Home / Fréttir (page 5)

Fréttir

Engar fréttir af 510 manna áhöfn beitiskipsins Moskvu

Talið er að hundruð sjómanna hafi drukknað eða farist af völdum sprenginga og elds um borð í flaggskipi rússneska Svartahafsflotans, beitiskipinu Moskvu, þegar úkraínskar skotflaugar grönduðu því fimmtudaginn 14. apríl. Fréttir herma að aðeins nokkrir tugir manna úr 510 manna áhöfninni hafi bjargast. Tæpur sólarhringur leið frá árás á skipið …

Lesa meira

Finnar, Svíar, norræn varnarsamvinna og NATO í ljósi Úkraínustríðsins

Breska hugveitan RUSI birtir reglulega greinar um öryggis- og varnarmál á vefsíðu sinni. Miðvikudaginn 13. apríl birtist þar grein eftir tvo Norðmenn sem starfa við Norsku utanríkismálastofnunina (NUPI), Per Erik Solli og Øystein Solvang. Þeir fjalla um aðild Finna og Svía að NATO með sérstakri skírskotun til áhrifa hennar á …

Lesa meira

Úkraínuher grandar djásni rússneska Svartahafsflotans

Rússar skýrðu frá því að kvöldi fimmtudags 14. apríl (kl. 20.22 að ísl. tíma) að beitiskipið Moskva, flaggskip rússneska Svartahafsflotans, búið stýriflaugum, hefði sokkið aftan við dráttarbát dró beitiskipið í vondu veðri á leið til hafnar. Fyrr þennan sama dag sögðu Úkraínumenn að þeir hefðu gert eldflaugaárás á skipið. Rússar …

Lesa meira

Pútin vill aukna framleiðslu og framkvæmdir á norðurslóðum

Vladimir Pútin Rússlandsforseti flutti miðvikudaginn 13. apríl ræðu á fjarfundi með fulltrúum rússneskra stofnana og fyrirtækja sem vinna að því að nýta auðlindir og siglingaleiðir á norðurslóðum. Meginboðskapur hans var að vestrænar refsiaðgerðir mættu ekki verða til að fresta norðurslóða framkvæmdum. „Við höfum alla burði og öll tækifæri til að …

Lesa meira

Meirihluti fyrir NATO-aðild á sænska þinginu – forsætisráðherrann sögð hlynnt aðild

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur gert upp hug sinn og vill að Svíar sæki um aðild að NATO. Ríkisstjórn hennar er sögð ætla að leggja fram aðildarumsókn til afgreiðslu á ríkisoddvitafundi NATO í Madrid í lok júní 2022. Dálkahöfundur Svenska Dagbladet fullyrðir þetta í grein miðvikudaginn 13. apríl. Þann dag …

Lesa meira

Æfa í Norður-Noregi eftir Norður-Víking á Íslandi

Bandarísk landgönguliðssveit skipuð 800 mönnum úr viðbragðsliði bandarískra landgönguliða (e. U.S. Marine Expeditionary Unit) eru nú í Tromsø í Norður-Noregi. Landgönguliðarnir eru að hefja æfingar með norskum hersveitum. Af því hve NATO hefur efnt til margra æfinga á norðurslóðum undanfarið má ráða hve Norður-Atlantshafið, Ísland og Norður-Noregur skipta miklu þegar …

Lesa meira

Frakkland: Hart verður barist milli Le Pen og Macrons

Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að aldrei fyrr hafi líkur á því að þjóðernissinni frá hægri verði kjörinn forseti Frakklands eins og nú. Emmanuel Macron forseti fékk þann andstæðing í seinni umferð forsetakosninganna sem hann vildi, Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðhreyfingarinnar. Andstaða til hægri og vinstri auðveldar Macron að safna liði …

Lesa meira

Langur skuggi Merkel-áranna hvílir yfir samskiptunum við Úkraínumenn

Volodymyr Zelemskíj Úkraínuforseti sagði nýlega í einu af mörgum sjónvarpsávörpum sínum: „Ég vil gjarnan bjóða Angelu Merkel í heimsókn til Butja (Bucha) svo að hún sjái með eigin augum það sem hefur gerst.“ Butja, í útjaðri Kýív, og örlög íbúana þar hafa orðið að helsta tákni þess barbarisma sem einkennir …

Lesa meira

Sprengdi borgir í Sýrlandi – nú nýr herstjóri Rússa í Úkraínu

Rússneskur hershöfðingi, Alexander Dvornikov, sem er frægur fyrir að hafa jafnað borgir og bæi í Sýrlandi við jörðu hefur verið skipaður yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu. Hann er grunaður um að hafa hafið feril sinn þar með fyrirmælum um árás á járnbrautarstöð föstudaginn 8. apríl þar sem um 50 almennir …

Lesa meira

Mögnuð fordæming á fjöldamorðum Rússa í útjaðri Kyív

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði við bandarísku CBS-sjónvarpsstöðina sunnudaginn 3. apríl að Rússar efndu nú til „þjóðarmorðs“ með stríðinu í Úkraínu og ætluðu sér að „eyðileggja og útrýma“ fólki af meira en 100 þjóðernum sem byggi í Úkraínu. Myndir sýna fjöldagrafir og lík á götum úti í bæjum í útjaðri Kyív, …

Lesa meira