Home / Fréttir (page 39)

Fréttir

Varnarmálaráðherra Úkraínu: Við erum de facto í NATO

Úkraína er í raun (de facto) orðin aðili að NATO segir varnarmálaráðherra landsins við breska ríkisútvarpið BBC í viðtali sem birtist föstudaginn 13. janúar. Ráðherrann segir að vestræn ríki sem áður hafi óttast að Rússar kynnu að líta á hernaðaraðstoð þeirra sem stigmögnun nálgist nú málið „með öðru hugarfari“. Varnarmálaráðherrann …

Lesa meira

Pólverjar lofa að láta Úkraínuher í té skriðdreka

Pólverjar hafa ákveðið að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu sem hluta af fjölþjóðlegri aðstoð sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, miðvikudaginn 11. janúar. Pólverjar hafa forystu um leita samkomulags meðal vestrænna ríkisstjórna um að Úkraínuher verði efldur á þennan hátt. Stjórnin í Kyív hefur lengi óskað eftir  hernaðarlegum stuðningi af þessu …

Lesa meira

Svíar ræða náið varnarsamstarf við Bandaríkjamenn

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði mánudaginn 9. janúar við sænska Aftonbladet að Svíar hefðu gert meira en nóg til að verða fullgildir aðilar að NATO. Andmælti hann með þessum orðum þvermóðsku Tyrkja og töfum á að þeir samþykki NATO-aðild Finna og Svía. Þriðjudaginn 10. janúar skýrði sænska varnarmálaráðuneytið frá því …

Lesa meira

Ný 500.000 manna herkvaðning Rússa sögð á döfinni

Njósnastofnun Úkraínu fullyrðir að Rússar ætli að efna að nýju til víðtækrar herkvaðningar. Margir sérfræðingar taka undir skoðun stofnunarinnar. Sænskur öryggismálafræðingur og sérfræðingur í rússneskum málefnum, Katarina Engberg, segir mánudaginn 9. janúar við sænska ríkisútvarpið SVT að allt bendi til þess að Rússar skipuleggi nú nýja sókn í Úkraínu í …

Lesa meira

GPS merki detta út í lofti og á sjó á Norðurlöndum

Sjúkraflugmenn og flugmenn hjá norska flugfélaginu Widerøe áttu í erfiðleikum við flug í Finnmörk, nyrsta héraði Noregs, í nóvember og desember vegna þess að GPS merkin sem þeir styðjast við hurfu. Hjá Widerøe var sagt að í nóvember hefðu GPS merki dottið út 17 sinnum. Vandræðin jukust í desember en …

Lesa meira

Vesturlönd kasta silkihönskunum með nýjum vopnum til Úkraínuhers

Vopnasending Bandaríkjastjórnar til Úkraínu fyrir um 3 milljarða dollara er sú stærsta til þessa. Þar er meðal annars að finna milliþunga skriðdreka af Bradley gerð, brynvarða bíla og Sea Sparrow flaugar. Hafa þær ekki áður verið sendar til Úkraínu. Bandaríkjamenn nota gamlar gerðir flauganna ekki lengur og eiga mikið magn …

Lesa meira

Þjóðverjar senda milliþunga skriðdreka til Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari ræddu saman fimmtudaginn 5. janúar. Að símtalinu loknu ákváðu þeir að senda milliþunga skriðdreka til Úkraínuhers. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar verður kynnt föstudaginn 6. janúar. Talið er að hún nái til þess að Úkraínuher fái 50 Bradley vígdreka sem hluta af hernaðaraðstoð sem nemi 2,8 …

Lesa meira

Þáttaskil: Vestrænir skriðdekar sendir til Úkraínu

Þrjár gerðir eru til af skriðdrekum: léttir, milliþungir og þungir. Úkraínsk stjórnvöld hafa lengi lagt hart að frönskum og þýskum stjórnvöldum með óskum um að þau létu af hendi skriðdreka gegn Rússum. Hefur þeim óskum verið tekið þurrlega til þessa. Þjóðverjar hafa sagt að afhending slíkra vopna bryti gegn samkomulagi …

Lesa meira

Rússar segja farsíma hafa kallað á mannskæðu árásina

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði miðvikudaginn 4. janúar að ólögmæt notkun hermanna á farsímum hefði átt sök á mannskæðri flugskeytaárás Úkraínuhers á herskála í bænum Makiivka í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Ráðuneytið segir nú að 89 hermenn hafi fallið, áður hafði það sagt þá 63. Úkraínuher segir að um 400 rússneskir hermenn …

Lesa meira

Reiði í Rússlandi vegna mannfallsins í Makiivka

Þjóðernissinnar og nokkrir þingmenn í Rússlandi hafa krafist þess að herforingjum verði refsað fyrir vanrækslu við að gæta fyllsta öryggis í herskálum sem hýstu rússneska hermenn í einni mannskæðustu sprengjuárás sem gerð hefur verið í Úkraínustríðinu. Rússneska varnarmálaráðuneytið braut gegn reglu sinni og viðurkenndi mánudaginn 2. janúar að 63 rússneskir …

Lesa meira