Home / Fréttir / Bandaríkin: Þátttaka í prófkjörum sýnir sigur demókrata í nóvember

Bandaríkin: Þátttaka í prófkjörum sýnir sigur demókrata í nóvember

Þetta línurit birtist á vefsíðunni Axios og sýnir þátttöku í prófkjörum  flokkanna undanfarin ár til 12. september 2018.
Þetta línurit birtist á vefsíðunni Axios og sýnir þátttöku í prófkjörum flokkanna frá 1998 til 12. september 2018. Bláa línan sýnir þátttöku demókrata og endar í 57%. Rauða línan sýnir þátttöku repúblíkana og endar í 43%

Þátttaka í prófkjörum meðal demókrata vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum í nóvember nk. er meiri en meðal repúblíkana. Þetta hefur ekki gerst síðan 2008 og er breytingin rakin til ákafrar andstöðu við repúblíkanann Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Demókratar hafa ekki unnið meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðan 2008. Þeir töpuðu honum í kosningunum árið 2010 þegar kjörsókn í prófkjörum repúblíkana jókst til muna en hrapaði meðal demókrata. Þróunin er í þveröfuga átt núna.

Kosningafræðingurinn David Brady hjá Hoover-stofnuninni spáir því að þátttaka demókrata í kosningunum sjálfum í nóvember verði 7% meiri en repúblíkana. Þar skipti konur mestu máli, einkum konur utan flokka.

 

Heimild: Axios

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …