Home / Fréttir / Aldrei meiri siglingar um Norðurleiðina en árið 2020

Aldrei meiri siglingar um Norðurleiðina en árið 2020

Rússneskur ísbrjótur aðsoðar skip á Norðurleiðinni.
Rússneskur ísbrjótur aðsoðar skip á Norðurleiðinni.

Kjell Stokvik, forstjóri Center for High North Logistics, í Kirkenes, nyrst í Noregi segir að aldrei hafi siglingar um Norðurleiðina, það er á siglingaleiðinni frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland, verið eins miklar og í ár 2020. Alls var um 62 ferðir skipa eftir leiðinni að ræða.

„Þetta er nýtt met,“ segir Stokvik og bendir á að í 23 tilvikum sé um rússnesk skip að ræða. Þegar rætt er um þessar ferðir er litið til þess að skipið fari bæði yfir austur og vestur mörk siglingaleiðarinnar.

Fyrir utan rússnesku skipin fóru 25 erlend skip leiðina og af þeim voru 11 skip frá kínverska skipafélaginu Cosco.

Í norska sjónvarpinu sagði Stokvik að siglingar milli hafna við Norðurleiðina hafi einnig aukist mikið í ár, fram til 1. september 2020 hafi 2.559 siglingar milli hafna verið skráðar.

Strandsiglingarnar má rekja til þess að skip ná í olíu, gas eða málma.

Stokvik segir að siglingar kínversku skipanna eftir Norðurleiðinni sýni að Kínverjar nýti sér hana til flutninga á markaði í Evrópu. Leiðin fyrir norðan Rússland sé um einum þriðja styttri en um Indlandshaf og Súez-skurð.

Skráningar sýna að eitt skipanna sigldi Norðurleiðina frá Suður-Kóreu til Svíþjóðar og annað frá Víetnam til Noregs.

Svo virðist sem lausafarmur sé einkum fluttur frá Evrópu til Kína t.d. pappírskvoða og áburður. Frá Kína til Evrópu er hins vegar fluttur búnaður í vindorkuturna og til að leggja járnbrautir.

„Vöruflutningar eftir leiðinni hafa tvöfaldast frá 2019 til 2020,“ segir Kjell Stokvik.

Fyrir fáeinum dögum fékk The Centre for High North Logistics í Kirkenes, undir stjórn Stokviks rúmlega 7 milljónir NOK, rúmlega 100 m. ISK, til að rannsaka og þróa flutningaleiðir og mannvirkjagerð á Barentshafssvæðinu, þar á meðal samstarfsverkefni með Rússum austan við norsku landamærin, á Kólaskaga í áttina að Múrmansk.

 

 

Skoða einnig

Rússar við Kharkiv – Úkraínumenn sækja á Krím

Rússar hafa sótt fram á nokkrum stöðum í Úkraínu undanfarna daga en yfirhershöfðingi NATO í …