Talsmaður flughers Úkraínu sagði að morgni föstudags 30. desember að Rússar hefðu gert 16 „kamikaze“ drónaárásir á skotmörk víðs vegar um landið en tekist hefði að eyðileggja alla drónana áður en þeir náðu til skotmarka sinna. Drónunum hefði verið skotið úr suðaustri og norðri. Herráð Úkraínu sendi frá sér tilkynningu …
Lesa meiraYfirmaður norska heraflans segir að halda verði aftur af Rússum í norðri
„Eitt af markmiðum Pútins með að ráðast inn í Úkraínu var að koma í veg fyrir stækkun NATO en nú stækkar NATO á Norðurlöndunum. Pútin er jafnframt ljóst að engin ógn stafar af norrænu ríkjunum, þau hafa engan hag af árás á Rússland. Í því felst blekking Pútins þegar hann …
Lesa meiraLavrov: Samþykkið tillögur okkar eða herinn gerir út um málið
Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði jóladag, 25. desember, að hann útilokaði ekki viðræður um Úkraínu. Stjórnvöld í Kyív höfnuðu því að ræða við Rússa á sama tíma og þeir láta sprengjum rigna yfir borgir í Úkraínu og þess er krafist af Moskvumönnum að viðurkennd verði ráð þeirra yfir um fimmtungi lands …
Lesa meiraRússar segja drónaárás gerða 600 km inni í landi sínu
Að kvöldi jóladags að íslenskum tíma, kl. 01.35 að Moskvutíma aðfaranótt annars jóladags segjast Rússar hafa skotið niður dróna frá Úkraínu yfir Engels-flugvelli í Saratov héraði í um 600 km austur af Úkraínu. Leifar úr sundurskotna drónanum hafi orðið þremur tæknimönnum í flugherstöðinni að bana. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti frétt um …
Lesa meiraZelenskíj: Úkraínumenn hafa gert kraftaverk
Volodymyr Zelemskíj, forseti Úkraínu, hét því í ávarpi að kvöldi aðfangadags að færa Úkraínumönnum „aftur frelsi“. Hann hvatti þjóðina til að láta ekki bugast í vetrarkuldum þrátt fyrir árásir og ógnanir Rússa. Zelenskíji sagði Úkraínumenn hafa haldið út þrátt fyrir „árásir, ógnanir, kjarnorkuhótanir, hryðjuverk og flugskeytaárásir“ frá því að Rússar …
Lesa meiraAðfangadagur: Rússar gerða morðárás á markað í Kherson
Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti gagnrýndi Rússa fyrir „hryðjuverk“ á aðfangadag, laugardaginn 24. desember, þegar sprengjum rigndi yfir laugardagsmarkað í miðborg Kherson, sjö almennir borgarar týndu lífi og 20 særðust. Zelenskíj sagði á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Telegram að herinn hefði enga aðstöðu í hverfi Kherson sem varð fyrir árásinni. Þá sagði …
Lesa meiraSjálfur Pútin talar um stríð – mismæli eða stefnubreyting?
Vladimir Pútin Rússlandsforseti notaði bannorðið „stríð“ í ræðu sem hann flutti fimmtudaginn 22. desemnber og féll þannig á eigin bragði. Almennir borgarar sæta langri fangelsisvist fyrir að nota orðið þegar þeir ræða um innrás Pútins í Úkraínu fyrir níu mánuðum, hana á að kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“ vilji menn um frjálst …
Lesa meiraGrunnstefna NATO – Varðberg birtir textann á íslensku.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ritaði undir grunnstefnu NATO á ríkisoddvitafundi bandalagsins í Madrid 29. júní 2022. Hér birtist texti skjalsins í fyrsta sinn á íslensku. Frá þýðingunni er gengið af Varðbergi og er hún frjáls öllum sem hana vilja nýta sér enda sé getið heimildar, vardberg.is. Grunnstefna NATO samþykkt 29. júní …
Lesa meiraZelenskíj fagnað sem hetju í Washington
Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, senri aftur til Evrópu fimmtudaginn 22. desember eftir að hafa daginn áður verið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, á fundum með Joe Biden forseta og bandarískum þingmönnum. Við komuna til Póllands síðdegis með flugvél bandaríska flughersins tók Andrzej Duda, forseti Póllands, á móti Zelenskíj og ræddu þeir …
Lesa meiraRússar endurskipuleggja herafla sinn í norðri
Nýjar herstöðvar koma til sögunnar í vesturhéruðunum sagði Sergeij Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, á fundi með æðstu herforingjum og Vladimir Pútin Rússlandsforseta miðvikudaginn 21. desember. „Með hliðsjón af því að NATO hefur áhuga á að efla hernaðarmátt skammt frá landamærum Rússlands samhliða því að Norður-Atlantshafsbandalagið stækkar á kostnað Finna og Svía …
Lesa meira