Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Stórsókn Úkraínuhers til að endurheimta land í suðri

Her Úkraínu segist hafa „brotist í gegnum“ varnir Rússa mánudaginn 29. ágúst þegar hann hóf sókn til að endurheimta Kherson-hérað í suðurhluta lands síns. Markmið sóknarinnar er að hrekja rússneskar hersveitir til baka yfir Dniper-fljót og binda enda á hernám þeirra á borginni Kherson. Forsetaskrifstofa Úkraínu sagði þriðjudaginn 30. ágúst …

Lesa meira

Rússar flytja orrustuþotur á brott frá Krím af ótta við skemmdarverk

Fjöldi skemmdarverka á yfirráðasvæði Rússa á Krímskaga og nágrenni hefur leitt til fyrirmæla Vladimirs Pútinss Rússlandsforseta um brottflutning allra orrustuvéla flughers Rússa frá Krím. „Rússar ætla að fjarlægja allar orrustuvélar sínar frá Krím. Það er mjög líklega gripið til þess ráðs vegna nýlegra árása á rússneskar útstöðvar á svæðinu,“ segir …

Lesa meira

Þrengir verulega að rússneska hernum vegna skorts á skotfærum

Njósnadeild hers Úkraínu telur að Rússar hafi gengið mjög á skotfærabirgðir sínar með stöðugum skotflaugaárásum á hernaðarleg og borgaraleg mannvirki nótt sem nýtan dag. „Rússar eiga núna ekki meira en 45% af skotflaugunum sem þeir áttu við upphaf allsherjar stríðsins. Rússar glíma við vanda vegna Kalibr-stýriflauganna sinna og þeir eiga …

Lesa meira

Lettar fella sovéska sigursúlu til að mótmæla innrás Rússa

Tæplega 80 metra há broddsúla (obelisk) frá Sovéttímanum var felld til jarðar í Riga, höfuðborg Lettlands, fimmtudaginn 25. ágúst. Þetta var sigursúla sem reist var til að minnast frelsunar Lettlands undan þýskum nazistum, Efst á súlunni var rauða stjarnan, tákn sovéskra kommúnista. Setti súlan mikinn svip á miðborg Riga þar …

Lesa meira

Innrás Rússa endurfæddi Úkraínu, segir Zelenskíj

Volodymyr Zelenskíj sagði í ávarpi til Úkraínumanna á 31. sjálfstæðisafmæli lands þeirra miðvikudaginn 24. ágúst að Úkraníu hefði „endurfæðst“ þegar Rússar réðust inn í landið 24. febrúar 2022, fyrir réttu hálfu ári. Hann hét því að rússneski herinn yrði að fullu rekinn frá Úkraínu. „Ný þjóð birtist heiminum klukkan 4 …

Lesa meira

Kremlarvinir lýsa Duginu sem píslarvotti í jarðarförinni

Hundruð manna komu saman í Moskvu þriðjudaginn 23. ágúst til að votta Dariu Duginu virðingu við útför hennar. Þar var hún hyllt sem píslarvottur. Faðir hennar, þjóðernissinninn og hugmyndafræðingur stór-rússneskrar útþenslustefnu, Alexander Dugin (60 ára) minntist hennar með þeim orðum að hún hefði „dáið fyrir þjóðina, dáið fyrir Rússland“. Daria …

Lesa meira

Rússneska öryggislögreglan segir móður frá Úkraínu launmorðingja við Moskvu

Rússneska öryggislögreglan, FSB, arftaki KGB á Sovéttímanum, sakaði mánudaginn 22. ágúst leyniþjónustu Úkraínu um morðið á Dariu Duginu, dóttur hugmyndafræðings rússneskrar öfga þjóðernishreyfingar, að kvöldi laugardags 20. ágúst skammt frá Moskvu. Sprengja grandaði Toyota Land Cruiser sem Dugina ók á heimleið frá menningarviðburði. Þar var hún með föður sínum, Alexander …

Lesa meira

Esbjerg höfn í lokaprófi bandarísku herstjórnarinnar

Flutningaskip bandaríska hersins leggst að bryggju í Esbjerg-höfn á vesturströnd Jótlands mánudaginn 22. ágúst með þúsundir hergagna, búnaðar og ökutækja auk 44 þyrlna. Allt er þetta flutt til Evrópu frá Bandaríkjunum nú þegar skipt er um einingar í 7.000 manna bandarískum herafla í Evrópu. Liðið hefur dvalist í álfunni síðan …

Lesa meira

Bílsprengja gegn hugmyndafræðilegum samherjum Pútins

Dóttir hugmyndafræðings rússneskra þjóðernissinna sem oft er kallaður „heili Pútins“ var drepin í bílsprengju í útjaðri Moskvu aðfaraótt sunnudags 21. ágúst. Hún hét Daria Dugina, 30 ára. Segir rannsóknardeild Moskvu-lögreglunnar að sprengju hefði verið komið fyrir í jeppa sem hún ók. Faðir Dariu er Alexander Dugin, alkunnur málsvari kenningar sem …

Lesa meira

Rússneskur landher fluttur frá Kólaskaga til Úkraínu – staðfestir lygi Pútins

Rússar hafa flutt mikið af landherafla sínum frá norðurslóðum til Úkraínu, segir Erik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, og telur að í því felist að nágranni Norðmanna í austri meti ástandið á norðurslóðum stöðugt. Rússar leggi þó mikla áherslu á kjarnorkuherstyrk sinn á Kólaskaganum og í norðurhöfum. Rætt er við norska …

Lesa meira