Home / Fréttir / Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli á norðurslóðum

Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli á norðurslóðum

Herstöðvar Rússa í norðri.
Herstöðvar Rússa í norðri.

Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli við Norður-Íshaf segir varnarmálaráðuneyti landsins. Á þennan hátt ætlar ríkið að treysta hernaðaröryggi sitt á svæðinu. Spetsstroj, sérbyggingafyrirtæki Rússlands vinnur nú að framkvæmdum við herstöðvar lengst í norðri, lengst í austri og í Síberíu fyrir 20.000 hermenn, fjölskyldur þeirra og borgaralega starfsmenn varnarmálaráðuneytisins.

Talsmaður ráðuneytisins sagði að Rússar hefðu algjörlega í hendi sér að verja heimskautasvæðið gegn „græðgi NATO“. Hann sagði blaðamönnum að meira en 100.000 tonn af efnivið yrðu flutt til fjarlægra hernaðarlegra svæða á árinu 2016. Efnið yrði notað til meira en 150 framkvæmda, þar á meðal við vita, á eyjum og í herstöðvum. Auk þess fengju norðlæg hernaðarleg svæði tæplega 200.000 tonn af byggingarefni og tæknibúnaði

Rússar eru að leggja og endurgera Severomorsk-1 flugvöll á Alexandra Land í Franz Josef Land eyjaklasanum, Rogatsjevo á Arkhangelsk svæðinu, Tiksi í Jakutíu, og Temp flugvelli á Kotelnij-eyju.

Þá er einnig hafin hönnunar- og rannsóknarvinna vegna endurgerðar Severomorsk-3 flugvallar á Murmansk svæðinu, Naryan-Mar flugvallar  í Nenets sjálfstjórnarhéraðinu, Vorkuta flugvallar í Komi-lýðveldinu, Alykel flugvallar í Krasnoyarsk héraði og Anadyr flugvallar í Sjukotka.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt ríka áherslu á að styrkja hernaðarlega stöðu Rússa á norðurslóðum. Herstjórn undir heitinu Norðrið var komið á fót á árinu 2014 til að hafa yfirstjórn með verkefnum varnarmálaráðuneytisins á norðurslóðum.

Fjórir heimskautsflugvellir Rússa hafa þegar verið teknir í notkun. Fyrir utan gerð nýrra flugvalla hafa Rússar hafist handa við að endurgera fjölda mannvirkja sem voru yfirgefin á 10. áratugnum eftir hrun Sovétríkjanna.

Unnið verður áfram að endurbótum á varnarkerfum Rússa á norðurslóðum á næsta áratug.

Heimild: sputniknews.com

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …