Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að ráðstafa 3.95 milljörðum dollara til verktakans Inuksuk A/S í Nuuk á Grænlandi til framkvæmda og viðhalds á Thule flugherstöðinni, nyrstu stöð Bandaríkjahers. Höfuðtilgangur með rekstri stöðvarinnar er að fylgjast með gervitunglum á ferð yfir norðurpólinn og hvort langdrægum eldflaugum sé skotið á loft í Rússlandi …
Lesa meiraHenry Kissinger um lyktir stríðs í Úkraínu
Fyrsta heimsstyrjöldin var einskonar menningarlegt sjálfsmorð sem eyðilagði upphefð Evrópu, segir Henry Kissinger (99 ára) í upphafi greinar í vikuritinu Spectator sem dagsett er 17. desember. Greinin ber fyrirsögnina: Að komast hjá þriðju heimsstyrjöldina. Kissinger segir að í fyrstu heimsstyrjöldinni hafi Evrópuþjóðirnar valdið hver annarri óbærilegu tjóni vegna þess að …
Lesa meiraJEF ályktar til stuðnings Úkraínu – Katrín á leiðtogafundi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók mánudaginn 19. desember 2022 þátt í fundi leiðtoga þátttökuríkja í Sameiginlegu viðbragðssveitinni (e. Joint Expeditonary Force, JEF) í Riga í Lettlandi. Þetta var í annað skiptið sem leiðtogarnir koma saman frá því að til JEF-samstarfsins var stofnað en fyrra skiptið var í London í mars 2022. …
Lesa meiraSkemmtikraftar fyrir rússneska hermenn – Shoigu sagður í heimsókn
Rússneskir tónlistarmenn, óperusöngvarar og sirkusfólk verður sent til að létta lund rússneskra hermanna við víglínuna í Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði að listamennirnir mundu mynda tvö „skapandi framlínu-stórfylki“ og einbeita sér að því að veita hermönnunum „siðferðilegan, stjórnmálalegan og sálrænan stuðning“. Með þessu er litið til fordæmis frá rauða her Stalíns …
Lesa meiraMúrmanask svarar Akureyri í sömu mynt
Bæjarstjórn Akureyrar sleit vinabæjarsamstarfi við Múrmansk í Rússlandi 15. nóvember 2022 með 11. samhljóða atkvæðum. Ákvörðunin var tekin vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Stjórnvöld í Múrmansk svöruðu í sömu mynt og slitu sambandinu við Akureyri með 23 samhljóða atkvæðum fimmtudaginn 15. desember. Rússneska fréttastofan Interfax skýrði frá ákvörðuninni og …
Lesa meiraFlóttaáætlun sögð tilbúin fyrir Pútin
Vladimir Pútin Rússlandsforseti áformar að leita hælis í Suður-Ameríku tapi hann stríðinu í Úkraínu sagði fyrrverandi aðstoðarmaður hans þriðjudaginn 6. desember. Abbas Galljamov, pólitískur ráðgjafi og fyrrverandi ræðuritari Pútins sagði á samfélagssíðunni Telegram að síðastliðið vor hefðu aðstoðarmenn forsetans í Kreml tekið til við að setja saman flóttaáætlun fyrir forsetann …
Lesa meiraKrafist hertrar öryggisgæslu í þýska þinginu eftir handtöku valdaránsmanna
Þess er krafist í Þýskalandi að aðgangs- og öryggisreglur þinghússins í Berlín verði hertar eftir að þýska lögreglan greip til einna umfangsmestu aðgerða síðari tíma nú í vikunni og handtók 25 manns vegna gruns um undirbúning hryðjuverks. Aðgerðin beindist gegn samtökunum Reichsbürger, félagsmenn viðurkenna hvorki tilvist Þýska sambandslýðveldisins né vald …
Lesa meiraTelja þýsku stjórnina ólögmæta – grunaðir um að undirbúa valdarán
Þúsundir þýskra lögreglumanna tóku þátt í húsleitum og annars konar aðgerðum víða um Þýskaland að morgni miðvikudags 7. desember vegna grunsemda um að öfga-hægrimenn ætluðu að beita vopnavaldi til sölsa undir sig stjórn landsins. Fullyrt er að hópurinn sem liggur undir grun hafi ætlað að gera aldraðan þýskan aðalsmann að …
Lesa meiraBandaríski flugherinn eignast ofurhljóðfráa stýriflaug
Bandaríski flugherinn hefur fengið heimild til að gera lokatilraunir með fyrsta ofurhljóðfráa vopnið sem hann eignast – stýriflaug sem skotið er úr lofti á skotmark á landi og fer með meira en fimm sinnum hraða hljóðsins. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur varið hundruð milljónum dollara undanfarin ár til að þróa ofurhljóðfrá vopn. …
Lesa meiraSprengingar í rússneskum flugherstöðvum
Í frétt BBC mánudaginn 5. desember segir að nokkrir hafi týnt lífi í sprengingum á tveimur herflugvöllum í Rússlandi. Rússneskir ríkismiðlar segja að eldsneytisvél hafi sprungið á flugvelli nálægt borginni Rjazan fyrir suð-austan Moskvu, Þrír hafi farist og sex slasast. Þá hafi tveir slasast í sprengingu á flugvelli á Saratov-svæðinu. …
Lesa meira