Home / Fréttir / Afmælisyfirlýsing NATO-utanríkisráðherra

Afmælisyfirlýsing NATO-utanríkisráðherra

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna í Washingtom 4. apríl 2019.
Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna í Washingtom 4. apríl 2019.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna 29 komu saman í höfuðborg Bandaríkjanna fimmtudaginn 4. apríl og fögnuðu 70 ára afmæli NATO með þessari yfirlýsingu:

Fyrir sjötíu árum var ritað undir stofnsáttmála NATO í Washington D. C.. Nú er bandalag okkar öflugast allra í sögunni, það tryggir öryggi tæplega milljarðs manna, öryggi landa okkar og verndar gildi okkar, þar með lýðræði, einstaklingsfrelsi og réttarríkið. Við ítrekum varanleg tengsl milli Evrópu og Norður-Ameríku, stuðning okkar við tilgang og grundvallarsjónarmið sáttmála Sameinuðu þjóðanna og óhagganlega hollustu okkar við 5. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki verði talin árás á þau öll. Við erum staðráðin í að bæta jafnvægið á milli kostnaðarskiptingar og ábyrgðar í þágu ódeilanlegs öryggis okkar. Við erum áfram bundin af öllum þremur þáttunum í Wales-yfirlýsingunni frá 2014 um fjárframlög, þar á meðal um útgjaldarammann 2024, fyrirhugaða getu og útgjöld til verkefna og aðgerða. Við höfum náð umtalsverðum árangri en við getum, verðum og munum gera betur.

NATO er varnarbandalag sem hefur jafnan lagað sig að því að takast á við nýjar ógnir gegn öryggi okkar til að vernda þjóðir okkar. Einhugur innan bandalagsins og tilgangur þess stuðlaði að því að ljúka kalda stríðinu og skapa stöðugleika í Balkanlöndunum. Með aðild nýrra NATO-ríkja skapaðist öryggi fyrir margar milljónir Evrópumanna til viðbótar. Til að svara 9/11 árásunum virkjaði NATO 5. greinina í fyrsta skipti og sýndi Bandaríkjunum samstöðu og stuðning. Við vottum virðingu öllum sem hafa átt hlutdeild í árangri NATO í sjötíu ár. Við heiðrum minningu þeirra sem hafa fórnað lífi sínu til að við njótum öryggis.

Um þessar mundir er staðan á sviði öryggismála ófyrirsjáanleg og örgrandi, það stafar meðal annars af sókndjarfari Rússum og langvarandi hryðjuverkaógn sem birtist í alls konar myndum. Skipan alþjóðamál reist á umsömdum reglum á undir högg að sækja. Skortur á stöðugleika utan landamæra okkar ýtir undir óvenjulega fólksflutninga. Við stöndum frammi fyrir netógnum og fjölþættum ógnum. Skjótar og djúptækar tæknibreytingar krefjast nýrra lausna.

Sem bandalag munum við takast sameiginlega á við þessar ögranir. Frá árinu 2014 höfum við styrkt sameiginlegar varnir okkar og afl, fælingarmátt okkar og skipan herafla, auk úthalds okkar. Við látum ekki haggast og við störfum saman sem bandamenn og með alþjóðlegum samstarfsaðilum gegn hryðjuverkum. Við höfum stofnað til öflugs samstarfs við nágranna okkar og handan þeirra, við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og aðrar stofnanir vegna ógna og áskorana sem við okkur blasa. Við fylgjum fram stefnu bandalagsins sem kennd er við opnar dyr NATO vegna þess að hún styrkir bandalagið og stuðlar að Evru-Atlantshafs-öryggi. Og við erum staðráðin í að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að vernda landsvæði okkar og íbúa. Með stöðugri aðlögun tekst okkur að bregðast við hvers kyns ógn, hvenær sem og hvaðan sem hún kemur. Í krafti gilda okkar, þjóða okkar, einhugar okkar og samstöðu munum við styrkja bandalagið enn frekar.

 

 

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …