Home / Fréttir (page 30)

Fréttir

Norðurleiðin opin allt árið

Rússnesk yfirvöld stefna að því að árið 2022 eða 2023 verði Norðurleiðin svonefnda, siglingaleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs, opin til siglinga allan ársins hring. Leiðin er fyrir norðan Rússland og um þessar mundir er hún einkum notuð til flutninga á fljótandi jarðgasi (LNG) um níu mánuði á ári. Rússar hafa …

Lesa meira

Kristilegir demókratar (CDU) velja sér nýja forystu

Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, kemur saman fyrir árslok til að velja sér nýja forystu. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, skýrði frá þessu mánudaginn 10. október. Er þetta fyrsta skref flokksins til að styrkja stöðu sína að nýju eftir að hann fékk hroðalega útreið í sambandsþingkosningunum 26. september …

Lesa meira

ESB-þingið vill árvekni gegn Rússum og Kínverjum á norðurslóðum

ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 6. október ályktun um málefni norðurslóða (Arctic) þar sem segir að norðurslóðastefna ESB eigi að snúast um umhverfismál og öryggi á siglingaleiðum. Auk þess sem sérstaklega sé hugað að hagsmunagæslu á svæðinu í ljósi þess að mikilvægi þess aukist sífellt í efnahagslegu og geópólitísku tilliti. Í umræðum …

Lesa meira

Harka færist í lagaþrætu Pólverja og ESB

Stjórnlagadómstóll Póllands sagði fimmtudaginn 7. október að nokkur ákvæði sáttmála ESB, grunnskjala samstarfs þjóðanna 27, og nokkrir dómar ESB-dómstólsins brytu í bága við stjórnarskrá Póllands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti „miklum áhyggjum“ vegna niðurstöðunnar og fól embættismönnum sambandsins í Brussel að bregðast „ítarlega og skjótt“ við afstöðu …

Lesa meira

Finnska strandgæslan glímir við smyglara á fólki

Finnska strandgæslan hefur hafið rannsókn sjö mála á smygli á fólki yfir Finnska flóa frá Hvíta-Rússlandi segir í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE fimmtudaginn 7. október en finnska blaðið Ilta-Sanomat birti fyrstu fréttina um málið. Í sumar hafa verið skipulagðar flugferðir til Hvíta-Rússlands frá Mið-Austurlöndum með fólk sem síðan reynir að …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra Tævans: 2025 hættuár vegna innrásar frá Kína

Chiu Kuo-cheng, varnarmálaráðherra Tævans, segir að stjórnendur Kína í Peking kunni að gefa fyrirmæli um allsherjar innrás á Tævan árið 2025. Telur hann að þá verði kínverski herinn nægilega öflugur til að ætla megi að honum yrði beitt á þennan veg. Ráðherrann segir að spenna milli ráðamanna í Kína og …

Lesa meira

Rússar skjóta ofurhljóðfrárri stýriflaug úr kafbáti

Rússnesk stjórnvöld skýrðu frá því mánudaginn 4. október að fyrsta tilraunaskot ofurhljóðfráu stýriflaugarinnar Tsirkon (Zircon) frá kafbáti hefði heppnast vel. Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefur opinberlega borið lof á þessa gerð stýriflauga og segir hana hluta af nýrri kynslóð vopnakerfa sem standi öllum keppinautum framar. Í júlí 2021 var Tsirkon-flaug skotið …

Lesa meira

Utanríkis- og öryggismálanefnd danska ríkjasambandsins stofnuð

Stjórnvöld í Færeyjum, Grænlandi og Danmörku rituðu 4. október 2021 undir samkomulag um samstarfsnefnd í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum sem hittist að minnsta kost einu sinni árlega. Nefndin tryggir Grænlendingum og Færeyingum meiri og formlegri aðild að utanríkis- og varnarmálum danska ríkjasambandsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skýrði frá því á …

Lesa meira

Kínverski flugherinn ögrar Tævan

Stjórnvöld á Tævan, sjálfstæðri eyju undan strönd Kína sem stjórnvöld í Peking líta á sem hluta veldis síns, segja að alls hafi 39 kínverskum hervélum verið inn á loftvarnasvæði eyjunnar laugardaginn 2. október. Kínverski flugherinn hefur aldrei fyrr sent svo margar vélar inn á loftvarnasvæðið. Tævanska varnarmálaráðuneytið segir að vélarnar …

Lesa meira

Tólf ríki stilla saman varnarstrengi í Norður-Evrópu

Bandaríska Evrópuherstjórnin (USEUCOM) og herstjórn Finnlands boðuðu sameiginlega til fundar yfirmanna herja 11 Norður-Evrópuríkja í Helsinki dagana 29. og 30. september 2021. Herforingjarnir ræddu stöðu öryggismála í Norður-Evrópu og á Eystrasaltssvæðinu. Markmið fundarins var að stuðla að nánara samstarfi herstjórna landanna og gagnkvæmum skilningi á viðfangsefnum herja þeirra. USEUCOM og …

Lesa meira