Home / Fréttir / Norðmenn nota dróna til eftirlits í norðurhöfum

Norðmenn nota dróna til eftirlits í norðurhöfum

Ný vefsíða um varnar- og öryggismál í Noregi.
Ný vefsíða um varnar- og öryggismál í Noregi.
PC3 Orion-vél
PC3 Orion-vél

Nýlega hóf vefsíðan aldrimer.no göngu sína í Noregi. Tilgangur hennar er að beina athygli að vörnum Noregs en heiti síðunnar vísar til kjörorðsins; „Aldri mer 9. april“ sem vísar til þess að Noregur verði aldrei hernuminn að nýju eins og nasistar gerðu 9. apríl 1940. Kunnur norskur rannsóknarblaðamaður, Kjetil Stormark, er ritstjóri síðunnar.

Á aldrimer.no var nýlega sagt frá áformum norska hersins um að hætta að halda úti sveit P-3C/N Orion, kafbátaleitar- og eftirlistflugvélum frá Andøya-flugstöðinni, úti við hafið, skammt fyrir norðan Lófóten. P-3C Orion-vélarnar á Andøya mynda einu eftirlitsflugsveit Norðmanna. Orrustuþotur geta einnig athafnað sig á flugvellinum en sögu hans má rekja til ákvarðana sem teknar voru árið 1951 þegar bandaríska varnarliðið kom til Íslands og Bandaríkjamenn lögðu áherslu á gerð flugvalla á Grænlandi. Hlutverk sex Orion-flugvéla á Andøya hefur lotið að eftirlitsflugi í þágu hersins og norsku strandgæslunnar.

Í stað Orion-vélanna er ætlunin að komi nýjar Boeing P-8 Poseidon eftirlitsvélar. Einnig eru áform um að nota stóra eftirlitsdróna á hafi úti. Við lokun flotaflugstöðvarinnar á Andøya verður bækistöð nýrra eftirlitsflugvéla og dróna í Evenes sem er aðeins sunnar, nálægt Narvík.

Á aldrimer.no er vitnað í skjöl norska hersins þar sem segir að geta til eftirlits (ISR: Intelligence, surveillance, reconnaissance) muni aukast við breytinguna en ekki verði lögð sama áhersla og áður á kafbátaleit og varnir (ASW: anti-submarine warfare). Minni áherslu á kafbátaleit er talið að megi rekja til þess að innan hersins efist menn um að fé fáist á næstu árum til að kaupa Boeing P-8 Poseidon vélarnar.

Norski herinn hefur fest kaup á háþróuðu drónakerfi, HALE/MALE-kerfi. Hale-dróna má senda í allt að 9.000 m hæð draga þeir 200 km. Male-dróna má senda í allt að 9.100 m hæð og er drægni þeirra ótakmörkuð.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …