Home / Fréttir / Bandaríkjaforseti í óvæntri heimsókn til Kyív

Bandaríkjaforseti í óvæntri heimsókn til Kyív

Joe Biden Bandaríkjaforseti birtist öllum til undrunar í Kyív, höfuðborg Úkraínu, að mánudaginn 20. febrúar. Þess var vænst að hann væri á leið til Póllands en hann tók á sig krók  þaðan með lest til í klukkustund til Kyív þar sem hann hitti Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta sem fylgdi honum til athafnar í Mariinskíjhöll höfuðborgarinnar.

Í höllinni ritaði Biden nafn sitt í gestabók og hét því að Bandaríkjamenn mundu láta Úkraínumönnum í té enn meiri hernaðaraðstoð, nú hálfan milljarð dollara.

Biden kemur til Kyív í vikunni sem þess verður minnst að eitt ár verður liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, 24. febrúar 2022. Hann sagði í ávarpi:

„Einu ári síðar stendur Kyív og Úkraína stendur, lýðræðið stendur og við stöndum með ykkur.“

Zelenskíj tók Bandaríkjaforseta fagnandi og kynnti hann fyrir nánustu samstarfsmönnum sínum áður en þeir ræddu saman á einkafundi.

Sjónvarpsmenn fylgdu forsetunum og voru ávörp þeirra sýnd í sjónvarpi.

Þegar sagt var frá þriggja daga Evrópuferð Bidens að þessu sinni var ekki minnst á að hann ætlaði til Úkraínu. Boðað var að hann yrði í Varsjá mánudaginn 20. febrúar til að láta í ljós þakklæti til Pólverja fyrir að vera í fremstu röð vestrænna stuðningsþjóða Úkraínu.

Þá ætlar Biden einnig að hitta leiðtoga B9-hópsins innan NATO, það er Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Tékklands, Slóvakíu, Ungverjalands, Rúmeníu og Búlgaríu.

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …