Home / Fréttir / Átján þúsund reknir fyrir innsetningu Erdogans

Átján þúsund reknir fyrir innsetningu Erdogans

Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands.

Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands, verður settur að nýju í embætti mánudaginn 9. júlí. Í aðdraganda athafnarinnar hafa 18.000 ríkisstarfsmenn verið reknir úr störfum sínum, þeirra á meðal hermenn, lögreglumenn og háskólamenn. Þá hefur sjónvarpsstöð og þremur dagblöðum verið lokað.

Þetta er mesti brottrekstur ríkisstarfsmanna í Tyrklandi frá því að rúmlega 125.000 þeirra var vikið úr störfum og margir fangelsaðir eftir misheppnaða valdaránstilraun í landinu fyrir tveimur árum.

Eftir að reynt var að svipta Erdogan völdum í byltingu setti hann neyðarlög sem hann lofaði að aflétta yrði hann kjörinn forseti að nýju. Fréttaskýrendur segja að hreinsanirnar meðal ríkisstarfsmanna sunnudaginn 8. júlí kunni að verða þær síðustu fyrir afnám laganna.

Stjórnarskrá Tyrklands hefur verið breytt og við innsetninga nú aukast völd Tryklandsforseta á kostnað þings og ríkisstjórnar – embætti forsætisráðherra er úr sögunni. Forsetinn skipar ráðherra og varaforseta og getur hlutast til um lagasetningu.

Erdogan segist ætla að nota aukin völd sín til að bæta efnahag þjóðarinnar og sigrast á kúrdískum uppreisnarmönnum.

 

 

 

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …