Home / Fréttir / Engin hraðferð Úkraínu í NATO segir Biden

Engin hraðferð Úkraínu í NATO segir Biden

Jens Stoltenberg og Joe Biden á fundi í Hvíta húsinu 13. júní 2023.

Bandaríkjastjórn ætlar ekki að grípa til sérstakra aðgerða til að Úkraína verði aðildarríki NATO sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti laugardaginn 17. júní, innrás Rússa í landið breytti engu í því efni.

„Þeir verða að sætta sig við sömu kröfur og aðeins. Við ætlum þess vegna ekki að auðvelda þeim inngöngu,“ sagði forsetinn við blaðamenn.

Boðað er til ríkisoddvitafundar NATO-landanna í Vilníus, höfuðborg Litháens í næsta mánuði. Þá er einnig ætlunin að halda fyrsta fund í NATO-Úkraínu-ráðinu með Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sem hitti Biden í Washington þriðjudaginn 13. júní sagði í vikunni að ætlunin væri að efla pólitísk tengsl við Úkraínu á fundinum í Vilníus án þess að umræður um skyndiaðild Úkraínu að NATO væru á döfinni.

Eftir að Biden og Stoltenberg hittust í Washington hefur tónninn í umræðum í Danmörku um Mette Frederiksen forsætisráðherra sem NATO-framkvæmdastjóra breyst enda hafi Biden óskað eftir því við Stoltenberg að hann sitji áfram sem framkvæmdastjóri í stað þess að hætta 1. október 2023.

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …