Home / Fréttir / Bandaríkjamenn eignast nýjan risa-tundurspilli

Bandaríkjamenn eignast nýjan risa-tundurspilli

Tundurspillirinn USS Zimmwalt er hannaður til að erfitt sé að sjá hann á ratsjá.
Tundurspillirinn USS Zimmwalt er hannaður til að erfitt sé að sjá hann á ratsjá.

 

USS Zummwalt siglir til hafs úr skipasmíðastöðinni.
USS Zummwalt siglir til hafs úr skipasmíðastöðinni.
USS Zummwalt í návígi.
USS Zummwalt í návígi.

Stærsti tundurspillir sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni eignast hóf mánudaginn 8. desember jómfrúarferð sína um Atlantshaf. Skipið er 186 m langt og 15.450 lestir. Útlit skipsins er sérstakt eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Skrokkur skipsins líkist pýramída, hann mjókkar upp en ekki niður og efast margir um sjóhæfni skipsins af þeim sökum. Hönnunin er á þennan veg til að erfiðara en ella sé að sjá skipið á ratsjám.

Hönnun og smíði skipsins kostaði rúmlega 4 milljarða dollara tæpa 500 milljarða ISK. Þetta er fyrsta skipið af þremur af gerð sem kennd er við Elmo Zummwalt flotaforingja. Hann var yfirmaður flotaaðgerða Bandaríkjamanna á lokaárum Víetnam-stríðsins.

Skipið er rafknúið með nýrri tækni og býr yfir raforku sem nota má í hátæknivopn sem aldrei fyrr hafa verið sett um borð í skip.

Upphaflega var ráðgert að smíðuð yrði 32 skip af Zummwalt-gerð. Þegar í ljós kom hve dýrt var að smíða skipin reyndu embættismenn innan flotans að leggja alla áætlunina um skipin til hliðar. Niðurstaðan varð að smíðuð yrðu þrjú skip: USS Zummwalt, USS Michael Monsoor (í höfuðið sérsveitarmanni (Navy SEAL) sem var drepinn í Írak og var síðan sæmdur heiðursorðu) og USS Lyndon B. Johnson (í höfuðið á 36. Forseta Bandaríkjanna). Um tíma stóð til að hætta við þriðja skipið.

Um borð í Zummwalt verða gerðar tilraunir með eitt framandlegasta framtíðarvopn flotans rafsegulbyssu sem rannsóknardeild flotans þróar um þessar mundir. Talið er að bylgjur úr byssunni geti náð Mach 7 hraða, það er sjöföldum ljóshraða, til skotmarka í um 180 km fjarlægð (frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal eru 184 km).

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …