Home / Fréttir / Rússar ætla enn að auka loftvarnir á norðurslóðum

Rússar ætla enn að auka loftvarnir á norðurslóðum

Pantsir-S1E-UAE-2S

Rússneskar MiG 31 orrustuþotur verða  á norðurslóðum.
Rússneskar MiG 31 orrustuþotur verða á norðurslóðum.

Loftvarnaher Rússa (Aerospace Defense Forces) leggur hart að sér við að tryggja landamæri landsins á norðurslóðum með því að reisa þar algjörlega sjálfvirkt ratsjárkerfi og fleiri varnarkerfi sagði yfirmaður í flughernum laugardaginn 4.

„Auðvitað ætlum við að auka herafla okkar með ratsjám og flugstjórnakerfum auk þess að hafa þar loftvarna-flugskeyti,“ sagði Sergei Babakov hershöfðingi við rússneska fréttaútvarpið.

Í frétt Sputniknews.com segir að undanfarin ár hafi Rússar lagt sig fram um að auka umsvif sín á norðurslóðum með vinnslu á olíu og gasi og rannsóknum á norðaustur siglingaleiðinni. Segir fréttasíðan að nú sé litið á leiðina sem valkost í stað hefðbundinna siglingaleiða milli Evrópu og Asíu.

Þá segir í fréttinni að rússneski herinn hafi lagt verulega mikið af mörkum vegna þessarar sóknar á norðurslóðir. Skipti miklu að tryggja yfirráð Rússa og vernd hagsmuna þeirra í ljósi vaxandi áhuga NATO-ríkjanna á miklum náttúruauðlindum á svæðinu.

Rússar hafa þegar komið fyrir loftvarna-flaugum og stórskotakerfum á norðurslóðum. Varnarmálaráðuneytið hefur einnig áform um að hafa MiG-31 orrustuþotur á svæðinu til varnar rússneskum skipum á norðaustur-leiðinni.

„Við höfum þegar komið fyrir Pantsir-skotflaugakerfum [á norðurslóðum]. Ætlunin er að hafa MiG-31 á rússneskum flugvöllum á norðurslóðum,“ sagði Kirill Makarov, vara-yfirmaður loftvarnasveita Rússlands, í apríl.

 

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …