
Franska blaðið Le Figaro birti mánudaginn 13. febrúar viðtal við Alexander Hug, yfirmann eftirlitsstarfs á vegum ÖSE, Öryggissamvinnustofnunar Evrópu, í austurhéraði Úkraínu, Donbass, þar sem aðskilnaðarsinnar berjast með stuðningi Rússa við hermenn stjórnar Úkraínu. Viðtalið birtist hér í lauslegri þýðingu.
LE FIGARO: – Hvað hefur gerst frá 29. janúar milli [bæjanna] Donetsk og Avdijka?
Alexander Hug: – Í lokaviku janúar urðum við vitni að auknu ofbeldi ásamt merkjum um að eitthvað væri í aðsigi: mönnum og tækjum beggja aðila var safnað saman, þar með þungavopnum, bryndrekum, við birtingu var herafli sendur af stað o. s. frv. Þá gerðist það rétt fyrir klukkan 5 að morgni 29. janúar að tilkynningar bárust um að víða hefði verið brotið gegn vopnahlésskilmálum, þetta hélt áfram þar til hámarki var náð 31. janúar með meira en 10.000 brotum á sólarhring. Síðan hefur dregið úr þessu. Á hinn bóginn hefur ekki tekist að uppræta ástæðuna fyrir því að þetta ástand skapaðist.
LE FIGARO: – Hvaða ástæður er að baki því að átök hefjast að nýju í Donbass?
Alexander Hug: – Liðsafnaður hermanna er hvarvetna við víglínuna. Þarna eru þungavopn sem ekki má hafa á þessu svæði. Til dæmis skutu báðir aðilar flaugum með mörgum oddum af gerðinni Grad þótt bannað sé að hafa skotpallana nær línunni en 70 km. Þá hafa stríðandi fylkingarnar nálgast hvor aðra mjög mikið, á milli þeirra eru oft 300 til 400 metrar og stundum ekki nema 10 til 20 metrar. Við vitum ekki hver átti frumkvæðið en báðir aðilar hafa hagað ferðum sínum á svipaðan hátt..
LE FIGARO: – Teljið þér að spennan muni minnka milli hers Úkraínu og aðskilnaðarsinna í vináttu við Rússa?
Alexander Hug: – Staðan breytist ekki á þessum slóðum sama hvað gerist á alþjóðavettvangi. Í samskiptum við aðila skynjum við sama vandann hjá báðum: mikla tortryggni. Hver hreyfing sem ekki er fyrir fram heimil hjá hvorum aðila um sig er túlkuð að versta veg og kann að leiða til átaka. Þá gerist ávallt það sama: fyrst er skotið af Kalatsjnikov-byssum, síðan er kastað handsprengjum, þá er skotið af stórum vélbyssuvögnum, svo sprengjuvörpum og loks hefst allsherjar skothríð. Það er mjög erfitt að stöðva þetta. Mjög erfitt er að sjá hvað kann að gerast, ástandið er mjög óstöðugt, allt getur sprungið á hverri stundu,