Home / Fréttir / Bandaríkjastjórn setur Tyrki út í kuldann

Bandaríkjastjórn setur Tyrki út í kuldann

 

S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.
S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.

Bandaríkjastjórn segir að Tyrkir séu ekki lengur  í hópi kaupenda á torséðu bandarísku F-35 orrustuþotunni vegna kaupa þeirrs á rússneska S-400 loftvarnakerfinu.

Birt var tilkynning um þetta frá forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu miðvikudaginn 17. júlí. Þar sagði að vopnaviðskipti Tyrkja við Rússa gerðu þeim „ókleift að eiga aðild að F-35 áætluninni“.

Forsetaskrifstofan sagði ekki beinum orðum að Tyrkjum hefði verið varpað á dyr en varnarmálaráðuneytið gerði það.

„Bandaríkjamenn og aðrir samstarfsaðilar um F-35 verkefnið eru einhuga um þá ákvörðun að vísa Tyrkjum tímabundið frá verkefninu og hefja ferli sem bindur formlega enda á þátttöku þeirra,“ sagði Ellen Lord, aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Föstudaginn 12. júli fengu Tyrkir fyrstu þrjár sendingarnar af S-400  búnaði og fjórðu sendinguna laugardaginn 13. júlí þvert á viðvaranir Bandaríkjastjórnar.

Tyrkir smíða ýmsa hluti í F-35 þoturnar og nú verður Bandaríkjastjórn sð leita á önnur mið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þriðjudaginn 16. júlí að með S-400 kaupunum hefðu Tyrkir fyrirgert kauprétti sínum á F-35 vélunum. Óljóst er hvort Bandaríkjastjórn ætlar einnig að beita Tyrki efnahagsþvingunum.

Skoða einnig

Koch-bræður styðja Nikki Haley gegn Trump

Í forkosningunum innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum um forsetaframbjóðanda 2024 gerðust þau stórtíðindi þriðjudaginn 28. nóvember …