Home / Fréttir (page 40)

Fréttir

Krafist hertrar öryggisgæslu í þýska þinginu eftir handtöku valdaránsmanna

Þess er krafist í Þýskalandi að aðgangs- og öryggisreglur þinghússins í Berlín verði hertar eftir að þýska lögreglan greip til einna umfangsmestu aðgerða síðari tíma nú í vikunni og handtók 25 manns vegna gruns um undirbúning hryðjuverks. Aðgerðin beindist gegn samtökunum Reichsbürger, félagsmenn viðurkenna hvorki tilvist Þýska sambandslýðveldisins né vald …

Lesa meira

Telja þýsku stjórnina ólögmæta – grunaðir um að undirbúa valdarán

Þúsundir þýskra lögreglumanna tóku þátt í húsleitum og annars konar aðgerðum víða um Þýskaland að morgni miðvikudags 7. desember vegna grunsemda um að öfga-hægrimenn ætluðu að beita vopnavaldi til sölsa undir sig stjórn landsins. Fullyrt er að hópurinn sem liggur undir grun hafi ætlað að gera aldraðan þýskan aðalsmann að …

Lesa meira

Bandaríski flugherinn eignast ofurhljóðfráa stýriflaug

Bandaríski flugherinn hefur fengið heimild  til að gera lokatilraunir með fyrsta ofurhljóðfráa vopnið sem hann eignast – stýriflaug sem skotið er úr lofti á skotmark á landi og fer með meira en fimm sinnum hraða hljóðsins. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur varið hundruð milljónum dollara undanfarin ár til að þróa ofurhljóðfrá vopn. …

Lesa meira

Sprengingar í rússneskum flugherstöðvum

Í frétt BBC mánudaginn 5. desember segir að nokkrir hafi týnt lífi í sprengingum á tveimur herflugvöllum í Rússlandi. Rússneskir ríkismiðlar segja að eldsneytisvél hafi sprungið á flugvelli nálægt borginni Rjazan fyrir suð-austan Moskvu, Þrír hafi farist og sex slasast. Þá hafi tveir slasast í sprengingu á flugvelli á Saratov-svæðinu. …

Lesa meira

Norðurslóðaljósleiðari milli Japans og Norður-Noregs – tenging til Íslands

Tryggð hefur verið fyrsta fjárfesting í fyrsta ljósleiðara sem lagður er neðansjávar um norðurslóðir. Fulltrúar fjárfestanna sem standa að baki framtakinu kynntu þetta föstudaginn 2. desember eftir að samningur hafði verið gerður við Norræna háskóla- og rannsóknanetið, NORDUnet. Stefnt er að því að leggja 12 strengjapör ljósleiðara á hafsbotni 17.000 …

Lesa meira

Sanna Marin hvetur til samstarfs við Ástrala gegn Rússum

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er í fyrstu opinberu heimsókn finnsks forsætisráðherra til Eyjaálfu, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Forsætisráðherrann flutti föstudaginn 2. desember ræðu í hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu. Hér eru nokkur atriði úr ræðunni:- „Ólögmætt og grimmdarlegt stríð Rússa gegn Úkraínumönnum, dráp á þúsundum og aftur þúsundum hermanna …

Lesa meira

Áróðursmeistarar Kremlar spá hörmungum tapist stríðið

Óvenjulegt er að í ríkissjónvarpsstöðinni Rossija-1 sem stjórnað er frá Kreml heyrist annað en það sem Kremlverjar vilja heyra. Mánudaginn 28. nóvember gerðist það þó að alkunnur málsvari Kremlverja, þáttastjórnandinn vinsæli Vladimir Soloviev hóf sjálfur máls á því hvað kynni að gerast ef Rússar færu halloka í Úkraínu. „Það yrði …

Lesa meira

Úkraínumenn hafa þegar unnið sjálfstæðisstríðið

Riho Terras er eistlenskur stjórnmálamaður sem áður var hershöfðingi og æðsti yfirmaður hers Eistlands. Hann hefur setið á þingi ESB frá 1. febrúar 2020. Hann fór með stjórn hers Eistlands frá 2011 til 2018. Sunnudaginn 27. nóvember birtist viðtal við Terras á vefsíðu Radio Free Europe/Radio Liberty (RFE/RL) eftir Vazha …

Lesa meira

Sýður upp úr hjá Kínverjum vegna innilokunar-stefnunnar „núll-COVID“

Mótmæli magnast í Kína gegn hörðum sóttvarnareglum stjórnvalda sem loka milljónir manna inni á heimilum þeirra. Að minnsta kosti 10 manns týndu innilokuð lífi þegar eldur kom upp í íbúð þeirra að kvöldi fimmtudags 24. nóvember í háhýsi í Urumqi í Xinjiang-héraði í norðvestur hluta Kína. Við fyrstu fréttum um …

Lesa meira

Tveimur rússneskum ísbrjótum fagnað

Vladimir Pútin Rússlandsforseti fagnaði tveimur nýjum kjarnorkuknúnum ísbrjótum í fjarávarpi sem hann flutti við athöfn í St. Pétursborg þriðjudaginn 22. nóvember. Pútin sagði að annar ísbrjóturinn, Ural, yrði tekinn í notkun snemma í desember 2022, hinn, Jakutia, bættist við flotann á árinu 2024. Honum var hleypt af stokkunum þegar Pútin …

Lesa meira