Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði mánudaginn 16. maí að Rússar mundu grípa til andsvars tæki NATO til við að hlaða undir hernaðarlega innviði Svía og Finna sem ákveðið hafa að sækja um aðild að bandalaginu. Pútin hefur hvað eftir annað nefnt stækkun NATO austur á bóginn í áttina að landamærum …
Lesa meiraSænskir jafnaðarmenn vilja í NATO
Sænskir jafnaðarmenn styðja aðild Svía að NATO. Flokksstjórn þeirra tók þessa sögulegu ákvörðun á fundi sunnudaginn 15. maí. „Við jafnaðarmenn teljum best fyrir Svíþjóð og öryggi sænsku þjóðarinnar að við göngum í NATO,“ sagði flokksleiðtoginn Magdalena Andersson forsætisráðherra. Fundur flokksstjórnarinnar var haldinn í höfuðstöðvum flokksins í miðborg Stokkhólms og stóð …
Lesa meiraFormlegt NATO-umsóknarferli Finna hefst
Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, efndu til blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni sunnudaginn 15. maí og tilkynntu að Finnar myndu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Forsetinn sagði þetta sögulegan dag því að nú hæfist nýr kafli í sögu Finnlands. „Þessar ákvarðanir styrkja en veikja ekki öryggi okkar,“ …
Lesa meiraHrakfarir Rússahers við flatbotna fljótabrú
Rússneski herinn varð illa úti þegar Úkraínumenn réðust á flatbotna brú hersins í austurhluta Úkraínu og eyðilögðu hana. Embættismenn í Úkraínu og Bretlandi segja að vandræðin vegna brúarinnar séu enn eitt dæmið um að Rússar hafi ekki lengur stjórn á gangi stríðsins. Flugherstjórn Úkraínu birti föstudaginn 13. maí ljósmyndir og …
Lesa meiraRússneski herinn hrakinn frá Kharkiv
Allt bendir til að enn einu sinni hafi rússneski herinn farið halloka í Úkraínu. Ihor Terekhov, borgarstjóri í Kharkiv, næst stærstu borg landsins, segir við BBC laugardaginn 14. maí að her Rússa hafi hörfað frá svæðinu umhverfis borgina og haldi nú í áttina að rússnesku landamærunum sem er aðeins í …
Lesa meiraRök hníga að NATO-aðild Svía segir í áliti starfshóps
Þegar Ann Linde, utanríkisráðherra Svía, kynnti föstudaginn 13. maí niðurstöður álits starfshóps með fulltrúum allra þingflokka sagði hún að NATO-aðild mundi „hækka þröskuld hernaðarátaka í Evrópu“. Ráðherrann sagði að helsta afleiðing aðildar Svía að NATO í framtíðinni yrði að þjóðin yrði þátttakandi í sameiginlegu öryggiskerfi NATO og það myndi minnka …
Lesa meiraRússar hóta gagnaðgerðum – Erdogan neikvæður í garð Finna og Svía
Rússar segjast nauðbeygðir til að grípa til „gagnaðgerða“ vegna ákvörðunar nágranna sinna, Finna, um að ganga í NATO. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði að skref Finna yrði til þess að skaða tvíhliða samskipti þjóðanna alvarlega fyrir utan að grafa undan öryggi og stöðugleika í norðurhluta Evrópu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segist vænta …
Lesa meiraStórt skref Finna í átt til NATO
Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, efndu að morgni fimmtudags 12. maí til blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni og kynntu sameiginlega niðurstöðu sína um að aðild Finnlands að NATO myndi auka öryggi þjóðarinnar. Þá telja þau einnig að aðildin styrki Atlantshafsbandalagið (NATO) sjálft. Þau vona að sótt verði um …
Lesa meiraBretar veita Svíum öryggistryggingu
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, skrifaði miðvikudaginn 11. maí undir yfirlýsingu um öryggistryggingu með Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svía, nokkrum dögum áður en þess er vænst að sænska ríkisstjórnin tilkynni ákvörðun sína um að sækja um aðild að NATO. Forsætisráðherrarnir hittust á opinberu sveitasetri sænska forsætisráðherrans í Harpsund um 100 km fyrir …
Lesa meiraVarnarmálanefnd finnska þingsins vill aðild að NATO
Varnarmálanefnd finnska þingsins kynnti þriðjudaginn 10. maí NATO-álit sitt. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að NATO-aðild tryggði best öryggi Finna. „Afstaða varnarmálanefndarinnar til NATO-aðildar Finna er skýr. Það er forgangsmál fyrir Finnland að sótt verði um inngöngu í NATO,“ segir Joonas Könttä nefndarmaður, þingmaður Miðflokksins, við blaðið Iltalehti. Formaður nefndarinnar, …
Lesa meira