Home / Fréttir (page 277)

Fréttir

Ókunn herþyrla fer 15 km inn fyrir landamæri Finnlands frá Rússlandi

Frá því var skýrt í finnskum fjölmiðlum fimmtudaginn 10. desember að ókunn þyrla hefði rofið lofthelgi Finnlands þann sama morgun. Hún hefði komið yfir landamærin frá Rússlandi, finnskum landamæravörðum var ekki svarað þegar þeir reyndu að koma á fjarskiptasambandi við áhöfn þyrlunnar. Landamæraverði grunar að þyrlan hafi farið ólöglega inn …

Lesa meira

Bandaríkjamenn eignast nýjan risa-tundurspilli

  Stærsti tundurspillir sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni eignast hóf mánudaginn 8. desember jómfrúarferð sína um Atlantshaf. Skipið er 186 m langt og 15.450 lestir. Útlit skipsins er sérstakt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Skrokkur skipsins líkist pýramída, hann mjókkar upp en ekki niður og efast margir um sjóhæfni skipsins …

Lesa meira

Svíar boða skoðun persónuskilríkja á landamærum til að fækka hælisleitendum

  Danir hafa áhyggjur af að erfiðara verði fyrir þá að ferðast til Svíþjóðar á nýju ári eftir að Morgan Johansson, dóms- og útlendingamálaráðherra Svíþjóðar, tilkynnti miðvikudaginn 9. desember að  framvísa beri persónuskilríkjum við komu til Svíþjóðar með langferðabíl, lest eða ferju. Sænska ríkisstjórnin ætlar ekki að svo stöddu að …

Lesa meira

Austurríkismenn reisa girðingu á landamærunum við Slóveníu

Austurríkismenn hafa hafist handa við að reisa landamæragirðingu gagnvart Slóveníu til að ná betri stjórn á komu flóttamanna til landsins að sögn ríkisstjórnarinnar. Undanfarnar vikur hefur þó dregið úr flóttamannastraumnum. Aldrei fyrr hefur slík girðing verið reist á landamærum tveggja Schengen-ríkja. Austurrískir hermenn vinna við að setja upp girðinguna sem …

Lesa meira

Donald Trump vill banna komu múslima til Bandaríkjanna

  Donald Trump, frambjóðandi í prófkjöri repúblíkana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2016, sætir ámæli eigin flokksbræðra og annarra fyrir þau ummæli sín mánudaginn 8. desember að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna. Trump sagði að margir múslímar „hötuðu“ Bandaríkin. Þá ætti að banna „þar til ráðamenn landsins …

Lesa meira

Obama varar við nýrri tegund af hryðjuverkum

Barack Obama Bandaríkjaforseti hét því í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar að kvöldi sunnudags 6. desember að vinna sigur á Daesh (Ríki íslams). Hann sagði jafnframt að Bandaríkjamenn yrðu ekki „enn einu sinni dregnir inn í langvinnan og kostnaðarsaman landhernað“í útlöndum. Örsjaldan ávarpar Bandaríkjaforseti þjóð sína beint úr skrifstofu sinni í …

Lesa meira

Frakkland: Þjóðfylkingin stærst í héraðsstjórnakosningum

Þjóðfylkingin í Frakklandi undir forystu Marine Le Pen hlaut flest atkvæði í fyrri umferð héraðsstjórnakosninga sunnudaginn 6. desember. Heildarfylgi Þjóðfylkingarinnar er 30% samkvæmt útgönguspám, Lýðveldissinnar (mið-hægri) fá 27% og sósíalistar 23%. Franska sjónvarpið spáði hins vegar Þjóðfylkingunni 27,2%, Lýðveldissinnum 27% og sósíalistar 24%. Kosið er til 13 héraðsstjórna og hlaut …

Lesa meira

Hryðjuverk í Bandaríkjunum vekja harðari umræður um vopnalög

Sérfræðinga greinir á um hvernig meta eigi almennt áhrif hertu vopnalaganna í Ástralíu. Ljóst er að ofbeldisglæpum með vopnum hefur fækkað. Hitt er þó enn skýrara að skilaskyldan á vopnum hefur haft mikil áhrif og er talið að þeim sem myrtir eru með byssum hafi fækkað um 200 á ári …

Lesa meira

Þjóðverjar senda liðsafla gegn Daesh

Þýska þingið samþykkti að morgni föstudags 4. desember að allt að 1.200 þýskir hermenn yrðu sendir til þátttöku í stríðinu gegn Daesh (Ríki íslams) í Sýrlandi. Þjóðverjar hafa aldrei fyrr sent jafnmarga hermenn til þátttöku í stríðsaðgerðum. nEnginb þýsku hermannanna verður sendur inn fyrir landamæri Sýrlands, ekki er heldur gert …

Lesa meira

Breskir þingmenn samþykkja loftárásir – Verkamannaflokkurinn í sárum

Tillaga Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, um að breska flughernum yrði veitt heimild til loftárása á skotmörk í Sýrlandi í baráttunni við Daesh (eins og forsætisráðherrann vill kalla Ríki íslams) naut mikils stuðnings í breska þinginu að kvöldi miðvikudags 2. desember. Breskar orrustuþotur voru sendar til árása skömmu síðar frá flugstöð …

Lesa meira