Home / Fréttir (page 70)

Fréttir

Kröfum Rússa um nýja skipan öryggismála hafnað

Vara-utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í tæpar átta klukkustundir mánudaginn 10. janúar í Genf. Fjölmiðlaáhugi á viðræðunum snerist um hvort þar hefði tekist að lægja öldur í kringum Úkraínu og minnka hættu á að Rússar beittu þar herafli til að ná fram vilja sínum. Undanfarið hafa um 100.000 rússneskir …

Lesa meira

Óbrúanlegt bil í Genfarviðræðum

Fulltrúar stjórna Bandaríkjanna og Rússlands hófu viðræður í Genf að kvöldi sunnudags 9. janúar. Tilgangurinn er að minnka spennuna vegna mikils liðsafnaðar rússenska hersins við landamæri Úkraínu. Ólíklegt er að samkomulag takist og sagði Niall Ferguson sagnfræðingur við CNN sunnudaginn 9. janúar að viðræðurnar minntu á sviðsetningu sem væri aðdragandi …

Lesa meira

Svíar andmæla hugmyndum Rússa um nýskipan öryggismála

Varnarstefna Svía yrði gjörsamlega gagnslaus ef samþykkt yrði innan NATO að stækka ekki frekar og ef seglin yrðu dregin saman af hálfu bandalagsins í Evrópu að kröfu Rússa segir yfirmaður sænska hersins. Vegna krafna Rússa gagnvart Bandaríkjastjórn og NATO hafa Svíar lýst áhyggjum sínum meðal annars í samtali sem Magdalena …

Lesa meira

Kasakhastan-krísan kemur Pútin mjög illa

Pútin Rússlandsforseti hefur allt í einu fengið fleiri verkefni. Kasakhstan-krísan minnir á hve veikburða öll fyrrverandi Sovétlýðveldin fyrir sunnan Rússland eru. Í leiðara danska blaðsins Jyllands-Posten segir laugardaginn 8. janúar 2022: Aldrei á að veðja á óbreytt ástand í stjórnmálum, alls ekki í alþjóðastjórnmálum. Einmitt þegar Vladimir Pútin hélt að …

Lesa meira

Gjörbreytt hernaðarstaða gegn Vestrinu

Í stríði eru öll brögð leyfileg. Þannig hefur það ætíð verið: frá trójuhestinum fyrir utan Tróju og til þess að bandamenn reyndu að blekkja Hitler og leyna hvar gengið yrði á land í Normandie. Með þessum orðum hefst grein í Jyllands Posten á nýársdag eftir Jørn Mikkelsen sem skrifar um …

Lesa meira

Línur skýrast en engin lausn í símtali Bidens og Pútins

Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði í símtali við Joe Biden Bandaríkjaforseta að kvöldi fimmtudags 30. desember að það leiddi til algjörs rofs í samskiptum Rússa við Bandaríkjamenn ef gripið yrði til nýrra refsiaðgerða vegna spennu í Úkraínu. Hertar refsiaðgerðir væru „hrikaleg mistök“. Pútin bað um símtalið við Biden sem stóð í …

Lesa meira

Sextíu ára afmæli forvera Varðbergs

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Varðberg – Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál sem stofnað var árið 2010 er sett saman úr tveimur félögum. Annars vegar var um að ræða Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og hins vegar Varðberg – félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu.  Megintilgangur beggja félaganna var að stuðla að …

Lesa meira

Biden ætlar að bjóða Pútin „diplómatíska leið“ frá Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútin Rússlandsforseti ræða saman á fjarfundi fimmtudaginn 30. desember. Er þetta annar fjarfundur þeirra á innan við mánuði og er til hans efnt til að leggja línur fyrir fund embættismanna ríkjanna í Genf 10. janúar 2022 sem miðar að því að minnka hættuástandið við landamæri …

Lesa meira

Moskva: Lokun minningar- og mannréttindasamtaka

Hæstiréttur í Moskvu gaf þriðjudaginn 28. desember fyrirmæli um að loka skyldi skrifstofu frjálsu samtakanna Memorial International. Voru samtökin talin brjóta lög með því að stimpla ekki á bækur sínar orðin „erlendur umboðsmaður“ (e. foreign agent) þótt þau fengju styrki frá Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi. Daginn eftir miðvikudaginn 29. …

Lesa meira

Georgia: Ásakanir um brot á mannréttindum

Stjórnarflokkur Georgíu, Draumur Georgiu, stefnir að því að í þessari viku að brjóta upp sjálfstæða ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta stafrænnar persónuverndar og sporna gegn misbeitingu opinbers valds. Flokkurinn situr undir þungri gagnrýni vegna þessa og er uppbrot stofnunarinnar sögð gerð i flokkslegri þágu. Stjórnarandstaðan í Georgíu, almenn …

Lesa meira