Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Úkraínumenn segja Rússa sviðsetja drónaáras á Kremlarkastala

Rússnesk stjórnvöld segja að „morðtilraun“ Úkraínumanna gegn Vladimir Pútin Rússlandsforseta hafi misheppnast þegar drónar voru skotnir niður yfir Kremlarkastala í Moskvu aðfaranótt miðvikudags 3. maí. Um „hryðjuverk“ hafi verið að ræða. Úkraínumenn neita allri aðild að atvikinu og segja að drónaárásin sé sviðsett í blekkingarskyni. Volodymyr Zelkenskíj sagði á blaðamannafundi …

Lesa meira

Tíðari kafbátaferðir Rússa um Atlantshaf á stríðstíma í Úkraínu

Rússneski landherinn hefur skaðast í stríðinu í Úkraínu en margar aðrar einingar hersins eru óskaddaðar sagði yfirmaður Bandaríkjahers í hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings miðvikudaginn 26. apríl. Bandaríski hershöfðinginn Christopher Cavoli sagði þingmönnunum að kafbátafloti Rússa hefði látið óvenjulega mikið að sér kveða á Atlantshafi undanfarið þrátt fyrir vandræði Rússa í Úkraínu. …

Lesa meira

Njósnabúnaður til hlerunar á þökum rússneskra sendiráða

Fjölþjóðlegur hópur rannsóknarblaðamanna, VSquare, hefur birt niðurstöður úttektar í 15 löndum sem sýna að í þeim er að finna alls 182 loftnet á þökum 39 ólíkra bygginga rússneskra sendiráða. Finnska fréttastofan STT  segir að loftnet og gervihnattardiskar á byggingum rússneska sendiráðsins í Helsinki gefi til kynna að um tæki til …

Lesa meira

Rússar opna kínversku strandgæslunni leið að Norður-Íshafi

Kínverska strandgæslan lætur æ meira að sér kveða í samstarfi við Rússa í norðurhöfum. Mánudaginn 24. apríl var gengið frá tímamóta samkomulagi um samstarf milli fulltrúa hennar og rússnesku strandgæslunnar, deildar innan öryggislögreglunnar, FSB. Síðan var kínverskum fulltrúum boðið að fylgjast með rússneskri sjóslysaæfingu. Rússar hafa hallað sér í austur …

Lesa meira

Söguleg þáttaskil í samskiptum við bandaríska flotann

Bandarískur árásarkafbátur af Los Angeles-gerð, USS San Juan, varð fyrsti kjarnorkuknúni kafbátur Bandaríkjamanna til að sigla að strönd Íslands í samræmi við nýgert þjónustusamkomulag milli stjórna Íslands og Bandaríkjanna. Í tilkynningu íslenska utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 26. apríl sagði að kafbáturinn hefði þann dag komið í stutta þjónustuheimsókn á hafsvæðið norðvestur af …

Lesa meira

Spænsk stjórnvöld kalla rússneska sendiherrann á teppið

Spænsk stjórnvöld brugðust harkalega við þegar rússneska sendiráðið í Madrid birti myndskeið sem átti að sýna spænska hermenn í skotgröf í Úkraínu. Júrí Klimensko, sendiherra Rússa í Madrid, var kallaður á teppið fimmtudaginn 27. apríl í spænska utanríkisráðuneytinu og krafinn skýringa á þessu tiltæki.  Jafnframt mótmælti utanríkisráðuneytið myndskeiðinu harðlega og …

Lesa meira

Finnland: Þriðjungur rússneskra sendiráðsmanna eru njósnarar

Finnska ríkisútvarpið, Yle, tók þátt í rannsókn norrænu ríkisútvarpsstöðvanna fyrir utan RÚV á leynilegri starfsemi Rússa í norrænu ríkjunum fjórum: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Niðurstaða Yle er að þriðjungur rússneskra sendiráðsstarfsmanna í Helsinki séu í raun njósnarar. Finnska öryggis- og leyniþjónustan Supo staðfestir þessa niðurstöðu rannsóknarteymis Yle. Sænska ríkisútvarpið, …

Lesa meira

Svíar reka fimm rússneska sendiráðsmenn úr landi

Sænska ríkisstjórnin rak þriðjudaginn 25. apríl fimm rússneska sendiráðsmenn úr landi fyrir brot á Vínarsamningnum um stjórnmálasamband ríkja. Tóbias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í útvarpssamtali að sænsk stjórnvöld hefðu skýrt rússneska sendiherranum í Stokkhólmi, Viktor Tatarintsev, frá því að fimm starfsmenn sendiráðs hans ættu að yfirgefa landið vegna þess að …

Lesa meira

Skemmdarverkaáætlun Rússa fyrir Norðursjó rannsökuð

Rússar hafa gert áætlun um að vinna skemmdarverk á vindorkuverum og fjarskiptaköplum í Norðursjó. Þetta er niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en þær hafa undanfarið unnið að úttekt á leynilegum aðgerðum Rússa í löndum sínum. Rússar dulbúa skemmdarverkaskip sín sem fiskiskip og rannsóknarskip á Norðursjó. …

Lesa meira

Rússar njósna um rannsóknir og hátækni í Danmörku

Í frétt danska ríkisútvarpsins, DR, mánudaginn 17. apríl segir að rússneskur sérfræðingur sitji í dönsku fangelsi fyrir mál sem hingað til hafi legið í þagnargildi. Hann sé dæmdur fyrir að hafa stundað njósnir í Danmarks Tekniske Universitet og í fyrirtækinu SerEnergy á Norður-Jótlandi. Segist DR nú geta upplýst að sérfræðingurinn …

Lesa meira