Stjórnvöld í Úkraínu höfnuðu mánudaginn 25. apríl yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að Rússar hefðu samþykkt að opna örugga leið fyrir særða hermenn og almenna borgara frá Azostal stáliðjuverinu í Mariupol, hafnarborg við Azov-haf í suðurhluta Úkraínu sem hefur verið skotmark Rússa í tvo mánuði. Ekkert loforð Rússa um slíkt …
Lesa meiraFinnski utanríkisráðherrann: Eini tíminn til að ræða NATO-aðild
Græninginn Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, sagði laugardaginn 23. apríl að þröskuldurinn fyrir Finna til að komast inn í NATO kynni að hækka í framtíðinni ef þeir reyndu ekki að sækja um aðild núna. Hann sagði að stríðið í Úkraínu hefði neytt Finna til að endurmeta öryggisstefnu sína. Ráðherrann tók þátt …
Lesa meiraNorska stórþingið fjallar um auknar varnir í norðri
Utanríkis- og varnarmálanefnd norska stórþingsins fjallar nú um greinargerð sem ríkisstjórnin lagði fyrir hana föstudaginn 8. apríl um aðgerðir til að auka varnir Noregs á norðurslóðum. Ætlunin er að efla umsvif flotans, landhersins og upplýsingaöflun (njósnir) auk þess að auðvelda móttöku og stuðning við herafla frá bandalagsþjóðum, einkum í norðri. …
Lesa meiraRússar boða meiri hervæðingu á Kólaskaga
Sergeij Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, birtist að nýju eftir nokkurra vikna fjarveru á fundi með yfirstjórn rússneska hersins þriðjudaginn 19. apríl og lýsti stöðu mála. Hann útskýrði í ræðunni, sem var sjónvarpað, sagnfræðilegar ástæður fyrir „aðgerðunum“ sem nú stæðu yfir í Úkraínu. „Við gerum nú ráðstafanir til að koma að nýju …
Lesa meiraSvíþjóð: Stuðningur við NATO eykst
Stuðningsmönnum NATO-aðildar fjölgar í Svíþjóð samkvæmt niðurstöðu könnunar sem birt var miðvikudaginn 20. apríl. Demoskop gerði könnuna fyrir Aftonbladet og sýnir hún að 57% Svía styðja nú NATO-aðild, í mars voru þeir 51%. Nú eru 21% andvígir aðild en voru 24%, óákveðnum fækkar úr 25% í 22%. Þegar niðurstaða mars-könnunarinnar …
Lesa meiraFinnskir þingflokkar hlynntir NATO aðild
Stærstu þingflokkar Finnlands lýstu miðvikudaginn 20. apríl stuðningi við aðild að einhvers konar hernaðarbandalagi til að breðast við innrás Rússa í Úkraínu. Þingumræður hófust þá um hvort skynsamlegt væri fyrir Finna að ganga ío NATO en þeir eiga löng landamæri sameiginleg með Rússum. Talsmenn Jafnaðarmannaflokksins, flokks Sönnu Marin forsætisráðherra, tóku …
Lesa meiraEfasemdir í Kreml um stríð Pútins
Fréttir birtast nú í fjölmiðlum um heim allan þar sem sagt er frá því að vaxandi fjöldi innvígðra í Kremlarkastala, valdamiðstöð Vladimirs Pútins Rússlandsforseta, telji innrás forsetans í Úkraínu „hörmuleg“ mistök og óttist að hann grípi til kjarnorkuvopna versni staða rússneska hersins og stjórnvalda í Moskvu. Í fréttunum kemur fram …
Lesa meiraRússar vara við „óviljandi atvikum“ á norðurslóðum
Nikolai Kortsjunov, núverandi formaður embættismannaráðs Norðurskautsráðsins, sagði sunnudaginn 17. apríl að til „óviljandi atvika“ kynni að koma yki NATO hernaðarumsvif sín á norðurslóðum (e. Arctic). Hann skýrði ekki nánar við hvaða „atvik“ hann ætti. Rússneska fréttastofan TASS skýrði frá þessu en í frétt Reuters frá 18. apríl er minnt á …
Lesa meiraHáskólamenn í Síberíu mótmæla stríði Pútins
Akademgorodok (Akademíski bærinn) skammt frá Novosibirsk, stærstu borg Síberíu,var á tíma Sovétríkjanna kunnur fyrir að þar dafnaði lýðræðisleg hugsun langt í burtu frá skugga alræðisvaldsins í Kremlarkastala. Mánudaginn 18. apríl segir frá því á norsku vefsíðunni BarentsObserver að þann sama dag hafi birst mótmælaskjal 133 forráðamanna við háskólann í Novosibirsk …
Lesa meiraBresk herskip heimsækja Jan Mayen
Þegar bresku herskipin, flugmóðurskipið HMS Prince of Wales og freigátan HMS Richmond, héldu frá Reykjavík föstudaginn 8. apríl sigldu þau í áttina að Jan Mayen og heimsóttu miðvikudaginn 13. apríl Norðmennina 20 sem stunda þar veðurathuganir og sinna verkefnum á vegum hersins. Viðdvöl svo öflugra herskipa við afskekktu eldfjallaeyjuna er …
Lesa meira