Home / Fréttir / Bandaríkjastjórn setur Tyrki út í kuldann

Bandaríkjastjórn setur Tyrki út í kuldann

 

S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.
S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.

Bandaríkjastjórn segir að Tyrkir séu ekki lengur  í hópi kaupenda á torséðu bandarísku F-35 orrustuþotunni vegna kaupa þeirrs á rússneska S-400 loftvarnakerfinu.

Birt var tilkynning um þetta frá forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu miðvikudaginn 17. júlí. Þar sagði að vopnaviðskipti Tyrkja við Rússa gerðu þeim „ókleift að eiga aðild að F-35 áætluninni“.

Forsetaskrifstofan sagði ekki beinum orðum að Tyrkjum hefði verið varpað á dyr en varnarmálaráðuneytið gerði það.

„Bandaríkjamenn og aðrir samstarfsaðilar um F-35 verkefnið eru einhuga um þá ákvörðun að vísa Tyrkjum tímabundið frá verkefninu og hefja ferli sem bindur formlega enda á þátttöku þeirra,“ sagði Ellen Lord, aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Föstudaginn 12. júli fengu Tyrkir fyrstu þrjár sendingarnar af S-400  búnaði og fjórðu sendinguna laugardaginn 13. júlí þvert á viðvaranir Bandaríkjastjórnar.

Tyrkir smíða ýmsa hluti í F-35 þoturnar og nú verður Bandaríkjastjórn sð leita á önnur mið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þriðjudaginn 16. júlí að með S-400 kaupunum hefðu Tyrkir fyrirgert kauprétti sínum á F-35 vélunum. Óljóst er hvort Bandaríkjastjórn ætlar einnig að beita Tyrki efnahagsþvingunum.

Skoða einnig

Sameinaður norrænn flugherafli að fæðast

Norrænu ríkin fjögur, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, hafa ákveðið að dýpka samstarf flugherja sinna. …