Home / Fréttir / Bandaríkin: Sessions rekinn sem dósmálaráðherra – hvað með Mueller?

Bandaríkin: Sessions rekinn sem dósmálaráðherra – hvað með Mueller?

Jeff Sessions
Jeff Sessions

Donald Trump Bandaríkjaforseti veitti Jeff Sessions dómsmálaráðherra lausn frá embætti miðvikudaginn 7. nóvember daginn eftir þingkosningar í Bandaríkjunum. Sessions varð fyrstur öldungadeildarþingmanna á sínum tíma til að lýsa yfir stuðningi við Trump þegar hann fór í prófkjör.

Donald Trump reiddist Sessions mjög eftir að hann tók við ráðherraembætti og lýsti sig vanhæfan í málum sem varða rannsókn á hugsanlegum Rússatengslum stuðningsmanna forsetans í kosningabaráttunni 2016.

Á Twitter miðvikudaginn 7. nóvember sagði Trump: „Við þökkum Jeff Sessions dómsmálaráðherra fyrir þjónustu hans og óskum honum alls góðs. Matthew Whitaker, liðsstjóri Sessions, verður starfandi dómsmálaráðherra.“

Í lausnarbeiðni sinni sagði Sessions að hún væri gerð að ósk forsetans, Hann hefði gert sitt til að efla vörslu gegn innflytjendum. Undir hans stjórn hefðu verið lögsóttir fleiri ofbeldismenn og byssu-brotamenn en nokkru sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna. Sessions sagði þó mestu skipta að í ráðherratíð hans hefði réttarríkið verið hafið til vegs og virðingar að nýju, það væri sameiginlegt verkefni forsetans og ráðherrans að standa vörð um þá glæsilegu arfleifð.

Chuck Schumer öldungadeildarþingmaður sagði við afsögn Sessions að þingið yrði að gera ráðstafanir til að vernda Robert Mueller, sérstakan saksóknara, sem kannar grun um leynimakk með Rússum í kosningabaráttu Trumps árið 2016. „Það yrði stjórnskipulegt hættuástand væri þetta aðdragandi þess að binda enda rannsókn Muellers eða þrengja svigrúm hans til mikilla muna,“ sagði Schumer.

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …