Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu um nýstofnað þjóðaröryggisráð í boði Varðbergs í Norræna húsinu þann 9. febrúar síðastliðinn. Hann hóf ræðu sína á því að ræða stöðu alþjóðamála og kvað ýmislegt áhugavert vera að gerast á þeim vettvangi en jafnframt væru óvissutímar framundan. Benti Bjarni á fjóra þætti sem hefðu áhrif á utanríkisstefnu Íslands nú um mundir. Fyrsta atriðið snéri að því að Bandaríkjaher hefði ekki lengur fasta viðveru hér á landi, það næsta snérist um þá ógn sem stafaði af Rússlandi og einnig óttast stjórnvöld um öryggi netkerfa og alþjóðleg hryðjuverk. Þau fylgjast einnig með málefnum norðurslóða en mikilvægi þeirra hefur aukist á undanförnum árum.
Það er því nauðsynlegt fyrir ríkisvaldið að huga vel að þeirri frumskyldu sinni að verja borgara landsins og er þjóðaröryggisstefna Íslands mikilvægur þáttur í því verkefni. Vandað var til verks við gerð stefnunnar og hún nýtur víðtæks stuðnings á Alþingi. Stefnan tekur til hnattrænna, samfélagslegra og hernaðarlegra áhættuþátta og felst í virkri utanríkisstefnu, almannaöryggi og varnarsamstarfi við önnur ríki. Í máli sínu vék Bjarni sérstaklega að mikilvægi aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin fyrir varnir landsins og að hlutverki almannavarna. Hann minntist síðan á þjóðaröryggisráðið sem er ætlað að vera samstarfsvettvangur um öryggismál og framkvæmdaaðili. Hann reiknar með því að ráðið taki fljótlega til starfa.
Bjarni vék síðan að tveimur málum sem hafa verið ofarlega á baugi á undanförnum mánuðum þ.e. BREXIT og kjöri Donald Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna. Hvað varðar BREXIT þá telur hann hluta skýringarinnar á úrslitunum liggja í því að regluverk ESB hafi verið orðið of umfangsmikið. Að mati Bjarna standa bresk stjórnvöld vel að úrsagnarferlinu. Varðandi Trump þá taldi Bjarni að sigur hans megi rekja til þess að hann höfðaði til hins almenna vinnandi manns og spilaði á ótta margra. Bjarni telur að það eigi ekki að hræðast það þó að Trump sé óhefðbundinn stjórnmálamaður og þó að hann sé alls ekki sammála honum í öllum málum þá telur hann of snemmt að hafa verulegar áhyggjur af forsetatíð hans.
Að lokinni ræðu sinni hafði Bjarni tíma til að svara nokkrum spurningum. Þær voru um hryðjuverkaógn á Íslandi, hælisleitendur og starfsemi þjóðaröryggisráðsins. Einnig kom fram gagnrýni á ríkisstjórnina vegna andstöðu hennar við ferðabannstilskipun Bandaríkjaforseta. Í lok fundarins var vikið að fundaröð sem Varðberg stóð fyrir á síðasta ári um öryggismál í Norður Evrópu. Þar kom fram að brottför Varnarliðsins hefði verið mistök enda væri nú ljóst að aukinn viðbúnaður á norðurslóðum væri nauðsynlegur. Því var forsætisráðherra fyrir hönd stjórnvalda hvattur til þess að stuðla að aukinni samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á þessu sviði. Bjarni samsinnti þessu og taldi að þjóðaröryggisráðið gæti komið að þessu verkefni.
Útdráttur á ensku:
The Icelandic Prime Minister (PM) spoke about the recently formed National Security Council at a meeting organized by Varðberg (Association on Western Cooperation and International Affairs) on February 9th. He set the stage for the topic by discussing recent events in international relations. In his view there are many opportunities for Iceland but uncertainty looms ahead. Four factors influence Icelandic foreign policy according to the PM. The first factor is the withdrawal of the US Icelandic Defence Force in 2006. The second factor is recent Russian aggression and international terrorism and cyber threats also have people worried. Lastly the government has to factor in the increasing importance of the High North.
It the therefore important for the government to focus on security issues and a national security policy is a vital component of that strategy. A lot of time and effort went into the creation of this policy and it has broad political support. The policy deals with global and societal threats, national hazards and military security. Its cornerstones are active foreign policy, public safety (the PM stressed the importance of the Department of Civil Protection and Emergency Management) and defense cooperation with other countries. This cooperation rests on Icelandic NATO membership and the bilateral defense treaty with the US. The national security policy stipulates the forming of a national security council (NSC) which will serve as a coordination center and it will also implement national security decisions. According the the PM the NSC will soon be operational.
Next the PM talked about two issues that have received a lot of attention lately, BREXIT and Donald Trump. The PM believes that one of the reasons the UK voted for BREXIT is because the EU has too many rules and regulations. In this view Theresa May is handling the BREXIT case very well. As for Donald Trump his appeal to the common American man got him elected according to the PM. He also used scare tactics effectively. The fact the Trump is an unconventional politician should not be held against him in the PM´s view. He certainly does not agree with everything Trump has done but he thinks that people should wait and see how his presidency turns out.
After he had finished his speech the PM took some questions from the audience about the possibility of a terrorist attack in Iceland, refugees and how the National Security Council will operate. He also faced criticism about the government´s decision to protest the Trump travel ban. The closing of the Keflavik base came up at the end of the meeting. The speaker quoted lecturers who had spoken at the „A New Security Era in Northern Europe„ seminars, which Varðberg organized last fall, who said that this had been a mistake and he wanted the government to try to increase defense cooperation with the US. The PM agreed with this and felt that the National Security Council might be the right venue for this policy.
Hér má sjá fundinn:
http://nordichouse.is/event/thjodaroryggisrad-ny-vidhorf-utanrikismalum/
