Home / Fréttir (page 4)

Fréttir

Boða danska herdróna til eftirlits við Ísland og á norðurslóðum

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 16 milljörðum DSK (319 milljörðum ISK) til að efla hernaðarlegan viðbúnað á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Ætlunin er að verja 2,7 milljörðum DSK (54 milljörðum ISK) til kaupa á drónum til eftirlits og gagnaöflunar, einkum frá Grænlandi að sögn Högna Hoydals, utanríkisráðherra Færeyinga. Með drónunum …

Lesa meira

Her NATO til átaka búinn – höfðað til undirbúnings almennings

Rob Bauer, formaður hermálanefndar NATO, segir að herafli bandalagsþjóðanna sé til taks verði allsherjarstríð við Rússa. Almennir borgarar verði einnig að búa sig undir hugsanleg átök. „Við neyðumst til að horfast í augu við að ekki er gefið að það ríki friður. Þess vegna búum við [NATO] okkur undir átök …

Lesa meira

Málþing um öryggi og varnir á norðurslóðum

Málþing um öryggi og varnir á norðurslóðum Málþing Varðbergs, Norðurslóðanetsins, og Háskólans Akureyri, fimmtudaginn 25. janúar 13:00-16:00 í sal M101 í háskólanum. Varðberg, félag um vestræna samvinnu og alþjóðamál, stendur fyrir málþingi um öryggi og varnir á norðurslóðum fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi. Málþingið er haldið í samstarfi við Norðurslóðanet Íslands …

Lesa meira

Flugher Úkraínu sagður hafa grandað tveimur rússneskum hátæknivélum

Herstjórn Úkraínu sendi frá sér tilkynningu mánudaginn 15. janúar um að liðsmönnum hennar hefði tekist að granda tveimur rússneskum eftirlits- og stjórnstöðvarflugvélum í „vel heppnuðum leiðangri“ yfir Azovhafi. „Flugher Úkraínu hefur eyðilagt A-50 langdræga ratsjárflugvél og Il-22 stjórnstöðvarvél,“ sagði yfirmaður hers Úkraínu, hershöfðinginn Valeríj Zalusjíníj á Telegram. Dmitríj Peskov, uppýsingafulltrúi …

Lesa meira

Gagnrýnandi Rauða-Kína sigrar á Tævan

William Lai, gagnrýnandi kommúnistastjórnarinnar í Kína, sigraði í forsetakosningunum á Tævan laugardaginn 13. janúar. Því er spáð að sigur hans verði enn til að auka spennu milli stjórnvalda í Peking og Washington á Suður-Kínahafi. Á vefsíðunni Politico segir að líta megi á kosningarnar og úrslitin sem fyrstu geopólitísku vatnaskilin á …

Lesa meira

Bandaríkjamenn og Bretar ráðast á Húta í Jemen

Bandarískar og breskar hervélar voru aðfaranótt 11. janúar sendar til árása á rúmlega 60 hernaðarleg skotmörk Hútí-hreyfingarinnar í Jemen. Hún nýtur stuðnings stjórnvalda Íran. Ýmsir herfræðingar telja að þetta kunni að stigmagna átök vegna hættuástands sem skapast hefur á Rauðahafi. Þar hafa Hútar í Jemen ráðist á flutningaskip til að …

Lesa meira

Zelenskjí heimsækir Eystrasaltslöndin

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti hélt miðvikudaginn 10. janúar í óvænta heimsókn til Eystrasaltslandanna þriggja, Litháens, Lettlands og Eistlanda. Boðskapur hans til þjóða landanna er að nái Rússar að sölsa undir sig Úkraínu verði þeir ekki stöðvaðir ráði Vladimir Pútin Rússlandsforseti ferðinni. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár eru óbifanlegar í stuðningi sínum við Úkraínu. Zelenskíj …

Lesa meira

Ellefu punktar um nýja franska forsætisráðherrann

Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti þriðjudaginn 9. janúar Gabriel Attal, 34 ára, í embætti forsætisráðherra. Attal varð menntamálaráðherra sumarið 2023. Nýi forsætisráðherra hóf þátttöku í formlegu stjórnmálastarfi 23 ára sem starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins. Frá 2017 hefur Attal setið á þingi. Hann er yngstur allra til að verða forsætisráðherra Frakklands, yngri en sósíalistinn …

Lesa meira

Yfirhershöfðingi Svía: Allir verða að búa sig undir stríð

  Allir Svíar verða að búa sig undir að það verði stríð í Svíþjóð, sagði Micael Bydén, yfirmaður sænska heraflans, í samtali í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV4 mánudaginn 8. janúar. Ummælin lét hann falla á sama tíma og talað er opinberlega um það á vettvangi sænskra stjórnmála að Svíar verði að …

Lesa meira

Rússar og Úkraínumenn skiptast á flugskeytaárásum

Yfirvöld í Moskvu sögðu föstudaginn 5. janúar að daginn áður hefðu loftvarnakerfi þeirra dugað til að skjóta niður úkraínsk flugskeyti yfir Krím og rússnesku landamæraborginni Belgorod. Einn særðist í stærstu borg Krímskaga, Sevastopol, þegar brak féll á hann eftir loftárás, sagði landstjóri Rússa á skaganum. Hann sagði að rúmlega 100 …

Lesa meira