Home / Fréttir / B-52 sprengjuvélar í 44 stunda Ástralíuflugi

B-52 sprengjuvélar í 44 stunda Ástralíuflugi

B-52 sprengjuvél
B-52 sprengjuvél

Bandaríski flugherinn hefur skýrt frá því að tveimur B-52 vélum hafi verið flogið án millilendingar fram og til baka til Ástralíu til æfinga þar.

Sprengjuvélarnar tóku á loft frá Barksdale Air Force Base í Louisiana-ríki, flugu til Ástralíu, féllu inn í æfingu ástralska hersins, slepptu venjulegum sprengjum og sneru síðan aftur til Bandaríkjanna.

Vélunum var flogið alls samfellt í 44 tíma.

„Með þessu flugi vildu Bandaríkjamenn sýna eina af mörgum aðferðum sem þeir geta beitt í þágu stöðugleika og friðar á Indlands-, Asíu- og Kyrrahafssvæðinu,“ sagði Cecil D. Haney, flotaforingi og yfirmaður U.S. Strategic Command, langdræga bandaríska heraflans, við UPI-fréttastofuna.

Sprengjuvélar U.S. Strategic Command efna reglulega til slíkra æfinga um heim allan. Í júní voru þrjár B 52 vélar í flugstöð breska flughersins í Fairford á Bretlandi. Þær tóku meðal annars þátt í fjölþjóðlegri flotaæfingu undan strönd Svíþjóðar á Eystrasalti.

 

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …