Vinstrabandalagið í Finnlandi ákvað laugardaginn 7. maí að sitja áfram í ríkisstjórn Sönnu Marin, forsætisráðherra Jafnaðarmannaflokksins, þótt stjórnin beitti sér fyrir aðild Finnlands að NATO. Flokksráð og þingmenn flokksins komust að þessari niðurstöðu og féllu atkvæði þannig að 52 studdu hana en 10 voru á móti. Opinber stefna flokksins er …
Lesa meiraDregur til úrslita um NATO-ákvarðanir Finna og Svía
Bandaríkjastjórn er fullviss um að hún geti brugðist við óskum Finna og Svía um öryggistryggingu á þeim tíma sem líður frá því að þeir sækja um aðild að NATO þar til umsókn þeirra er samþykkt af öllum aðildarríkjunum 30. Talsmaður Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington skýrði frá þessu fimmtudaginn …
Lesa meiraRússland: Stríðsyfirlýsing ólíkleg á sigurdaginn 9. maí
Vangaveltur eru í fjölmiðlum um hvort Vladimir Pútin Rússlandsforseti ætli að nota rússneska sigurdaginn í síðari heimsstyrjöldinni, 9. maí, til að lýsa formlega yfir stríði gegn Úkraínu og þar með boða alla vopnfæra menn í rússneska herinn. Dmitríj Peskov, talsmaður Pútis, sagði miðvikudaginn 4. maí þegar hann var spurður um …
Lesa meiraFranskir vinstrisinnar stefna að kosningabandalagi gegn Macron
Frönsku vinstriflokkarnir komust að samkomulagi miðvikudaginn 4. maí um kosningabandalag til að stöðva framgang flokks Emmanuels Macrons forseta í þingkosningunum 12. og 19. júní 2022 og hindra að umdeild umbótaáform forsetans nái fram að ganga. Það var ekki fyrr en tímafrestur til samkomulags flokkanna var liðinn að kvöldi þriðjudags 3. …
Lesa meiraÞjóðverjar styðja NATO-aðild Finna og Svía
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafa í tvo daga fundað í Schloss Meseberg skammt frá Berlín með Olaf Scholz Þýskalandskanslara um stríðið í Úkraínu og aðild norrænu landanna tveggja að NATO. Á blaðamannafundi þriðjudaginn 3. maí sagði finnski forsætisráðherrann að þetta hefði verið hárréttur tími til …
Lesa meiraLavrov kallar yfir sig reiði Ísraela með Hitler-ummælum
Utanríkisráðherra Ísraels segir „ófyrirgefanlegt“ að Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hafi látið orð falla um „gyðingablóð“ í æðum nazistaleiðtogans Adolfs Hitlers. Lavrov greip til þessara orða þegar hann reyndi að réttlæta þá lýsingu Rússa að „nazistar“ réðu í Úkraínu þrátt fyrir að forseti landsins sé gyðingur. Ísraelska utanríkisráðuneytið hefur kallað á …
Lesa meiraÓgnvænleg innræting Rússa um kjarnorkustríð
Breska ríkisútvarpið, BBC, heldur úti starfsemi sem miðar að því að fylgjast náið með fjölmiðlum annarra landa og greina stefnu stjórnvalda og þróun samfélagsmála á grundvelli þess sem þar birtist, BBC Monitoring. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu, 24. febrúar, hefur blaðamaðurinn Francis Scarr fylgst með því sem …
Lesa meiraNorðmenn loka á flutninga Rússa í Finnmörk
Norska ríkisstjórnin tók föstudaginn 29. apríl um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu. Hafnbann á rússneskar vörur er sett frá og með 7. maí. Bannið nær ekki til rússneskra fiskiskipa. Tvö af hverjum þremur rússneskum skipum geta því áfram leitað hafna í Noregi. Strax gengur í gildi bann …
Lesa meiraGrænland: Hugað að ratsjám í stað flugvalla
Bandaríska varnarmálaráðuneytið býr sig undir að senda sérfræðinga til Grænlands í sumar til að kanna kosti þess að setja upp NATO-ratsjár þar meðal annars til að fylgjast með ferðum rússneskra og kínverskra skipa, segir í grein sem Andreas Krogh skrifar á dönsku vefsíðuna altinget.dk miðvikudaginn 27. apríl. Vitnar hann þar …
Lesa meiraÞjóðverjar senda þungavopn til Úkraínu
Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, tilkynnti þriðjudaginn 26. apríl að þýska stjórnin mundi heimila að þýskir skriðdrekar yrðu til ráðstöfunar fyrir Úkraínustjórn og herafla hennar. Þar með breytti þýska stjórnin um stefnu en hún hefur verið treg til að láta Úkraínumönnum í té þungavopn. Þýski ráðherrann kynnti stefnubreytingunni á fjölþjóðlegum fundi …
Lesa meira