Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

NATO-ráðið lýsir „þungum áhyggjum“ vegna fjölþátta aðgerða Rússa

Atlantshafsráðið skipað fastafulltrúum aðildarlandanna 32 lýsti fimmtudaginn 2. maí miklum áhyggjum yfir illvirkjum á landsvæðum bandalagsríkjanna. Sagði ráðið að dæmi um þau mætti sjá af rannsóknum og kærum á hendur einstaklingum vegna óvinveittra aðgerða í Tékklandi, Eistlandi, Þýskalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi. Að fastafulltrúarnir sendi frá sér opinbera tilkynningu …

Lesa meira

Macron áréttar fyrirheit um að verða við óskum um herlið til Úkraínu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti heitir því að senda herafla til Úkraínu brjótist rússneski herinn í gegnum fremstu víglínuna og beiðni berist frá Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta um aðstoð. Þetta segir hann í samtali við The Ecomomist sem birtist fimmtudaginn 2. maí. Telur Frakklandsforseti að beiðni um aðstoð frá Volodymyr Zelenskíj forseta með …

Lesa meira

Danmörk: Herskylda lengist – nær til kvenna

Samkomulag náðist milli dönsku þingflokkanna að kvöldi þriðjudagsins 30. apríl um breytingar á danska hernum og fjárframlögum til hans. Ákveðið var að fjölga mönnum í 1. stórfylki landhersins úr 4.000 í 6.000. Þar að auki verða keypt loftvarnakerfi, skamm- og langdræg á jörðu niðri, til varnar gegn flaugum sem skotið …

Lesa meira

Stoltenberg: Úkraínumenn eiga rétt til NATO-aðildar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO; heimsótti Kyív, höfuðborg Úkraínu, mánudaginn 29. apríl. Hann sagði að Úkraína yrði aðili að NATO og braut þjóðarinnar yrði ekki breytt. Bandalagið myndi áfram standa að baki Úkraínumönnum gegn innrásarher Rússa. Ráðamenn í Moskvu ættu að átta sig á að þeir myndu ekki sigra í stríðinu. …

Lesa meira

Macron ýjar að evrópskum kjarnorkuvörnum gegn Rússum

Emmanuel Macron Frakklamdsforseti sagði laugardaginn 27. apríl í samtali við frönsku Ebra-héraðsblaðakeðjuna að hann vildi að rætt yrði um evrópskt varnarsamstarf sem næði til kjarnavopna auk þess sem treyst yrði á langdrægar gagneldflaugar. Franskir stjórnarandstæðingar brugðust harkalega gegn ummælum forsetans sunnudaginn 28. apríl. „Franskur þjóðhöfðingi á ekki að tala á …

Lesa meira

Fall Moskvu Marjorie og Úkraínuandstæðinga á hægrivængnum

Rússar hylla hana sem hetju. Trump hefur hins vegar sagt skilið við Moscow Marjorie segir í upphafi greinar í danska blaðinu Berlingske laugardaginn 27. apríl eftir Jacob Heinel Jensen, fréttaritara í Washington D.C. undir fyrirsögninni: Hlegið að Moscow Marjorie í Bandaríkjunum. Í greininni segir að öfgahópar til vinstri og hægri …

Lesa meira

Pólland fái forystuhlutverk í Evrópu – Pútin tapar fyrir NATO

Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, hvatti til þess í stefnuræðu á pólska þinginu fimmtudaginn 25. apríl að NATO-ríkin efdu varnir sínar og viðbúnað og sagði að pólska ríkisstjórnin vildi í hóp ríkja sem gegndu lykilhlutverki við töku ákvarðana innan Evrópusambandsins. Sikorski sagði að ráðamenn í Moskvu yrðu að átta sig á …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn aðstoðar Úkraínuher að nýju

Margra mánaða óvissu um hvort Bandaríkjaþing mundi samþykkja tillögu Joes Bidens forseta um 61 milljarðs dollara hernaðarstuðning við Úkraínu lauk miðvikudaginn 24. apríl þegar forsetinn skrifaði undir lög sem heimiluðu stjórn hans að veita aðstoðina. „Á næstu klukkustundum – bókstaflega eftir um tvo tíma – munum við byrja að senda …

Lesa meira

Liðsflutningar æfðir um Narvík til Finnlands

Miðvikudaginn 24. apríl kemur bandarískt skip með hermenn til Narvíkur í Norður-Noregi í tengslum við heræfinguna Immediate Response 2024. Rúmlega tvö hundruð bandarísk farartæki og meira en 300 gámar verða settir í land í Narvíkurhöfn og fara þaðan til Svíþjóðar og Finnlands. Í tilkynningu norska hersins um æfinguna segir að …

Lesa meira

Þingforseti leggur embætti að veði vegna stuðnings við Úkraínu

  Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti laugardaginn 20. apríl fjárhagsaðstoð til Úkraínu, Ísraels og Tævans sem nemur alls 95 milljörðum dollara. Í marga mánuði hafa repúblikanar í fulltrúadeildinni staðið í vegi fyrir því að þar yrðu greidd atkvæði um stuðning við Úkraínu. Á sérstökum þingfundi laugardaginn 20. apríl tóku demókratar og hluti …

Lesa meira