Robert Burke, flota­for­ingi og yf­ir­maður banda­ríska sjó­hers­ins í Evr­ópu, seg­ir að á viss­an hátt sé áríðandi að Atlants­hafs­banda­lagið styrki stöðu sína á norður­slóðum. Rúss­ar njóti sterkr­ar stöðu á svæðinu án þess að til­gang­ur viðbúnaðar þeirra sé ljós.

Þetta kom fram á kynn­ing­ar­fundi í banda­ríska sendi­ráðinu, þar sem Burke fór yfir ástæður Íslands­heim­sókn­ar sinn­ar en banda­ríski sjó­her­inn viðrar nú hug­mynd­ir um aukna fjár­fest­ingu hér á landi, sem myndi fjölga þjón­ustu­svæðum fyr­ir flot­ann við Íslands­strend­ur.

„Mark­mið okk­ar er að hafa traust­ar stoðir til þess að geta varið okk­ur,“ sagði hann en her­inn lít­ur sér­stak­lega til Aust­ur­lands þar sem sá staður sé hent­ugri fyr­ir hernaðaraðgerðir en til dæm­is höfuðborg­ar­svæðið, vegna ná­lægðar við svæðin þar sem rúss­nesk­ir kaf­bát­ar at­hafna sig reglu­lega.

Burke sagði, eins og fram hef­ur komið, að málið væri á byrj­un­arstigi og ekki væri enn ljóst hve mót­tæki­leg ís­lensk stjórn­völd væru gagn­vart sam­starf­inu.

„Ég vil ekki taka fram fyr­ir hend­urn­ar á ís­lensk­um stjórn­völd­um. Við þurf­um að virða þeirra ósk­ir,“ sagði Burke þegar hann var innt­ur eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um hvaða um­svif hers­ins hann hefði í huga.

Þegar Burke var spurður hvort NATO væri að drag­ast aft­ur úr Rúss­um hvað varðar sýni­leika á norður­slóðum sagði hann: „Ég myndi segja að núna vær­um við að reyna að fjölga val­kost­un­um. Við höf­um ekki sömu val­kosti og við vild­um gjarn­an hafa – á þann hátt erum við eft­ir á.“

Vék Burke næst að því hvernig Rúss­ar haga sín­um aðbúnaði í sjó­hernaði; ekki væri alls kost­ar ljóst í hvaða til­gangi sá aðbúnaður væri.

„Ef við lít­um á hegðun þeirra og hvernig þeir byggja sig upp, þá virðist til­gang­ur­inn vera frá­brugðinn okk­ar til­gangi. Ég er ekki viss um hvað þeir hafa í huga en spurn­ing­in er hvað vak­ir fyr­ir þeim,“ sagði hann og bætti við að þeir hefðu gert til­kall til svæða, sem aðild­ar­ríki NATO hafa litið á sem alþjóðleg hafsvæði.

Lýsti hann því að rúss­nesk stjórn­völd gætu þannig kraf­ist þess að menn hefðu leyfi frá Rússlandi til þess að fara um þessi svæði, sem flest­ar þjóðir myndu telja alþjóðleg svæði.

„Þeir hafa byggt upp her­stöðvar á norður­slóðum með eld­flauga­vörn­um sem hæg­lega væri hægt að nota til þess að krefjast leyfa frá þeim sem eiga leið um svæðið,“ sagði hann.

Þá hafi Rúss­ar þróað vopnaða ís­brjóta. „Við vilj­um ekki stuðla að slíkri upp­bygg­ingu. Við vilj­um hafn­arþjón­ustu á viss­um stöðum og vinna að lausn­um sem henta einnig banda­mönn­um okk­ar, til dæm­is stofna grund­völl fyr­ir viðskipt­um þar sem bækistöðvarn­ar verða,“ sagði hann.