Home / Fréttir / Afmá hamar og sigð í Kyív

Afmá hamar og sigð í Kyív

Þarna er þríforkur Úkraínu á sínum stað.
Svona var skjöldurinn með hamri og sigð.

Nýtt tákn er nú á skildi gyðjunnar, Móður ættjarðarinnar, sem gnæfir yfir Kyív, höfuðborg. Í stað merkjanna í skildi Sovétríkjanna, hamars og sigðar, er nú þríforkurinn, merki Úkraínu, á skildinum.

Þríforkur Úkraínu – fálki á leið til jarðar.

Þríforkurinn, tryzub, á rætur allt aftur til þess tíma þegar víkingar voru á ferð um Kænugarð (Kyív). Þar er talið að finna megi arftaka innsiglis Valdimars af Kyív, sem einnig er nefndur heilagur Valdimar mikli, konungborinn prins Kyív Rúss frá 980 til 1015.

Merkið hefur verið skýrt á þann veg að það tákni fálka á leið til jarðar, vængi sitt hvoru megin við höfuð sem snýr niður en straumlínulagar fjaðrir upp.

Styttan er 62 m á hæð en með byggingunni sem myndar stall hennar gnæfir hún 102 m yfir borgina. Formleg afhjúpun nýja skjaldarins verður 24. ágúst á þjóðhátíðardegi Úkraínu.

Sovétstjórnin reisti styttuna með hamar og sigði í skildi hennar árið 1981 til að minnast fórna og sigra í annarri heimsstyrjöldinni. Frá því að Rússar réðust á Úkraínu árið 2014 hafa stjórnvöld þar lagt sig fram um að fjarlægja allt sem minnir á sovéttímann í landinu.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …