Home / Fréttir (page 9)

Fréttir

NATO býr í haginn fyrir Úkraínu

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna koma saman í Brussel miðvikudaginn 3. apríl. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði fyrir fundinn að NATO hefði verið stofnað fyrir 75 árum „um eitt, hátíðlegt loforð: árás á eina bandalagsþjóð er árás á þær allar“. Stoltenberg fagnaði því að bandalagsríkin legðu sig fram um að láta Úkraínumönnum í …

Lesa meira

Ráðist með drónum á iðnaðarvirki langt inni í Rússlandi

Drónaárás var gerð þriðjudaginn 2. apríl á iðnaðarmannvirki, þar á meðal drónasmiðju, í Tatarstan-héraði í Rússlandi. Talið er að aldrei fyrr hafi slík árás verið gerð eins langt inni í Rússlandi – rúmlega 1.200 km frá landamærum Úkraínu. „Í morgun urðu iðnaðarmannvirki lýðveldisins í Jelabuga og Nizhnekamsk fyrir drónaárás. Tjónið …

Lesa meira

Stórtjón Rússa með „fjöldaeyðingu“ skriðdreka og brynvagna

Einni mestu vélaherdeildarárás sem Rússar hafa gert í Úkraínustríðinu lauk með „fjöldaeyðingu“ á vígdrekunum. Rússneskar hersveitir sóttu laugardaginn 30. mars fram í Donetsk-héraði í austurhluta Úkraínu og stefndu til „umtalsverðrar“ árásar skammt frá þorpinu Tonenke. David Axe, stríðsfréttaritari bandaríska tímaritsins Forbes og bandaríska hugveitan Institute for the Study of (ISW) …

Lesa meira

Tyrkland: Erdogan tapar illa í sveitarstjórnarkosningum

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Tyrklandi vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum sunnudaginn 31. mars og stjórnar tveimur lykilborgum landsins, Istanbúl og Ankara. Litið er á úrslitin sem þungt högg á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta sem ætlaði sér að endurheimta völdin í borgunum. Hann stjórnaði sjálfur kosningabaráttu flokks síns í Istanbúl. Erdogan ólst þar …

Lesa meira

Lukasjenko segist hafa stöðvað illvirkjana í Moskvu á landamærum Belarús

Aleksandr Lukasjenko, forseti Belarús, er meðal nánustu bandamanna Vladimirs Pútins Rússlandsforseta. Þriðjudaginn 26. mars fullyrti Lukasjenko ýmislegt sem stangaðist á við það sem Pútin hafði sagt um ferðir þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverkið í Crocus City Hall í Moskvu föstudaginn 22. mars. Forseti Belarús ræddi við belarúsíska blaðamenn og …

Lesa meira

Pútin viðurkennir aðild íslamskra öfgamanna að hryðjuverkinu

Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði að kvöldi mánudagsins 25. mars að íslamskir öfgamenn hefðu framið hryðjuverkið í tónleikasal í Moskvu að kvöldi föstudagsins 22. mars. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútin talar um hryðjuverk íslamista í tengslum við ódæðisverkið. Hann hefur á hinn bóginn reynt að tengja það Úkraínumönnum og …

Lesa meira

Rússnesk orrustuþota í veg fyrir bandarískar spengjuþotur yfir Barentshafi

Tvær bandarískar B-1B langdrægar sprengjuþotur flugu ásamt eldsneytisvél yfir Noreg og í alþjóðlegri lofthelgi yfir Noregs- og Barentshöfum í áttina að rússneska Kólaskaganum sunnudaginn 24. mars. Síðdegis þennan sunnudag var MiG-31 orrustuþota send á loft frá flugherstöð á Murmannsk-svæðinu til móts við vélarnar en þær sneru frá rússneskri lofthelgi að …

Lesa meira

Engir kærleikar á milli Rússa og ISIS-hryðjuverkasamtakanna

Tilraunir Vladimirs Pútins Rússlandsforseta til að skella skuldinni á Úkraínumenn vegna hryðjuverkaárásarinnar á tónleikagesti í Moskvu að kvöldi föstudagsins 22. mars þykja ekki trúverðugar hjá þeim sem fylgst hafa með framgöngu Rússa í Sýrlandi, Afganistan og Tjestjeníu þar sem þeir hafa beitt sér af hörku gegn íslamistum. Í The New …

Lesa meira

Ríki íslam fremur blóðugt hryðjuverk í Moskvu

  Fjórir grímuklæddir vopnaðir menn ruddust inn í eitt stærsta samkomuhús Rússlands, Crocus-borgarhöllina í mektarhverfi utan við miðborg Moskvu, um klukkan 19.30 að staðartíma föstudaginn 22. mars í þann mund sem fólk var að taka sér sæti í 6.200 manna salnum fyrir tónleika hljómsveitarinnar Piknik sem flytur tónlist í anda …

Lesa meira

Yfirforingjaskipti í rússneska Norðurflotanum

  Nýr yfirmaður hefur verið settur yfir rússneska Norðurflotann, Konstantin Kabantsov flotaforingi. Hann kemur í staðinn fyrir Alexander Moisejev flotaforingja sem hefur verið settur yfirmaður alls rússneska sjóhersins. Þá hafa fjórir nýir kafbátar einnig bæst við Norðurflotann og enn einn er á leiðinni. Nikolaj Jevmenov flotaforingi sem stjórnaði rússneska sjóhernum …

Lesa meira