Home / Fréttir (page 50)

Fréttir

Amnesty International segir enga réttlætingu á afbrotum Rússa í Úkraínu

Amnesty International sætti áfram þungri gagnrýni mánudaginn 8. ágúst fyrir skýrslu sína um Úkraínu þar sem stjórnvöld í Kyív eru sökuð um að stofna lífi almennra borgara i hættu. Embættismenn Kyív-stjórnarinnar og vestrænir diplómatar telja að skýrslan geti orðið til þess að rússnesk stjórnvöld finni þar réttlætingu fyrir auknum þunga …

Lesa meira

Kornútflutningurinn um Svartahaf eykst

Fjögur kornflutningaskip yfirgáfu Úkraínu sunnudaginn 7. ágúst með tæplega 170.000 tonn af korni. Föstudaginn 5. ágúst fóru þaðan þrjú skip með um 80.000 tonn af korni. Fyrsta kornskipið, Razoni, hóf för síðan þaðan til Líbanons mánudaginn 1. ágúst. Þess er vænst að Razoni komi til hafnar í Líbanon sunnudaginn 7. …

Lesa meira

Amnesty sætir skömm Úkraínumanna

Oksana Pokalstjuk, stjórnandi Amnesty International í Úkraínu, sagði af sér eftir að samtökin birtu skýrslu þar sem her Úkraínu var sakaður um að stofna lífi almennra borgara vísvitandi í hættu. Stjórnvöld í Kyív brugðust ókvæða við skýrslunni þar sem þau eru sökuð að halda úti herstöðvum og vopnabúrum í íbúðahverfum …

Lesa meira

Deilt um sovéskt stríðsminnismerki í Eistlandi

Eistnesk stjórnvöld munu brátt sjá til þess að öll minnismerki í Eistlandi um stjórnartíð Sovétmanna verði fjarlægð, segir Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Hún segir að enn megi sjá frá 200 til 400 minnnismerki frá Sovéttímanum í landinu. „Nú hefur þetta verið ákveðið. Öll sovésk minnismerki verða fjarlægð af opinberum svæðum …

Lesa meira

Scholz afhjúpar blekkingu Pútins vegna gastúrbínu

Í liðinni viku ákváðu stjórnendur rússneska orkurfyrirtækisins Gazprom að minnka gasflæðið um Nord Stream 1 leiðsluna til Þýskalands niður í 20% af flutningsgetu leiðslunnar. Báru þeir fyrir sig að ekki væri unnt að flytja meira magn vegna bilunar á túrbínu en viðgerð og afhending hefði tafist. Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti …

Lesa meira

Pelosi-heimsókn til Tævan lokið – mikil reiði í Peking og vopnaglamur

Tsai Ing-wen, forseti Tævans, sagði miðvikudaginn 3. ágúst að þjóð sín mundi „ekki láta undan“ hernaðarhótunum stjórnvalda í Peking eftir að þau tilkynntu upphaf meiriháttar heræfinga umhverfis eyríkið vegna heimsóknar Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þangað. Síðdegis miðvikudaginn 3. ágúst að staðartíma hélt Pelosi frá Tævan til Suður-Kóreu, Nancy Pelosi …

Lesa meira

Bandaríkjamenn drepa al-Kaída foringja með dróna í Kabúl

Bandaríkjamenn drápu al-Kaída foringjann Ayman al-Zawahiri með „nákvæmu“ skoti úr dróna í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistans. Í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar að kvöldi 1. ágúst sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að með falli al-Zawahiris hefði hryðjuverkasamtökunum al-Kaída verið veitt þyngsta höggið frá því að stofnandi þeirra Osama bin Landen var drepinn …

Lesa meira

Rússneskur umbótasinni á gjörgæslu með sjaldgæf einkenni

Brottflutti Rússinn Anatolij Tsjubais (67 ára), umbótasinni eftir fall Sovétríkjanna, náinn samstarfsmaður Boris Jeltsíns Rússlandforseta á tíunda áratugnum og stjórnandi einkavæðinga í Rússlandi er nú í gjörgæslu á sjúkrahúsi í Evrópu með sjaldgæfan ónæmissjúkdóm. Hann hvarf á brott frá Rússlandi eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu í febrúar …

Lesa meira

Fyrsta kornskipið heldur úr höfn frá Odessa

Úkraínumenn, Rússar og fulltrúar ESB fagna því mánudaginn 1. ágúst að fyrsta skipið með korn frá Úkraínu lagði þann daginn úr höfn frá Odessa. Er það í fyrsta skipti síðan innrás Rússa hófst 24. febrúar sem korn er flutt sjóleiðis um Svartahaf frá höfn í Úkraínu. Um borð í skipinu …

Lesa meira

Pútin: Rússneska flotanum verður beitt gegn Bandaríkjunum og NATO á heimshöfunum

Í nýrri stefnu fyrir rússneska flotann lýsir Vladimir Pútin Rússlandsforseti „áformum“ Bandaríkjanna um „að ná ráðum yfir heimshöfunum“ og stækkun NATO sem helstu ógnunum sem steðji að Rússlandi. Pútin staðfesti stefnuna með undirskrift sinni á degi rússneska flotans sem haldinn var hátíðlegur í St. Pétursborg sunnudaginn 31. júlí. Stefnuskjalið er …

Lesa meira