Fyrir rúmu ári endurvakti Bandaríkjastjórn 2. flotann, Atlantshafsflotann, og nú hefur stjórn kafbátahópsins, SUBGRU 2, verið endurvakin í Norfolk í Virginíuríki. Þetta gerðist 30. september 2019 en hópurinn var aflagður í ágúst 2014.
Herfræðingar segja þetta enn eitt skref til að bregðast við vaxandi stórvelda keppni.
Verkefni SUBGRU 2 verður að treysta stöðu Bandaríkjaflota til að hafa stjórn á neðansjávarátökum á öllu Atlantshafssvæðinu, frá austurströnd Bandaríkjanna að Barentshafi og einnig inn á Suður-Atlantshaf reynist það nauðsynlegt.
Charles Richard, flotaforingi, yfirmaður kafbátaflotans, segir að til þess að Bandaríkjamenn haldi yfirburðum sínum í neðansjávarhernaði verði þeir að efla flotastyrk sinn viðbragðsgetu á úthafinu. Þar reyni meðal annars á stjórn og skipulag og þess vegna sé SUBGRU 2 endurvakin núna.