Home / Fréttir / Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum..

Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum..

 

Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum..
Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum..

Andrzej Duda var endurkjörinn forseti Póllands til næstu fimm ára í síðari umferð kosninga sunnudaginn 12. júlí. Hann sigraði andstæðing sinn, Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, naumlega með 51,2% atkvæða.

Kjörsókn var meiri en nokkru sinni síðan frjálsar forsetakosningar hófust í Póllandi eftir fall kommúnistastjórnarinnar þar árið 1989. Alls fóru 68,2% á kjörstað.

Duda naut stuðnings stjórnarflokks Póllands, Flokks laga og réttlætis. Flokkurinn leggur áherslu á þjóðlegar, katólskar hefðir Pólverja og vill skapa þeim sem mest sjálfstæði innan Evrópusambandsins. Innan þess sætir flokkurinn gagnrýni fyrir að færa of mikið vald í hendur stjórnmálamanna og uppstokun á dómstólakerfiu landsins.

Rafal Trzaskowski var frambjóðandi þeirra sem vilja leggja rækt við Evrópusambandsaðild Póllands og telja sig frjálslynda lýðræðissinna andstætt stjórnlyndum leiðtogum Flokks laga og réttlætis.

Þegar Duda fagnaði sigri að kvöldi kjördags lýsti hann sérstakri ánægju með góða kjörsókn hún væri „fögur staðfesting“ á lýðræðislegum, pólskum stjórnarháttum.

Flokkur laga og réttlætis (PiS) hefur fylgt félagslegri stefnu sem auðveldað hefur mörgum Pólverjum að berjast úr fátækt til bjargálna, einkum í dreifbýlí. Flokkurinn situr undir ámæli andstæðinga sinna fyrir að auka á félagslegan ágreining meðal Pólverja með því til dæmis að beina spjótum að minnihlutahópum eins og gyðingum og LGBT-hópum.

Vegna COVID-19-faraldursins giltu strangar öryggisreglur á kjörstöðum. Kjósendur áttu að nota eigin skriffæri við að merkja atkvæðaseðilinn, þeir áttu að bera grímur og gæta varúðarbils.

 

 

Skoða einnig

Sænska þingið samþykkir tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál

Sænska þingið samþykkti tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál þriðjudaginn 18. júní. Víðtækur stuðningur var …