Home / Fréttir / Bandaríkjamenn senda sprengjuvélar norður með strönd N-Kóreu

Bandaríkjamenn senda sprengjuvélar norður með strönd N-Kóreu

 

Sprengjuvél af þessari gerð sendu Bandaríkjamenn norður með strönd N-Kóreu.
Sprengjuvéarl af þessari gerð sendu Bandaríkjamenn norður með strönd N-Kóreu.

Bandaríkjastjórn sendi laugardaginn 23. september sprengjuvélar frá Guam undir vernd orrustuvéla frá flugherstöðinni í Okinawa íJapan í alþjóðlega lofthelgi austur af strönd Norður-Kóreu. Tilgangurinn var að sýna N-Kóreumönnum mátt Bandaríkjanna segir bandaríska varnarmálaráðuneytið.

Með sprengjuvélunum af B-1B Lancer-gerð og orrustuvélunum af F-15 gerð sem fylgdu þeim var N-Kóreumönnum sýnt yfir hverju Bandaríkjamenn ráða til að ógna þeim.

„Aldrei fyrr á þessari öld hafa bandarískar orrustuvélar eða sprengjuvélar flogið jafn langt norður fyrir herlausa svæðið með strönd Norður-Kóreu,“ sagði Dana White, upplýsingafulltrúi varnarmálaráðuneytisins í Washington. „Þetta áréttar hve alvarlegum við lítum á þetta glórulausa athæfi [N-Kóreumanna].“

N-Kóreumenn sprengdu öflugustu kjarnorkusprengju sína til þessa 3. september. Í ágúst og september hafa þeir gert tvær tilraunir með langdrægar eldflaugar, þeim var í báðum tilvikum skotið yfir Japan.

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …