Home / Fréttir / Bandaríkin: Vel heppnuð tilraun með eldflaugavarnir

Bandaríkin: Vel heppnuð tilraun með eldflaugavarnir

ok-raketforsvar

Bandaríkjaher hefur í fyrsta sinn gert tilraun með því því að virkja eldflaugavarnarkerfi sitt gegn skipulagðri árás með langdrægri eldflaug (ICBM) og fagnar árangrinum í yfirlýsingu.

Tilraunin var gerð þriðjudaginn 30. maí. Árásarflauginni var skotið frá Reagan-tilrauanstöðinni á Marshall-eyjum á Kyrrhafi í áttina að hafsvæði fyrir sunnan Alaska.

Gagn-eldflaugin var send frá Vanderberg-flugstöðinni í Kaliforníu. Hún fór í veg fyrir árásarflaugina og eyddi henni.

„Þetta heppnaðist afar vel,“ sagði í yfirlýsingu hersins.

Sérfræðingar líkja tilrauninni við að reynt sé að hitta byssuskúlu á lofti með skoti úr annarri byssu.

Tilraunin er hluti af varnaráætlun sem nefnist Ground-Based Midcourse Defense (GMD) og ætlað er að verja Bandaríkin gegn vaxandi árásarhættu frá Norður-Kóreu.

Áður hafa annars konar tilraunir verið gerðar með GMD-kerfið og hefur tekist að hitta skotmarkið í níu tilvikum af 17 frá 1999. Síðasta tilraunin af því tagi var gerð árið 2014.

Talið er að Norður-Kóreumenn þrói nú langdræga eldflaug (ICBM) sem skjóta megi frá landi á skotmörk í Bandaríkjunum. Um 9000 km fjarlægð er milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Drægni ICBM-flauga er minnst 5.500 km. Sumum þeirra má skjóta 10.000 km eða lengra.

Til þessa hefur kostað um 40 milljarða dollara að þróa GDM-kerfið.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …