Home / Fréttir (page 289)

Fréttir

Danmörk: Flugherinn hefur fullt eftirlit með rússneskum hervélum

Í Berlingske Tidende birtist nú greinarflokkur um hvernig danski herinn sem minnkað hefur jafnt og þétt undanfarin ár er búinn undir aukið áreiti af hálfu Rússa. Þar hefur ekki síst reynt á flugherinn en laugardaginn 25. júlí birti blaðið úttekt að varnarviðbúnaði hans. „Með tölvuskjái sem skjöld og með aðstoð …

Lesa meira

Rússland: Tíð slys sýna að flugherinn er á þolmörkum

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, hefur gefið fyrirmæli um rannsókn á orsökum sjö flugslysa í rússneska flughernum frá því í júníbyrjun. Þau hafa öll orðið við venjulegar æfingar. Þetta segir í frétt RIA Novosti fréttastofunnar frá föstudeginum 24. júlí. Talið er að flugslysin séu til marks um að aukin umsvif rússneska …

Lesa meira

Enn varar bandarískur hershöfðingi þingnefnd við Rússum

Robert Neller hershöfðingi sem hefur verið tilnefndur af Bandaríkjastjórn til að verða yfirmaður landgönguliðs flotans sagði fyrir varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fimmtudaginn 23. júlí að „mesta hugsanlega ógn“ við Bandaríkin kæmi frá Rússlandi en bandarískum almenningi væri mest ógnað af „öfgahyggjumönnum“. „Ég held ekki að þeir vilji berjast við okkur. Ég …

Lesa meira

Bandarískir herforingjar árétta ógn af Rússum

Bandarískir herforingjar sitja nú fyrir svörum í hermálanefnd öldungadeildar Banadríkjaþings vegna mannabreytinga í yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Joseph Dunford, hersföfðingi og yfirmaður landgönguliðsins, verður formaður herráðs Bandaríkjanna og Mark Milley hershöfðingi verður yfirmaður landhersins. Í þingnefndinni hafa þeir báðir bent á Rússland þegar rætt er um það ríki sem ógni helst …

Lesa meira

Hættuleg dróna-atvik við breska flugvelli

Breska flugmálastjórnin Civil Aviation Authority (CAA) hefur gefið út „dróna-reglur“ eftir að hættuleg atvik hafa orðið við breska flugvelli. Í reglunum kemur fram að það getur kostað dróna-stjórnendur fangelsisrefsingu skapi þeir hættu með ábyrgðarleysi við stjórn dróna á flugi. Reglurnar eru birtar vegna þess að sífellt fleiri fyrirtæki og einstaklingar …

Lesa meira

Hollendingar og Pólverjar snúast gegn lygamiðlun Rússa

  Hollendingar og Pólverjar ætla að taka höndum saman um að koma á fót fréttastofu á rússnesku í því skyni að snúast gegn áróðri Rússa. Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, sagði á fundi með blaðamönnum í Brussel mánudaginn 20. júlí að markmiðið væri að miðla hlutlægum upplýsingum á rússnesku sem síðar …

Lesa meira

Finnar efla varnir við landamæri Rússlands

Finnska varnarmálaráðuneytið býr sig undir að senda nýjar hersveitir að landamærum Rússlands og óskar eftir hærri fjárveitingum segir á fréttavefsíðunni Defense News laugardaginn 18. júlí. Jussi Niinistö varnarmálaráðherra segir þetta óhjákvæmilegt vegna vaxandi spennu eftir hernaðarlega íhlutun Rússa í Úkraínu. Um er að ræða hraðliðssveitir en þeim hefur ekki áður …

Lesa meira

Norðmenn nota dróna til eftirlits í norðurhöfum

Nýlega hóf vefsíðan aldrimer.no göngu sína í Noregi. Tilgangur hennar er að beina athygli að vörnum Noregs en heiti síðunnar vísar til kjörorðsins; „Aldri mer 9. april“ sem vísar til þess að Noregur verði aldrei hernuminn að nýju eins og nasistar gerðu 9. apríl 1940. Kunnur norskur rannsóknarblaðamaður, Kjetil Stormark, …

Lesa meira

Ástralía: Myndskeið tekur af vafa um að rússneskt flugskeyti grandaði MH 17 vélinni

  Í Ástralíu hefur verið kynnt 17 mínútna langt myndskeið þar sem aðskilnaðarsinnar hollir Rússum í austurhluta Úkraínu gramsa í braki MH 17 flugvélarinnar og lýsa undrun þegar þeir átta sig á að um farþegavél er að ræða. Myndskeiðið var sýnt í tilefni af því að hinn 17. júlí var …

Lesa meira

Forsetar Finnlands og Rússlands friðmælast í síma eftir ÖSE-þing

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í símtali við Sauli Niinistö Finnlandsforseta miðvikudaginn 15. júlí að Finnar hefðu hlaupið á sig „lögfræðilega“ þegar þeir neituðu rússneskum þingmönnum að sitja þing Öryggissamvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Helskinki 5. til 9. júlí, hins vegar hefðu Finnar gert þetta undir þrýstingi frá öðrum ESB-ríkjum. Rússlandsforseti sagði …

Lesa meira