Home / Fréttir (page 285)

Fréttir

Þýskur sérfræðingur: Flóttamannastefnan hefur runnið sitt skeið – ný vinnubrögð nauðsynleg

Tæplega helmingur flóttamanna sem lagt hafa upp frá löndum þar sem öryggi ríkir eiga litla von um hæli í Þýskalandi. Miklar umræður eru í landinu um hvernig skynsamlegast sé að bregðast við hinum mikla straumi flóttamanna til landsins. Á vefsíðu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ)var fimmtudaginn 3. september rætt við Barböru …

Lesa meira

Uppnám innan ESB vegna flóttamanna – Merkel tekur forystu

  Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í Brussel fimmtudaginn 3. september þegar hann ræddi flóttamannavandann í Evrópu: „Evrópubúar eru hræddir af því að þeir sjá að ráðamenn þeirra, þar á meðal forsetar og forsætisráðherrar, ráða ekki við ástandið.“ Ýmsum þóttu þessi orð kaldhæðnisleg frá forsætisráðherra lands þar sem segja má …

Lesa meira

Refsiaðgerðir gegn Rússum hertar

Miðvikudaginn 2. september birtist tilkynning í  U.S. Federal Register. lögbirtingarblaði Bandarikjanna, um að Bandaríkjastjórn hefði bætt 29 manns frá Rússlandi og Úkraínu við bannlista sem hún og ESB hafa sett vegna innlimunar Rússa á Krím og atlögu þeirra að sjálfstæði Úkraínu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Sumir þeirra …

Lesa meira

CSIS: Nýtt ístjald, ný skýrsla um framgöngu Rússa í Norður-Íshafi

  Rússar tóku upp „útilokunar-afstöðu“ á Norður-Íshafi í fyrra með meiri hervæðingu, sókn eftir stærra yfirráðasvæði og þjóðrembu í málflutningi segir í nýrri skýrslu frá hugveitunni Center for Strategic and International Studies (CSIS) í Washington sem ber heitið The New Ice Curtain – Nýja ístjaldið. Höfundar skýrslunnar eru Heather Conley, …

Lesa meira

Rússland: Nýjar orrustuþotur og loftvarnaflaugar á norðurslóðum fyrir árslok

Herstjórn Rússa á norðurslóðum verður efld með orrustuþotum og loftvarna-flugskeytum fyrir lok árs 2015 sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, mánudaginn 31. ágúst. Shoigu sagði að nauðsynlegt væri að auka herbúnað Rússa við Norður-Íshaf vegna umferðar á Norðurleiðinni, það er siglingaleiðinni fyrir norðan Rússland, auk þess sem gæta yrði þjóðarhagsmuna á …

Lesa meira

Rússar mótmæla norskri sjónvarpsmynd sem versta kalda stríðs áróðri

  Rússar hafa mótmælt nýrri sjónvarpsþáttaröð norsku stöðvarinnar TV2 sem reist er á sögu eftirum innrás Rússa í Noreg. Á ensku heitir þáttaröðin Occupied – Hernumið. Umhverfissinnar hafa náð völdum í Noregi banna olíu- og gasvinnslu. Þetta verður til þess að Rússar taka völdin í Noregi í sínar hendur. Þættirnir …

Lesa meira

Charles Krauthammer: Obama bregst bandamönnum sínum – ýtir undir Pútín

  „Hinn 5. september 2014 fóru útsendarar rússneskra stjórnvalda inn í Eistland og rændu eistneskum öryggisverði. Í fyrri viku var hann dæmdur í 15 ára fangelsi í lokuðu réttarhaldi í Rússlandi. Viðbrögðin? [Bandaríska] utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu. Framkvæmdastjóri NATO skrifaði á Twitter. Evrópusambandið sagði of snemmt að ræða hugsanlega …

Lesa meira

ESB býr sig undir að hefja flotaaðgerðir gegn smyglurum á Miðjarðarhafi – NATO vill aðstoða

Innan NATO eru menn til þess búnir að veita ESB aðstoð til að stemma stigu við starfsemi smyglara á farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf. Þetta kemur fram í grein sem Nikolaj Nielsen skrifar á vefsíðuna EUobserver föstudaginn 28. ágúst, Hann vitnar í embættismann NATO sem segir bandalagið munu „rétta hjálparhönd …

Lesa meira

Forseti Póllands vill NATO-her í Austur-Evrópu

Andrzej Duda, sem tók við embætti forseta Póllands hinn 6. ágúst 2015, sagði í Tallinn, höfuðborg Eistlands, sunnudaginn 23. ágúst að NATO ætti að halda úti fastaher í austurhluta Evrópu. Hann sagði á fundi með blaðamönnum að NATO yrði að taka tillit til þess að varnarsvæði þess hefði breyst þegar …

Lesa meira

Bandaríkjamenn efla flugher sinn í Evrópu með háþróuðum orrustuvélum

Í skugga átakanna í Austur-Úkraínu ætlar Bandaríkjastjórn að hafa háþróaðar orrustuþotur af gerðinni F-22 Raptor í herflugstöðvum í Evrópu – þetta eru kallaðar torséðar (stealth) vélar þar sem erfitt er að finna þær eða fylgjast með þeim í ratsjám. „Við munum brátt hafa F-22 vélar í stöðvum í Evrópu til …

Lesa meira