Home / Fréttir / Atvinnu-talsmaður tilnefndur ESB-sendiherra á Íslandi

Atvinnu-talsmaður tilnefndur ESB-sendiherra á Íslandi

Michael Mann
Michael Mann

Fyrir fáeinum dögum voru kynntar tilnefningar á nýjum sendiherrum Evrópusambandsins um heim allan. Af því tilefni sagði á vefsíðunni Politico sem sérhæfir sig í ESB-fréttum miðvikudaginn 9. maí:

„Bresk stöðuhækkun: Ef til vill vekur það mesta undrun (hjá þeim sem líta á fánann en ekki hæfileikana) að meðal þeirra sem hafa verið tilnefndir er Michael Mann frá Bretlandi. Mann sem er yfirmaður upplýsinga- og miðlunarmála innan utanríkisþjónustu ESB (EEAS) verður sendiherra á Íslandi. Menn minnast hans best fyrir að hafa þraukað í fimm ár sem talsmaður Catherine Ashton [fyrrv. utanríkismálastjóra], og [Federica] Mogherini [núv. utanríkismálastjóri] getur vænst þess að fá erfiðar spurningar frá ESB-þingmönnum vegna tilnefningar hans.“

Michael Mann, var talsmaður Maroš Šefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB og yfirmanns stjórnsýslunála ESB, þegar Catherine Ashton fékk hann til starfa fyrir sig á árinu 2011. Þá hafði áður verið talsmaður Mariann Fischer Boel þegar hún var landbúnaðarstjóri ESB. Enn fyrr (2002-04) var hann talsmaður Neils Kinnocks sem settist í framkvæmdastjórn ESB eftir að hafa verið leiðtogi breska Verkamannaflokksins.

Mann er fyrrverandi blaðamaður á The Financial Times, Reuters, Bloomberg og European Voice.

Hér á landi tekur Mann við sendiherraembættinu af þýska lögfræðingnum Matthias Brinkmann sem hefur verið sendiherra ESB á Íslandi síðan árið 2013.

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …