Home / Fréttir (page 278)

Fréttir

Elflaugavarnastöð tekur til starfa í Rúmeníu

  Embættismenn Rúmeníu og Bandaríkjanna opnuðu föstudaginn 18. desember formlega ratsjárstöð og gagnflaugastöð í Búkarest. Við athöfnina var tilkynnt að til starfa væri tekin hluti eldflaugavarnakerfis sem reist er í Evrópu. Kerfið mynda ratsjárstöðvar og SM-3 gagneldflaugar og manna rúmenskir og bandarískir sérþjálfaðir sjóliðar stöðina. Bandaríski flotinn fer með yfirstjórn …

Lesa meira

Forseti Póllands segir skammarlegt að forystumönnum pólskra kommúnista hafi ekki verið refsað

  Andrzej Duda, forseti Póllands, segir „skammarlegt“ að ekki hafi verið gripið til refsinga á forystumönnum pólskra kommúnista eftir árið 1989 þegar pólska þjóðin losnaði úr fjötrum kommúnismans. Forsetinn lét þessi orð falla fimmtudaginn 17. desember við minningarathöfn í Gdynia í Norður-Póllandi vegna þess að 45 ár eru liðin frá …

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Litháens og Póllands vara ESB-ráðamenn við jákvæðni í garð Rússa

Utanríkisráðherrar Litháens og Póllands, Linas Linkevicius og Witold Waszczykowski, hafa ritað bréf til Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, og lýst áhyggjum yfir hve emmbættismenn ESB senda jákvæð skilaboð til ráðamanna í Moskvu. Í bréfinu segir að þeir sjái engin merki þess að ESB geti aukið viðskipatengsl sín við Rússland og efnahagsbandalagið …

Lesa meira

Pólskir ráðamenn reiðir forseta ESB-þingsins vegna ásakana um valdarán

Pólskir ráðamenn hafa brugðist hart við ummælum sem Þjóðverjinn Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, lét falla um stjórnarhætti í Póllandi en hann líkti þeim við „valdarán“. Martin Schulz sagði við útvarpsstöðina Deutschlandfunk mánudaginn 14. desember: „Það sem er að gerast í Póllandi ber yfirbragð valdaráns (coup d‘etat) og er dramatískt. Ég …

Lesa meira

Finnski utanríkisráðherrann vill harðari útlendingastefnu að danskri fyrirmynd

Danir hafa mótað hörðustu afstöðu Norðurlandaþjóða í útlendingamálum undanfarið segir í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE mánudaginn 14. desember. Ríkisstjórnin hafi í síðustu viku lagt til að lögregla gæti gert lausafé hælisleitenda upptækt til að standa undir kostnaði við þá. Í ágúst hafi Danir ákveðið að lækka félagsleg útgjöld í þágu …

Lesa meira

Svartfjallaland: Mótmæli Rússavina vegna áforma um NATO-aðild

    Talið er að 2.000 manns hið minnsta hafi komið saman fyrir framan þinghús Svartfjallalands laugardaginn 12. desember og mótmælt fyrirhugaðri aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Fyrr í mánuðinum var Svartfellingum boðið að verða 29. aðildarríki bandalagsins. Mótmælendur vilja að ákvörðun um aðild að NATO verði lögð fyrir Svartfellinga …

Lesa meira

Rússneskt herskip skýtur að tyrkneskum fiskibáti á Eyjahafi

  Rússneska utanríkisráðuneytið kallaði hermálafulltrúa við tyrkneska sendiráðið í Moskvu til viðræðna eftir að rússneskt eftirlitsskip skaut viðvörunarskotum að tyrknesku skipi á Eyjahafi sögðu rússnesk hermálayfirvöld sunnudaginn 13. desember. Atvikið kann að auka enn spennu í samskiptum ríkjanna tveggja en Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu í síðasta mánuði. Í tilkynningu …

Lesa meira

NATO boðar að bandarískar orrustuþotur verði hér í allt að fjóra mánuði 2016

  Evrópuherstjórn NATO (SHAPE) hefur tilkynnt að bandaríski flugherinn muni halda uppi loftrýmisgæslu við Ísland frá Keflavíkurflugvelli á fjögurra mánaða tímabili frá 1. janúar til 30. apríl, hvort orrustuþotur Bandaríkjanna verða hér allan þennan tíma hefur ekki verið staðfest opinberlega. Í ár voru Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu frá 13. apríl …

Lesa meira

Ókunn herþyrla fer 15 km inn fyrir landamæri Finnlands frá Rússlandi

Frá því var skýrt í finnskum fjölmiðlum fimmtudaginn 10. desember að ókunn þyrla hefði rofið lofthelgi Finnlands þann sama morgun. Hún hefði komið yfir landamærin frá Rússlandi, finnskum landamæravörðum var ekki svarað þegar þeir reyndu að koma á fjarskiptasambandi við áhöfn þyrlunnar. Landamæraverði grunar að þyrlan hafi farið ólöglega inn …

Lesa meira

Bandaríkjamenn eignast nýjan risa-tundurspilli

  Stærsti tundurspillir sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni eignast hóf mánudaginn 8. desember jómfrúarferð sína um Atlantshaf. Skipið er 186 m langt og 15.450 lestir. Útlit skipsins er sérstakt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Skrokkur skipsins líkist pýramída, hann mjókkar upp en ekki niður og efast margir um sjóhæfni skipsins …

Lesa meira