Home / Fréttir / Anonymous- hópar gegn Íslandi og Ríki íslams

Anonymous- hópar gegn Íslandi og Ríki íslams

Anonymous
Gríman af Guy Fawkes – hann gætti púðurtunnu í kjallara breska þinghússins þegar átti að sprengja það í loft upp í nóvember 1606. Nafnlaust bréf til yfirvalda leiddi til handtöku hans og kom í veg fyrir hryðjuverkið hinn 5. nóvember 1606. Bréfið var frá Anonymous og nú gríman af Guy Faweks tákn Anonymous.

Endur Ríki íslams endur

Anonymous er samfélag hakkara sem efna til tölvuárása gegn sérgreindum andstæðingum. Í nóvember hefur hópur innan Anonymous gegn hvalveiðum sótt gegn Íslendingum undir merkjum Anonymous. Lá upplýsingavefur stjórnarráðsins niðri í 13 klst. vegna álags frá Anonymous aðfaranótt 28. nóvember. Anonymous hefur sagt Ríki íslams (RÍ) stríð á hendur.

Hakkarahópurinn hefur heitið því að hundelta félaga í Ríki íslams. Á hópsíðunni 4Chan hafa menn tekið upp þann hátt að nota gúmmíendur í stríðinu við Ríki íslams, Einn notandi 4Chan spurði: „Hvernig væri að vega að ímynd Ríkis íslams með því að afmá andlit á öllum áróðursmyndum þeirra og setja baðendur í stað þeirra?“

Viðbrögðin urðu þau að fjölmargir hafa lagt sig fram um að framkvæma hugmyndina og sýnt mikið hugmyndaflug við það eins og sjá má hér á myndum.

Myndasíðan „búum til ríki andanna“ hefur verið skoðuð meira en 100.000 sinnum á síðunni Imgur.

„Flott, nú er ég hræddur við að fara í bað,“ sagði einn notandi. Annars skrifaði: „Þetta er leiðin til að berjast við Daesh [Ríki íslams]. Niðurlægjum þá.“

Anonymous ákvað að segja RÍ stríð á hendur eftir hryðjuverkaárásina í París hinn 13. nóvember 2015.

Grímuklæddur maður sagði á frönsku á myndbandi sem birt var opinberlega:

„Þið skuluð vita að við munum finna ykkur og ekki sleppa ykkur. Við munum hefja mestu aðgerðina gegn ykkur. Búið ykkur undir magnaðar tölvuárásir. Stríð er hafið. Verið viðbúnir. Franska þjóðin er sterkari en þið og hún mun styrkjast enn frekar eftir þetta illvirki.“

4Chan kom til sögunnar árið 2003 sem myndasíða, það er netvettvangur þar sem notendur gátu nafnlaust skipst á myndum og myndskeiðum, þeir þurftu ekki að skrá sig inn á síðuna með því að stofna þar reikning. 4Chan hefur getið af sér margt sem orðið hefur hluti netmenningarinnar eins og Rickrolling og lolcat meme. Útbreiðsla 4Chan er mikil og sagt er að þar megi finna meira en milljarð efnisþátta.

Anonymous hakkarahópurinn er einnig rakinn til 4Chan. Við notkun 4Chan er bannað setja inn nokkuð efni sem brýtur gegn „heimalögum eða lögum Bandaríkjanna“. Engu að síður hafa nokkrir notendur 4Chan verið handteknir fyrir að hala niður barnaníðsmyndir.

 

(Heimild: The Telegraph.co.uk)

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …