Home / Fréttir / Áróðursmeistarar Pútíns ganga fram af sjálfum sér

Áróðursmeistarar Pútíns ganga fram af sjálfum sér

 

Þarna situr sjálfur Pútin í miðjunni.
Þarna situr sjálfur Pútin í miðjunni.

Evrópusambandið heldur úti sérstakri greiningardeild til að athuga upplýsingamiðlun og falsfréttamennsku undir handarjaðri Rússa. Þar birtist vikulega úttekt á umræðum í fjölmiðlum og á netinu.

Fimmtudaginn 13. júlí birti greiningardeild ESB úttekt þar sem segir að fólk geti orðið svo heltekið af því að dreifa upplýsingafölsunum að það sendi frá sér falsað efni sem ef til vill hefur aldrei verið ætlunin að taka alvarlega. Þetta hafi gerst í fyrri viku hjá nokkrum áróðursmönnum Kremlverja þegar þeir heilluðust svo mjög af mynd sem fullyrt var að hefði verið tekin á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg að þeir gleymdu að kanna hvort allt væri sem sýndist.

Í ljós kom að það var ekki allt með felldu.

Hér birtast tvær myndir og er neðri myndin upprunaleg. Sé efri myndin skoðuð sést hvað freistaði áróðursmanna Kremlverja og varð til þess að þeir sendu út á netið myndina með Pútin sem aðalmanninn í miðjunni.

Vladimir Soloviev, rússneskur sjónvarpsþáttastjórnandi, einn kunnasti miðlari upplýsingafalsana í rússnesku sjónvarpi, var meðal þeirra sem dreifði myndinni af Pútin í miðjunni.

ESB-greiningarmennirnir segja að öllum geti vissulega orðið á mistök, á þessari mynd hafi hins vegar verið margt sem hefði átt að kveikja viðvörunarljós: Í barmi Angelu Merkel sé til dæmis borði með þjóðartákni Rússa heilögum Georg. Þetta hefði átt að vekja grunsemdir um að fiktað hefði verið við myndina. Soloviev áttaði sig á þessu og dró færslu sína á Twitter til baka.

ESB-greiningarmennirnir segja að venjulega noti þeir orðið upplýsingavilla þegar fólk dreifir fyrir mistök villandi efni og orðið upplýsingafölsun þegar stunduð er viljandi dreifingu á villandi efni. Þeim finnst hins vegar nú að þá skorti orð til að lýsa tilvikum þegar menn tapa algjörlega skopskyninu í viðleitni sinni til að koma ákveðnum pólitískum boðskap á framfæri.

Þetta er ófalsaða myndin.
Þetta er ófalsaða myndin.

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …