Home / Fréttir (page 4)

Fréttir

Finnland: Þriðjungur rússneskra sendiráðsmanna eru njósnarar

Finnska ríkisútvarpið, Yle, tók þátt í rannsókn norrænu ríkisútvarpsstöðvanna fyrir utan RÚV á leynilegri starfsemi Rússa í norrænu ríkjunum fjórum: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Niðurstaða Yle er að þriðjungur rússneskra sendiráðsstarfsmanna í Helsinki séu í raun njósnarar. Finnska öryggis- og leyniþjónustan Supo staðfestir þessa niðurstöðu rannsóknarteymis Yle. Sænska ríkisútvarpið, …

Lesa meira

Svíar reka fimm rússneska sendiráðsmenn úr landi

Sænska ríkisstjórnin rak þriðjudaginn 25. apríl fimm rússneska sendiráðsmenn úr landi fyrir brot á Vínarsamningnum um stjórnmálasamband ríkja. Tóbias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í útvarpssamtali að sænsk stjórnvöld hefðu skýrt rússneska sendiherranum í Stokkhólmi, Viktor Tatarintsev, frá því að fimm starfsmenn sendiráðs hans ættu að yfirgefa landið vegna þess að …

Lesa meira

Skemmdarverkaáætlun Rússa fyrir Norðursjó rannsökuð

Rússar hafa gert áætlun um að vinna skemmdarverk á vindorkuverum og fjarskiptaköplum í Norðursjó. Þetta er niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en þær hafa undanfarið unnið að úttekt á leynilegum aðgerðum Rússa í löndum sínum. Rússar dulbúa skemmdarverkaskip sín sem fiskiskip og rannsóknarskip á Norðursjó. …

Lesa meira

Rússar njósna um rannsóknir og hátækni í Danmörku

Í frétt danska ríkisútvarpsins, DR, mánudaginn 17. apríl segir að rússneskur sérfræðingur sitji í dönsku fangelsi fyrir mál sem hingað til hafi legið í þagnargildi. Hann sé dæmdur fyrir að hafa stundað njósnir í Danmarks Tekniske Universitet og í fyrirtækinu SerEnergy á Norður-Jótlandi. Segist DR nú geta upplýst að sérfræðingurinn …

Lesa meira

Finnar reisa 200 km landamæragirðingu við Rússland

Finnar hafa hafist handa við að reisa 200 km langa landamæragirðingu við Rússland. Fyrsti hluti hennar er lagður í Pelkola, nálægt bænum Imatra. Hann verður um 3 km langur við verklok í júní 2023. Litið er á þennan spotta sem tilraunaverkefni. Reynslan af lagningu girðingarinnar þarna verður nýtt við hönnun …

Lesa meira

Rússar fljúga í veg fyrir norska P-8 eftirlitsflugvél

Rússneskum MiG-orrustuþotum var nú í vikunni í fyrsta sinn flogið fyrir norska P-8-kafbátaleitarvél yfir Barentshafi. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf þá skýringu að eftirlitsvélin hefði „nálgast landamæri Rússneska sambandsríkisins“. Norski flugherinn fékk fyrstu P-8 Poseidon vélina til eftirlits á hafi úti 24. febrúar 2022. Ber hún nafnið Viking. Norðmenn hafa alls keypt …

Lesa meira

Markviss stigmögnun fjandsakapar í garð Rússa, segir Zhakarova.

Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði föstudaginn 14. apríl að Rússar teldu brottrekstur 15 rússneskra sendiráðsmanna frá Noregi „markvissa stigmögnun fjandskapar í garð Rússa“. Norska ríkisstjórnin rak sendiráðsmennina fimmtudaginn 13. apríl og sagði Zakharova að það hefði verið gert eftir að norskir fjölmiðlar stofnuðu til „dreifingar falsfrétta“ gegn rússneskum leyniþjónustum. …

Lesa meira

Norðmenn reka 15 Rússa úr landi – saka þá um að ógna norskum hagsmunum

Norska ríkisstjórnin rak fimmtudaginn 13. apríl fimmtán rússneska sendiráðsmenn í Osló úr landi. Eru þeir sagðir leyniþjónustumenn og að athafnir þeirra séu ógn við öryggi Noregs. Rússneska sendiráðið segir ákvörðunina „ótrúlega óvinsamlega“. „Athafnir þeirra ógna norskum hagsmunum,“ sagði Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs, þegar hún kynnti ákvörðunina um brottreksturinn. Í fréttatilkynningu …

Lesa meira

Thule-herstöðin verður Pituffik-geimherstöðin

Nyrsta herstöð Bandaríkjanna, Thule-flugherstöðin hefur fengið nýtt nafn. Henni var gefið það við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. apríl (skírdag) og heitir nú Pituffik-geimherstöðin. Með nýja nafninu er hlutverk geimhers Bandaríkjanna áréttað en í því felst einnig viðurkenning á tungu og menningu Grænlendinga segir í tilkynningu bandaríska geimhersins. Pituffik-geimherstöðin er um …

Lesa meira

Macron daðrar við Xi eins og áður við Pútin

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sætir gagnrýni meðal evrópskra ráðamanna fyrir þau ummæli sín á blaðamananfundi eftir Kínaferð í liðinni viku að Evrópuþjóðir ættu að varast að blanda sér í hættuástand sem snerti þær ekki, eins og deilurnar um Tævan. Þá ættu Evrópuþjóðirnar ekki að láta við það sitja að fylgja „stefnu …

Lesa meira