt af fylgdarskipum bandaríska flugmóðurskipsins USS Geralds R. Fords, stærsta herskips heims.

Í fyrri hluta júní voru Gerald R. Ford og fylgdarfloti við æfingar með norskum og breskum herafla í Norður-Noregi, einkum í Vestfjord í Norlandfylki.

Norski herinn tilkynnti föstudaginn 9. júní að USS Gerald R. Ford hefði siglt frá Noregi. Ýmis fylgdarskip flugmóðurskipsins hafa tekið á sig króka frá því að þau létu úr höfn í Norfolk flotahöfninni í Virginíuríki í Bandaríkjunum 2. maí 2023.

Um miðjan maí tilkynntu færeysk stjórnvöld að bandaríski, kjarnorkuknúni kafbáturinn USS New Mexico hefði heimsótt Nólsoyarfjörð vegna áhafnaskipta.

Í apríl kom bandaríski, kjarnorkuknúni kafbáturinn USS San Juan upp undir Garðskaga, fyrstur kafbáta til að nýta sér nýjan þjónustusamning milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda.

 

Heimild: High North News, Noregi.

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …