Skoðun Berlingske er: Eftir Úkraínu munu Rússar líta til norðurslóða. Það krefst tafarlausra vestrænna viðbragða. Tilgangurinn er greinilega að Rússar geti leikið einleik á norðurslóðum sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir friðinn sem ríkt hefur í ísköldu norðrinu. Við Dönum og öðrum norrænum þjóðum blasa þess vegna stórverkefni. — Hafi einhver …
Lesa meiraDanska ríkisstjórnin vill virkja Færeyinga og Grænlendinga til vitundar og samstarfs í öryggismálum norðurslóða
Andreas Krog, ritstjóri utanríkis- og varnarmála á dönsku vefsíðunni altinget.dk, ræddi á dögunum við Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, um stöðuna í öryggismálum með sérstakri skírskotun til Færeyja og Grænlands. Samtalið birtist á vefsíðunni 6. apríl 2023. Í upphafi er þess getið að danski íhaldsmaðurinn og utanríkisráðherrann Per Stig Møller …
Lesa meiraLula segir Pútin geti ekki fengið allt – kannski Krímskaga
Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, lagði til fimmtudaginn 6. apríl að Úkraínustjórn léti af kröfum um að endurheimta Krímskaga af Rússum og þannig yrði stríðinu í Úkraínu lokið. Rússar gætu ekki vænst þess að „fá allt“. Lula sagði á fundi með blaðamönnum í borginni Brasilíu að Vladimir Pútin …
Lesa meiraLeggja hart að Xi að koma vitinu fyrir Púrtin
Ursula von der Leyen ítrekaði fimmtudaginn 6. apríl eftir fund með Xi Jinping Kínaforseta í Peking að það mundi valda „umtalsverðu tjóni“ í samskiptum Kína og ESB ef Kínverjar létu Rússum og té hergögn. „Ég vil taka af öll tvímæli um þetta, að vopna árásaraðila er ótvírætt brot á alþjóðalögum. …
Lesa meiraStoltenberg harðorður um Kínverja
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, veittist miðvikudaginn 5. apríl að Kínverjum og sakaði stjórnvöld þeirra um að leggja Rússum lið við útbreiðslu á útlistun þeirra á stríðinu í Úkraínu, fyrir að reyna að létta undir með þeim vegna efnahagsþvingananna og fyrir að reyna að grafa undan því að lög og réttur …
Lesa meiraBloggari sprengdur – Kremlverjar í vanda með sökudólginn
Sunnudaginn 2. apríl skömmu eftir klukkan 18.00 að staðartíma var rússneski herbloggarinn Vladlen Tatarskij sprengdur í loft upp í kaffihúsi í miðborg St. Pétursborgar. Hann flutti þar erindi yfir um 100 áheyrendum á opnum fundi um stríðið í Úkraínu. Á eftirlitsmyndavél sést þegar Daria Trepova (26 ára) gengur að kaffihúsinu með pappakassa í fanginu. Þegar inn var …
Lesa meiraStjórnarskipti í Finnlandi – borgaralegur meirihluti
Petteri Orpo, formaður mið-hægri Samlingspartiet í Finnlandi, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, lýsti flokk sinn sigurvegara þingkosninganna í landinu að kvöldi sunnudagsins 2. apríl. Samlingspartiet fær 20,8% atkvæða og 48 þingmenn og fjölgar þeim um 10 frá kosningunum 2019. Þjóðernissinnaði Finnaflokkurinn fær 20% atkvæða 46 þingmenn, sjö þingmönnum fleiri en 2019. Jafnaðarmannaflokkurinn, SDP, …
Lesa meiraVon der Leyen herðir tóninn í garð Kínverja
Kínverska alþýðulýðveldið nýtir sér veika stöðu Vladimirs Pútins Rússlandsforseta til að ná sem mestum stjórnmálalegum og landfræðilegum ítökum í Rússlandi og snúa þannig við valdahlutföllum í samskiptum þessara gamalgrónu bandamanna, sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í tímamóta ræðu fimmtudaginn 30. mars á ráðstefnu sem tvær hugveitur, Mercator …
Lesa meiraBandarískur blaðamaður fangelsaður af FSB
Rússneska öryggislögreglan (FSB) tilkynnti fimmtudaginn 30. mars að hún hefði handtekið bandarískan ríkisborgara og fréttamann The Wall Street Journal, Evan Gershkovich, fyrir grun um njósnir fyrir Bandaríkjastjórn. Hann var handtekinn í Jekaterinburg. Þetta er í fyrsta sinn sem rússnesk yfirvöld beita vestrænan blaðamann slíku ofríki frá því að Sovétríkin hurfu …
Lesa meiraFinnland samþykkt sem 31. NATO-ríkið
Tyrkneska þingið samþykkti að kvöldi fimmtudags 30,. mars aðild Finnlands að NATO, segir í frétt Reuters. Ungverska þingið samþykkti NATO-aðild Finna mánudaginn 27. mars. Þá hafa öll NATO-ríkin 30 lýst samþykki sínu við að Finnland verði 31 aðildarríki NATO. Nú er ekki annað eftir en ganga frá formsatriðum áður en …
Lesa meira