Home / Fréttir / Alþjóðlegir eftirlitsmenn staðfesta niðurstöðu Breta

Alþjóðlegir eftirlitsmenn staðfesta niðurstöðu Breta

_100823387__100338054_2a0b9d47-5cdc-4b2d-b0d0-f4ea92802dab
Sérfræðingar safna eitur-sýnum.

Alþjóðlega eftirlitsstofnunin með efnavopnum (The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons, OPCW)  staðfestir að Bretar hafi komist að réttri niðurstöðu við skilgreiningu á taugaeitrinu sem notað var gegn rússnesku feðginunum Sergei og Juliu Skripal í Salisbury á Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars. Frá þessu var skýrt fimmtudaginn 12. apríl.

Rússar neita allri aðild að árásinni í Salisbury og segir að um „and-rússneska herferð“ sé að ræða.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, sagði eftir að tilkynningin barst frá OPCW: „Það leikur enginn vafi um hvað var notað. Á því er engin önnur skýring hver var þarna að verki – Rússar einir búa yfir getunni, hafa tilefnið og reynsluna.“

Maria Zakharova, frá rússneska utanríkisráðuneytinu, sagði að ásakanirnar væru „ekkert annað en and-rússnesk herferð, í langan tíma hafa menn ekki kynnst neinu svipuðu í heiminum þegar litið er til þess hve langt menn ganga og virða lítið öll prinsipp“.

Hún sakaði bresk yfirvöld um að virða að vettugi „reglur alþjóðalaga, reglur alþjóðlegra samskipta, grunnreglur mannlegs siðferðis“.

Þá minnti hún á að enginn nema Bretar hefðu séð Skripal-feðginin í meira en mánuð. Þegar ráðist var á fyrrv. KGB-manninn Alexander Litvinenko í London árið 2006 hafi þó verið birt mynd af honum eftir eitrunina.

Hópur sérfræðinga frá OPCW kom til Bretlands 19. mars, 15 dögum eftir að Skripal-feðginin fundust á garðbekk í Salisbury og voru flutt á sjúkrahús.

Sérfræðingarnir fengu blóðsýni úr fórnarlömbunum og tóku sýni á stöðum í Salisbury.

 

 

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …