
Á bandarísku vefsíðunni Axios er úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum þriðjudaginn 6. nóvember lýst á þennan hátt:
Eftir kosningarnar endurspeglar klofningur á þingi sundrung Bandaríkjanna, hann eykst og bendir til þess eitraðs andrúmslofts á komandi árum.
Tveir flokkar sem sækja stuðning til tveggja gjörólíkra hópa og hugsjóna fjarlægjast sífellt hvor annan meira og meira – ágreiningur þeirra magnast örugglega til muna þegar nær dregur 2020.
Stefna demókrata að ná til kvenna, minnihlutahópa og ungra skilaði árangri með nýjum meirihluta í fulltrúadeildinni. Metkjörsókn vinstrisinna var víða í mörgum útborgum.
Stefna repúblíkana að ná til karla, hvítra og dreifbýliskjósenda skilaði árangri með auknum meirihluta í öldungadeildinni. Metkjörsókn íhaldsmanna var í Trump-dreifbýlinu.
Karl Rove, fréttaskýrandi Fox News og fyrrverandi kosningaráðgjafi George W. Bush sagði: „Áttum okkur á þessu … Það er brotalöm í báðum flokkum.“
Hagsmunamiðlari úr flokki repúblíkana sagði í tölvubréfi: „Eitruð staða.“
Í skugga 2016: Bláa bylgjan [demókratar] var ekki eins hrikaleg og einhuga og margar kannanir, spár og umsagnir höfðu boðað Bandaríkjamönnum.
Þetta minnir á að jafnvel eftir allt kvíðauppnámið eftir 2016 skilja svokallaðir sérfræðingar ekki þjóðina enn til fulls.
Könnunarfræðingur repúblíkana, Frank Luntz, sagði í símtali að það væru 2% eða 3% „falin Trump atkvæði“, fólk sem neitaði að svara í skoðanakönnunum. „Þeir telja það aðstoða elítuna við að stjórna sér.“
David Axelroid, fyrrv. kosningastjóri Obama, sagði á CNN: „Ég held að þetta leiði til nýrrar sjálfskönnunar á því hvort og hvernig unnt er að fá rértta niðurstöðu í könnunum … Víða þar sem stórsigur vannst sýndu kannanir mjótt á munum.“
Sniðugur: Trump tapaði fulltrúadeildinni en hann sneri sér að baráttu um öldungadeildina í lok kosningabaráttunnar. Honum finnst hann hafa náð árangri í Indína og að líkindum í Flórída.
Trump mun láta eins og hann hafi sigrað í endurkjöri þótt hann standi frammi fyrir stórhættulegum tveimur árum þegar litið er til þingsins og stöðu hans sjálfs í kosningunum 2020.