Home / Fréttir / Bandaríkjastjórn krefst framsals á forstjóra Huawei

Bandaríkjastjórn krefst framsals á forstjóra Huawei

 Matt Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsir ákærunni á hendur forstjóra Huawei.
Matt Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsir ákærunni á hendur forstjóra Huawei.

Bandaríkjastjórn hefur formlega farið þess á leit við Kanadastjórn að hún framselji forstjóra kínverska risafyrirtækisins Huawei, Meng Wanzhou, til Bandaríkjanna. Hún er sökuð um fjármálamisferli og brot gegn refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn Íran.

Frá þessu er skýrt í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail miðvikudaginn 30. janúar.

Framsalskrafan var send þriðjudaginn 29. janúar, daginn eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið birti ákæru í nokkrum liðum gegn Meng og öðrum einstaklingum tengdum Huawei.

Meng er sökum um að hafa reynt að fara í kringum refsiaðgerðirnar árið 2007 með því skýra rangt frá eignarhaldi Huawei á íranska fyrirtækinu Skycom og frá sölu á hlut Huawei í fyrirtækinu,

Í Globe and Mail segir að David Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, hafi tíma til 1. mars til að ákveða hvort hann verði við beiðninni.

Huawei birti fyrir skömmu áætlun sem sýnir að fyrirtækið stefnir að því að verða stærsti seljandi snjallsíma í heiminum í árslok þrátt fyrir útilokun frá Bandaríkjamarkaði.

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …