Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Abbas á mjög undir högg að sækja meðal Palestínumanna

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum sætir vaxandi gagnrýni vegna stríðsaðgerða Ísraela gegn Hamas á Gazasvæðinu. Á ensku er stjórn Palestínumanna kölluð Palestinian Authority til að greina vald hennar á annan veg en sem hefðbundna ríkisstjórn, á íslensku má nota orðið staðaryfirvald eða heimastjórn. Vesturbakkinn er aðsetur …

Lesa meira

Prófessor segir Zakharovu „mjög drykkfellan skíthæl“

Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, er mikilvægur hlekkur í áróðursvél Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Nú veitist annar áróðursmaður Kremlverja að henni fyrir opnum tjöldum að sögn norska blaðsins Aftenposten. Prófessor Jevgenij Satanovskij er tíður gestur í rússnesku sjónvarpi. Hann hótar þar kjarnorkuárás á Vesturlönd á besta útsendingartíma og krefst þess að …

Lesa meira

Rússneskur hermaður segist of veikburða til að vera í skotheldu vesti

Leyniþjónusta hers Úkraínu (GUR) birti á dögunum á samfélagsmiðlinum Telegram upptöku af hleruðu símtali rússnesks hermanns í Úkraínu við eiginkonu sína þar sem hann segist svo máttlítill vegna fæðuskorts að hann geti ekki verið í skotheldu vesti sínu. Hann segir í samtalinu að eining hans í hernum hafi ekki fengið …

Lesa meira

NATO eykur viðbúnað á Eystrasalti vegna skemmdarverka

Eftirlit hefur verið aukið undir merkjum NATO á Eystrasalti eftir að Finnar og Svíar tilkynntu atvik sem varð sunnudaginn 8. október þegar neðansjávarleiðslur og strengir annars vegar frá Eistlandi til Finnlands og hins vegar frá Eistlandi til Svíþjóðar urðu fyrir tjóni. Dylan White, talsmaður NATO, sagði fimmtudaginn 19. október að …

Lesa meira

Rússar missa fjölda þyrlna og mistekst sóknaraðgerð

Breska varnarmálaráðuneytið segir föstudaginn 20. október að í tveimur árásum á flugvelli við hernumdu bæina Luhansk og Berdjansk mánudaginn 17. október hafi Úkraínuher tekist að eyðileggja fjölda rússneskra herþyrlna. Staðfestar upplýsingar um fjölda þyrlnanna liggja ekki fyrir en talið er að þær séu alls 14: níu á flugvellinum við Berdjansk …

Lesa meira

Finnar og Svíar glíma við tjón á leiðslum á hafsbotni

Antti Häkkänen. varnarmálaráðherra Finnlands, sagði þriðjudaginn 17. október að eftirlit yrði hert neðansjávar í Finnska flóa og Eystrasalti. Undanfarið hafa finnsk yfirvöld leitað af sér grun um að skemmdarverk hafi verið unnið snemma morguns sunnudaginn 8. október á Balticconnector, jarðgasleiðslu og fjarskiptastreng, sem liggur neðansjávar á milli Finnlands og Eistlands. …

Lesa meira

Svíar skotmark múslímsks hryðjuverkamanns í Brussel

Hryðjuverkamaður skaut tvo Svía til bana og særði þann þriðja í Brussel mánudaginn 16. október. Árásina gerði hann um klukkan 19.00 að staðartíma en Svíarnir voru í borginni til að fylgjast með knattspyrnuleik. Ódæðismaðurinn, Abdesalem Lassoued, var 45 ára frá Túnis. Belgíska lögreglan þekkti til hans vegna ólöglegrar dvalar og …

Lesa meira

Nýr utanríkisráðherra í Noregi

Barth Eide varð utanríkisráðherra Noregs mánudaginn 16. október og tekur við embættinu af flokkssystur sinni í Verkamannaflokknum, Anniken Huitfeld, sem hverfur úr stjórninni en situr áfram á stórþinginu. Huitfeldt hættir sem ráðherra vegna ásakana um að hún hafi ekki gætt reglna um hagsmunaárekstra þegar eiginmaður hennar keypti hlutabréf í vopnasmiðjunni …

Lesa meira

Púrin styður Hamas, vænir Ísraela um nazisma

Rússnesk stjórnvöld og fjölmiðlar styðja hryðjuverkamenn Hamas opinberleg eftir voðaverkin sem þeir unnu aðfaranótt laugardagsins 7. október í byggðum Ísraela í nágrenni Gaza-svæðisins þar sem Palestínumenn búa undir stjórn Hamas. Á frönsku vefsíðunni Desk Russie er laugardaginn 14. október leitað svara við spurningunni um hver sé hlutur Rússa í hörmungunum …

Lesa meira

Hamas-hryðjuverkamenn ráðast inn í Ísrael

Hamas-hryðjuverkahreyfingin á Gazasvæðinu við suður landamæri Ísraels réðst óvænt á Ísrael með mikilli flugskeytahríð aðfaranótt laugardagsins 7. október. Síðdegis sama dag sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í ávarpi til þjóðarinnar að árás Hamas væri upphaf á langvinnu hörðu stríði. Ísraelski herinn grípi nú til allra ráða til að svipta Hamas …

Lesa meira