Home / Fréttir (page 8)

Fréttir

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels í Jerúsalem að Ísraelsstjórn ætlaði að svara skotflauga- og drónaárásum Írana. Breski utanríkisráðherrann sagði að Ísraelar byggju sig undir aðgerðir. Vonandi gerðu þeir það á þann hátt sem leiddi til sem minnstrar stigmögnunar. Annalena Baerbock, …

Lesa meira

NATO verður að móta norðurslóðastefnu til að svara umsvifum Rússa frá Kólaskaga

Liselotte Odgaard er Senior Fellow, Hudson Institute, Washington, D.C. Greinin sem hér er sagt frá birtist á dönsku vefsíðunni Altinget.dk 15. apríl 2024. Frá janúar til maí efnir NATO til æfingarinnar Steadfast Defender 2024. Æfingin er sú stærsta undir merkjum bandalagsins síðan í kalda stríðinu. Meira en 90.000 hermenn sýna …

Lesa meira

Íranir ráðast á Ísraela sem hugsa sitt ráð

Íranir gerðu loftárásir á Ísrael aðfaranótt sunnudagsins 14. apríl með drónum, stýriflaugum og skotflaugum (e. ballistic missiles). Herstjórn Ísraels sagði sunnudaginn að tekist hefði að „eyða“ 99% af um 300 sendingum frá Íran. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Jórdanir lögðu Ísraelum lið auk þess sem fréttir eru um aðstoð frá Sádí-Arabíu. …

Lesa meira

Norðmenn opna geim- og gervitunglastöð á Andøya með Bandaríkjamönnum

Norsk og bandarísk stjórnvöld ætla að reisa gervihnattastöð í flugherstöðinni á Andøya undan norðurströnd Noregs. Norski varnarmálaráðherrann, Bjørn Arild Gram, segir að með stöðinni styrkist varnir Noregs og NATO-svæðisins alls. Þetta er fyrsta stöðin sinnar gerðar sem reist er utan Bandaríkjanna segir norska varnarmálaráðuneytið. Henni er ætlað að stytta viðvörunartíma …

Lesa meira

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á Svartahafi. Þar er um að ræða litla eftirlitsbáta og allt að 186 m löng flugskeytabeitiskip. Nú sækir herinn að sögn gegn rússneskum herskipum á Eystrasalti. Á Svartahafi hefur verið herjað á rússnesk herskip frá sjó …

Lesa meira

Vanræksla í loftslagsmálum er brot á mannréttindum

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) í Strassborg kvað þriðjudaginn 9. apríl upp sögulegan dóm sem gefur fordæmi um úrlausn dómstóla um loftslagsmál. Eldrikvennahreyfing í Sviss, KlimaSeniorinnen, sem berst fyrir umbótum í loftslagsmálum vann dómsmál gegn svissneska ríkinu. Hreyfingin hafði tapað málinu fyrir dómstólum á heimavelli. Konurnar, flestar á áttræðisaldri, kærðu ríkið fyrir …

Lesa meira

Svissneskir sauðfjárbændur berjast við úlfa og friðunarsinna

  Svissneskir sauðfjárbændur frá Saint-Barthelemy-héraði lögðu laugardaginn 6. apríl hræ af 12 sauðkindum sem úlfar höfðu drepið fyrir framan Chateau Saint-Mair, þinghús svissnesku kantónunnar Vaud í Lausanne. Kantónan á landamæri að Frakklandi. „Þessar kindur voru drepnar í gærkvöldi,“ sagði Eric Herb, félagi í svissneskum samtökum sem krefjast þess að reglur …

Lesa meira

Norski herinn verður stórefldur í Finnmörku vegna ógnar frá Rússum

Í 12 ára langtímaáætlun til að styrkja norska heraflann sem kynnt var föstudaginn 5. apríl er gert ráð fyrir að í norska landhernum verði þrjú stórfylki í stað þess að nú sé þar aðeins eitt, Brigade Nord, með um 4.500 menn. Nú er ætlunin að til sögunnar komi Finnmerkur stórfylki, …

Lesa meira

Norskar varnir verða stórefldar á næstu árum með 600 milljörðum NOK

Norska ríkisstjórnin kynnti föstudaginn 5. apríl 12 ára langtímaáætlun í varnarmálum þar sem gert er ráð fyrir að útgjöld til þeirra aukist um 600 milljarða norskra króna (NOK). Í sjóhernum fjölgi freigátum um fimm, loftvarnir tvöfaldist og þrjú stórfylki bætist við landherinn. Höfuðatriði áætlunarinnar eru: Núverandi varnir verða styrktar: Tekið …

Lesa meira

Andøya heimavöllur langdrægra norskra dróna

Norska ríkið ætlar að kaupa stóra dróna sem eiga að auðvelda eftirlit og gæslu á Barentshafi. Heimavöllur drónanna verður á Andøya um 300 km fyrir norðan heimskautsbaug. „Langdrægir drónar eru hluti af nýjum tækjabúnaði herafla okkar. Þeir munu tryggja stöðugt eftirlit okkar og mat á ástandi á svæðinu,“ segir Bjørn …

Lesa meira